Fleiri fréttir

Segir nýtt geimrusl ógna geimstöðinni

Jim Bridenstine, yfirmaður Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA), segir brot úr gervihnetti sem Indverjar grönduðu í mars ógna öryggi geimfaranna í Alþjóðlegu geimstöðinni.

Segir hægt að komast hjá útgöngu án samnings

Tíu dagar eru í að Bretar gangi úr Evrópusambandinu. Þingið felldi allar tillögur um valkosti í stöðunni í gær. Samningamaður ESB segir líkur á útgöngu án samnings aukast dag frá degi.

Mussolini karpar við Jim Carrey

Kanadíski stórleikarinn Jim Carrey átti væntanlega ekki von á því að fá viðbrögð frá barnabarni ítalska einræðisherrans Benito Mussolini þegar hann birti teikningu af Mussolini í snörunni um helgina.

Rapparinn Nipsey Hussle skotinn til bana

Lögreglan í Los Angeles segir að rapparinn Nipsey Hussle, sem tilnefndur var til Grammy verðlauna á árinu, hafi verið skotinn til bana í suðurhluta borgarinnar.

Konu sem sökuð er um að hafa myrt Kim sleppt á næstunni

Doan Thi Huong, sem sökuð er að hafa myrt Kim Jong-nam, hálfbróður Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, á flugvellinum í Kúala Lumpur árið 2017 hefur játað vægara brot en hún var upprunalega ákærð fyrir.

Grínistinn efstur í Úkraínu

Útgönguspár bentu til þess að grínistinn Volodymyr Zelenskiy hefði fengið flest atkvæði í fyrri umferð úkraínsku forsetakosninganna sem fram fór í gær.

Tugir látnir eftir ofsaveður í Nepal

Tuttugu og fimm eru látnir hið minnsta í Asíu-ríkinu Nepal eftir að ofsaveður gekk yfir héruðin Bara og Parsa í suðurhluta landsins.

Gerði áhlaup að bílalest páfa og konungs

Öryggisverðir Mohammed VI. konungs Marokkó, höfðu í gær hendur í hári 17 ára gamals drengs sem gerði áhlaup að bílalest sem ferjaði konunginn ásamt Frans páfa um stræti höfuðborgar Marokkó, Rabat.

Fyrsta konan sem verður forseti Slóvakíu

Í sigurræðu sinni fagnaði Zuzana Caputova að hægt væri að ná árangri án þess að leita til popúlisma eða gífuryrða og með því að segja sannleikann.

Þrír unglingspiltar ákærðir fyrir hryðjuverk

Þrír unglingspiltar, sem allir eru á flótta, hafa verið ákærðir af maltverskum yfirvöldum eftir að hafa tekið olíuskip á "sitt vald“, sem er skilgreint sem hryðjuverk samkvæmt maltverskum lögum.

Flóttafólki haldið undir brú

Ástandið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó fer síversnandi, þar sem landamæraeftirlit Bandaríkjanna ræður ekki við þann mikla fjölda fólks sem sækir um hæli í landinu.

Blað brotið í baráttunni við eyðniveiruna

Tveir, og að líkindum fleiri, hafa nú verið læknaðir af HIV. Vísindamenn reyndu í 12 ár að endurtaka sögulega meðferð fyrsta einstaklingsins sem læknaður var af veirunni. Þó er lækning við eyðni enn fjarlægur draumur.

Sjá næstu 50 fréttir