Fleiri fréttir

Bandaríkin afnema viðskiptaþvinganir á Tyrkland

Bandaríkin hafa afnumið viðskiptaþvinganir sem settar voru á Tyrkland fyrir níu dögum vegna innrásar Tyrkja inn í Sýrland. Bandaríkjaforseti segir yfirvöld í Tyrklandi hafa fullvissað sig um að þau muni virða nýlegt vopnahlé.

Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni

Það getur verið gagnlegt að fara á söfn og líklega hefur það aldrei átt betur við en í tilfelli 41 árs breskrar konu sem heimsótti Camera Obscura and the World of Illusions safnið í Edinborg í Skotlandi. Hitamyndavél á safninu varð til þess að æxli í vinstra brjósti hennar uppgötvaðist í tæka tíð.

Háttsettur erindreki segir Trump hafa tengt aðstoð við Úkraínu við rannsókn á pólitískum andstæðingum

William B. Taylor, starfandi sendiherra Bandaríkjanna í Úkraínu, greindi rannsakendum sem rannsaka möguleg embættisbrot Donald Trump forseta Bandaríkjanna, frá því í dag að Trump hafi neitað að veita Úkraínu hernaðaraðstoð og að hann hafnað því að funda með forseta Úkraínu í Hvíta húsinu nema hann myndi heita því að rannsaka andstæðinga Trump í bandarískum stjórnmálum.

Konan hand­tekin í Osló

Lögregla í Osló hefur handtekið konuna sem lýst var eftir í tengslum við að vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á vegfarendur.

Frilla konungs Taílands fallin í ónáð

Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn "konungleg hjákona“.

Missti meiri­hluta en heldur völdum

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, heldur völdum í landinu eftir þingkosningarnar sem fram fóru í gær, en með naumindum þó.

Mannfall í Santiago

Að minnsta kosti 11 einstaklingar hafa látið lífið í óöldinni sem hefur geisað í Santiago, höfuðborg Chile, undanfarna daga

Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi

Bandarískar hersveitir voru grýttar þegar þær yfirgáfu yfirráðasvæði Kúrda í norðurhluta Sýrlands í gær. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú að staðsetja hluta herliðsins nálægt olíulindum á svæðinu til að aðstoða sveitir Kúrda.

Esper segir að her­sveitir Banda­ríkjanna gætu verið á­fram í Sýr­landi

Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið.

Slapp lifandi frá tugum drumba sem stungust inn í bílinn

Bandarískur ökumaður má teljast heppinn að hafa sloppið lifandi eftir að hann ók aftan á flutningabíl sem flutti trjádrumba. Drumbarnir stungust af miklu afli inn í bíl ökumannsins, sem slapp með minniháttar meiðsli.

„Það er enginn Mitt Romney á meðal þeirra“

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að samflokksmenn hans í Repúblikanaflokknum herði sig og berjist fyrir forsetann sinn á sama tíma og Demókratar vinna að því að ákæra forsetann fyrir embættisbrot í starfi.

Mjótt á munum í Kanada

Þingkosningar standa nú yfir í Kanada. Mjótt er á munum og því útlit fyrir spennandi kosningar.

Methiti í september jafnaður

Útlit er fyrir að árið 2019 verði á bilinu annað til fjórða hlýjasta árið í mælingasögunni.

Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið

Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu.

Hafa enn trú á Brexit í lok mánaðar

Breska ríkisstjórnin hefur enn ekki útilokað að hægt verði að standa við útgöngu landsins úr ESB 31. október næstkomandi eins og stefnt hefur verið að.

Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands

Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins.

Varar við því að borgarastyrjöld kunni að hefjast á ný

Á þeim átta árum sem liðin eru frá því að Suður-Súdan var veitt sjálfstæði frá Súdan hefur borgarastyrjöld lengst af geisað í landinu. Átök hafa geisað síðan árið 2013 en í lok október 2018 var samið um vopnahlé.

Gagnrýnin kom Trump á óvart

Gagnrýnin sem beindist að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna ákvörðunar hans að halda G7-fund næsta árs á golfklúbbi hans í Miami, kom honum á óvart.

Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum

Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja.

Stjórnarandstaðan í Sviss sækir í sig veðrið

Útlit er fyrir það að grænu stjórnmálaflokkarnir á Svissneska þinginu, Græni flokkurinn (GPS) og Frjálslyndi græni flokkurinn (GLP) hafi bætt við sig mestu fylgi í svissneski þingkosningum sem fram fóru í dag.

Sjá næstu 50 fréttir