Frilla konungs Taílands fallin í ónáð Samúel Karl Ólason skrifar 22. október 2019 13:19 Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, og frilla hans Sineenat Wongvajirapakdi. Vísir/AP Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn. Taíland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Maha Vajiralongkorn, konungur Taílands, hefur svipt opinbera frillu sína titlum hennar einungis mánuðum eftir að hún fékk titilinn „konungleg hjákona“. Sineenat Wongvajirapakdi, sem er 34 ára gömul, var sú fyrsta til að fá þann titill í tæpa öld og gerði það í júlí, skömmu eftir að konungurinn, sem er 67 ára gamall, giftist fjórðu eiginkonu sinni. Í yfirlýsingu frá skrifstofu konungsins í gær segir að Sineenat hafi verið refsað fyrir að reyna að setja sig á sama stall og drottningin. Var sagt að hún hafi ekki sýnt næga hollustu, hún hafi verið óþakklát og metnaðargjörn. Þá er hún sökuð um að sýna konungnum óvirðingu og reyna að gefa skipanir í hans nafni.Sineenat Wongvajirapakdi er 34 ára gömul og var orðin foringi í lífvarðasveit konungsins.Vísir/APAllar þær myndir sem höfðu verið settar á vef konungsins voru fjarlægðar. Á mörgum þeirra var Sineenat, sem er fyrrverandi hjúkrunarfræðingur, klædd í herföt en samhliða sambandi hennar og konungsins tengdist hún her landsins. Hún var í lífvarðasveit konungsins, flugkona og ýmislegt fleira en samkvæmt frétt BBC er fortíð hennar verulega óljós. Fyrr af þessu ári fékk hún svo foringjatitil hjá her Taílands og stýrði hún herdeild.Ekki liggur fyrir hvar hún er stödd í dag. Það er þó í samræmi við hvað kom fyrir fyrrverandi eiginkonur konungsins, sem þá var krónprins. Hann tilkynnti skilnað við aðra eiginkonu sína árið 1996 með því að setja upp veggspjöld víðsvegar um konungshöllina, samkvæmt Reuters. Á einu þeirra kom fram að hún væri bannfærð fyrir framhjáhald, að misþyrma dóttur þeirra og svik.Hún flúði til Bandaríkjanna ásamt fjórum sonum þeirra en konungurinn afneitaði sonum sínum. Þriðja eiginkona konungsins hefur lifað í einangrun og útlegð, svo vitað sé, frá því hann skildi við hana árið 2014. Þá höfðu einhverjir fjölskyldumeðlimir hennar verið handteknir og sakaðir um að reyna að nota tengsl sín við konungsfjölskylduna til hagnaðar. Foreldrar hennar, þrír bræður og einn frændi voru öll dæmd í fangelsi og sitja enn inni. Frá því Vajiralongkorn settist í hásætið árið 2016 hefur hann í raun nýtt völd konungsins meira en áður hefur verið gert. Meðal annars hefur hann tekið yfir stjórn umfangsmikils auðs konungsfjölskyldunnar og fært herdeildir hers Taílands undir eigin stjórn.
Taíland Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira