Fleiri fréttir

Gillibrand dregur framboð sitt til baka

Enn fækkar í hópi frambjóðenda í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar árið 2020 en öldungadeildarþingkonan Kirsten Gillibrand frá New York hefur dregið framboð sitt til baka.

Milljón manns skora á Boris

Rúmlega milljón manns hafa undirritað áskorun til Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands um að hann hætti við að fresta þingi í fimm vikur í aðdraganda útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu.

Boris Johnson sagður haga sér eins og hann sé einræðisherra

Andstæðingar breska forsætisráðherrans eru æfir vegna ákvörðunar hans um að fresta þingfundum. Þýðir að þingið hefur minni tíma, jafnvel of lítinn, til að koma í gegn löggjöf sem bannar samningslausa útgöngu. Þingforseti segir ákvörðunina vera aðför gegn stjórnarskrá.

Bretadrottning samþykkti beiðni Boris

Elísabet Bretlandsdrottning hefur samþykkt beiðni Boris Johnson forsætisráðherra um að fresta þingfundum aðeins nokkrum dögum eftir að það kemur saman og örfáum vikum áður en Bretland gengur úr Evrópusambandinu.

Kona skotin til bana í Stokkhólmi

Sænsk kona lést af sárum sínum núna klukkan rétt rúmlega sjö að staðartíma í morgun eftir að hafa orðið fyrir byssuskoti í hverfinum Vallinby í norðvesturhluta Stokkhólms í nótt.

Duterte blótar Íslendingum í sand og ösku og vonar að þjóðin frjósi í hel

Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, sparaði ekki stóru orðin um Ísland og Íslendinga í ræðu sem hann hélt í gær í Quezon-borg á Filippseyjum. Gagnrýndi hann stefnu Íslands hvað varðar þungunarrof harkalega. Kallaði hann Íslendinga drullusokka og fábjána, auk þess sem að hann sagðist vona að þjóðin frjósi í hel.

Farage býður til samstarfs

Ef ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi, undir forsæti Boris Johnson, kemur Bretlandi út úr Evrópusambandinu án samnings í október næstkomandi ætlar hinn nýi Brexitflokkur Nigels Farage ekki að bjóða fram í næstu þingkosningum. Þetta sagði Farage við stuðningsmenn í gær.

Morðvopnið líklega fundið en morðinginn ekki

Maðurinn sem er í haldi sænsku lögreglunnar í tengslum við rannsókn á morði þrítugu konunnar, sem skotin var til bana í Malmö í gær, er grunaður um aðild að verknaðinum auk þess að hafa gerist brotlegur við það sem lögregla kallar gróft brot á vopnalögum.

Kim Kielsen hélt velli á Grænlandi

Kim Kielsen, leiðtogi Grænlands, stóð af sér vantrauststillögu eigin flokksmanna innan Siumut-flokksins í dag og heldur því velli sem bæði formaður flokksins og forsætisráðherra landsins.

Ísland dregið inn í deilur um breskar kjötbökur

Ísland hefur að ósekju verið dregið inn í nokkuð undarlegar deilur á milli Boris Johnson, forsætisráðherra Bretland, og formanns hagsmunasamtaka um sérstaka tegund af kjötböku, nánar tiltekið grísakjötsböku.

Stór samningur Japans og Bandaríkjanna

Bandaríkjamenn og Japanir hafa náð samkomulagi um stóran viðskiptasamning um landbúnaðarafurðir. Leysir þetta bæði efnahagsleg vandamál beggja ríkja og styrkir samstöðu ríkjanna í viðskiptastríðinu gegn Kína.

Lögreglumaður í vanda eftir að hafa logið til um leyniskyttu

Lögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles sýslu í Kaliforníu í Bandaríkjunum á yfir höfði sér ákæru eftir að í ljós kom að frásögn hans um að hafa verið skotinn af leyniskyttu við lögreglustöð í borginni Lancaster hafi verið uppspuni frá rótum

Sjá næstu 50 fréttir