Fleiri fréttir

Langveikur piltur var Batman í einn dag

Langveikur piltur í Bandaríkjunum fékk að ganga í skóm Leðurblökumannsins í vikunni. Lögreglu- og slökkviliðsmenn í borginni Arlington í Texas settu á svið ótrúlega atburðarás þar sem bankaræningjar og Jókerinn sjálfur komu við sögu.

Sprengjuleit í þinghúsinu í Osló

Sprengjuleit var gerð í dag í þinghúsinu í Osló þar sem réttarhöldin yfir Anders Behring Breivik fara fram. Sjónvarpsstöðin TV2 segir að pakki í kjallara hússins hafi virst innihalda nítróglíserín sem stundum er notað til sprengjugerðar. Þinghúsið þurfti ekki að rýma en sjónvarpsstöðin segir að Breivik hafi verið fluttur um set úr gæsluvarðhaldsklefa sínum í húsinu.

Bað þjóðina afsökunar

Juan Carlos, konungur Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar á veiðiferð sinni til Afríku á dögunum, á sama tíma og landið glímir við djúpa efnahagslægð.

Stærir sig af fjöldamorðum

Við upphaf fimm daga yfirheyrsla yfir Anders Behring Breivik fékk hann rúma klukkustund til að lesa upp yfirlýsingu þar sem hann reyndi að réttlæta voðaverk sín. Hann segist vera herskár þjóðernissinni og líkir sér við al Kaída. Aðstandendur fórnarlamba hans segja mikilvægt að réttarhöldin snúist um glæpina sem hann framdi en verði ekki vettvangur fyrir pólitískar yfirlýsingar.

Segja Breivik vera ímyndunarveikan

Norski fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik hefur neitað að svara mörgum spurningum saksóknara í dag á þriðja þegi réttarhaldanna yfir honum. Breivik hefur verið þráspurður um tengsl hans við öfgahópa og fólk með svipaðar skoðanir og hann en hann hefur áður sagst tilheyra hópi manna sem kenni sig við Musterisriddarana.

Spjallþáttur Assange í loftið

Nýr spjallþáttur Julians Assange, stofnanda Wikileaks, var frumsýndur á rússnesku sjónvarpsstöðinni RT í gær. Í fyrsta þættinum ræddi Assange við Hassan Nasrallah, leiðtoga Hezbollah-skæruliðasamtakanna í Líbanon.

Orðnir þreyttir á Fucking nafni

Íbúar smábæjarins Fucking í Austurríki eru orðnir þreyttir á gríni á sinn kostnað og íhuga að breyta nafni bæjarins.

Ítalskri konu sleppt úr haldi al-kaída

Hryðjuverkasamtökin al-kaída í Alsír hafa sleppt ítalskri konu, Mariu Mariani, úr haldi en hún var búin að vera fangi þeirra síðustu 14 mánuði.

Eldgos hafið í grennd við Mexíkóborg

Yfirvöld í Mexíkó hafa gefið út viðvörun vegna þess að eldgos virðist hafið í eldfjallinu Popocatepetl sem er í um 70 kílómetra fjarlægð frá Mexíkóborg.

Lífshættulegur bandormur fannst í ref á Jótlandi

Lífshættulegur bandormur hefur fundist í ref sem veiddur var á Jótlandi nýlega. Ormur þessi getur borist í fólk og veldur þá ólæknandi lifrarsjúkdómi sem yfirleitt dregur viðkomandi til dauða.

Nýjar vísbendingar um hvarf McCann - stúlkunnar leitað á Spáni

Lögreglan í Portúgal, auk lögreglunnar á Spáni, leita nú að Madeleine McCann nærri Malaga á Norður-Spáni. Samkvæmt frétt Daily mail fékk lögreglan ábendingu um að stúlka lík McCann hefði sést nærri borginni, sem er vinsæll ferðamannastaður á Spáni.

Barnaníðingur framdi sjálfsmorð - níddist á barni hér á landi

Barnaníðingurinn John Charles Ware, sem var handtekinn í bandarísku borginni Fíladelfíu á síðasta ári grunaður um að níðast á tveimur börnum framdi sjálfsmorð í fangelsi en mál hans átti að taka fyrir í gær. Maðurinn var meðal annars grunaður um að hafa boðið ungum dreng með sér í ferðalag um Ísland þar sem hann níddist á honum.

Breivik segist iðrast einskis

Fjöldamorðinginn Anders Breivik segist iðrast einskis og fer fram á að hann verði sýknaður. Hann flutti yfirlýsingu í réttarsal í morgun þar sem hann hélt hatursáróðri sínum á lofti.

Neðanjarðarbörn berjast áfram

Munaðarlaus börn í Rúmeníu voru kvikmynduð í lífsbaráttu sinni í heimildarmyndinni um Neðanjarðarbörnin sem kom út árið 2001. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Magnús Halldórsson skoðaði sögu barnanna sem hin verðlaunaða heimildarmynd fylgdi eftir og hvernig þeim hefur gengið á lífsins leið síðan. Hún hefur verið þyrnum stráð, svo ekki sé meira sagt.

Sjóræningjar saman í sæng

Svokallaðir „sjóræningjaflokkar“ í Evrópusambandsríkjum hyggjast bjóða sig fram sem einn flokk í næstu kosningum til Evrópuþings.

Íþróttakrakkar fá hærri einkunnir í skóla

Börn sem eru í skólaíþróttum fimm sinnum í viku auk fleiri líkamsæfinga eru ekki bara í betra líkamlegu formi en börn sem eru í skólaíþróttum tvisvar í viku heldur fá þau einnig hærri einkunnir.

Romney með forskot á Obama í nýrri skoðanakönnun

Ný skoðanakönnun á vegum Gallup sýnir að Mitt Romney hefur forskot á Barack Obama Bandaríkjaforseta í röðum skráðra kjósenda í Bandaríkjunum. Romney mælist með 47% fylgi en Obama með 45%.

Íbúar El Salvador fögnuðu fyrsta morðlausa deginum í þrjú ár

Íbúar í El Savador höfðu ástæðu til að fagna eftir síðustu helgi þegar í ljós kom að laugardagurinn hafði liðið án þess að morð væri framið í landinu. Íbúar þessa Mið-Ameríkuríkis höfðu fram að því ekki upplifað morðlausan dag í ein þrjú ár.

Móðir Breivik þarf ekki að bera vitni í réttarhöldunum

Réttarhöldin yfir fjöldamorðingjanum Anders Breivik hefjast að nýju nú klukkan sjö að okkar tíma. Réttarhöldin hefjast á því að Breivik mun lesa upp yfirlýsingu en lögmaður hans segir að sá upplestur muni taka um 30 mínútur. Í yfirlýsingunni mun Breivk ætla að verja gjörðir sínar.

Sumir jöklanna virðast stækka

Ný rannsókn á stærð jökla í Himalajafjöllunum sýnir að sumir jöklanna hafa stækkað umtalsvert á síðustu árum, á meðan aðrir hopa eins og jöklar annars staðar í heiminum á síðustu árum.

Átök við landamæri Súdans

Átök hafa að nýju brotist út við landamæri Súdans og nýja ríkisins Suður-Súdans síðustu daga. Tekist er á um yfirráð yfir nokkrum bæjum og svæðum við landamærin sem bæði ríki gera tilkall til.

Obama með 9% forskot á Romney

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, virðist hafa nokkuð gott forskot á helsta keppinaut sinn í forsetakosningunum í nóvember. Þannig hefur Obama 9% forskot á Mitt Romney, fyrrverandi ríkisstjóra Massachusetts.

Fyrsta degi réttarhalda lokið - Breivik tjáir sig í fyrramálið

Fyrsta degi réttarhaldanna yfir Anders Behring Breivik lauk í Osló eftir hádegið í dag. Í ræðu sinni sagði Geir Lippestad verjandi Breiviks að svo gæti farið að hann biðji um frestun sökum þess að saksóknari skilaði inn miklu magni gagna þremur dögum áður en réttarhöldin hófust.

Þurfti að nauðlenda á Gatwick

Öllum flugum á Gatwick-flugvellinum í London í dag hefur verið aflýst um tíma eftir að flugvél á vegum flugfélagsins Virgin þurfti að nauðlenda á vellinum fyrir stundu vegna tæknilegra vandamála. Um 300 manns voru í vélinni og 13 áhafnarmeðlimir. Að sögn flugfélagsins ákvað flugstjórinn að koma inn til lendingar í öryggisskyni en ekki er ljóst hvað bilaði. Öllum flugbrautum hefur verið lokað og má búast við seinkunum á vellinum í dag. Flugvél á vegum Iceland Express sem átti að fara í loftið frá Gatwick kl. hálf tvö seinkar eitthvað vegna þessa.

Grunaðir raðmorðingjar handteknir

Lögreglan í Frakklandi hefur nú handtekið tvo menn sem grunaðir eru um aðild að fjórum morðum sem framin voru í landinu. Talið er að um raðmorðingja sé að ræða en fyrsta morðið var framið í nóvember í fyrra og það fjórða í byrjun þessa mánaðar.

Ætla að byggja dómkirkju úr pappa

Í bígerð er að byggja 25 metra háa dómkirkju í Nýsálensku borginni Christchurch en sú sem fyrir var í borginni eyðilagðist í jarðskjálftanum í fyrra. Nýja kirkjan verður 25 metrar á hæð og með sæti fyrir 700 manns.

Pippa Middleton í alvarlegum vandræðum í París

Pippa Middleton, systir Kate eiginkonu Vilhjálms Bretaprins, hefur verið yfirheyrð af frönsku lögreglunni og á yfir höfði sér handtöku og ákæru vegna atburðar sem gerðist á götu í París í gærdag.

Bardagarnir í Kabúl stóðu yfir í 18 tíma

Bardögum í Kabúl, höfuðborg Afganistan lauk ekki fyrr en um sjöleytið á mánudagsmorgun að staðartíma. Höfðu þeir þá staðið sleitulaust í eina 18 tíma eftir að Talibanar og skæruliðar þeim hliðhollir efndu til fjölda árása í Kabúl og víðar í landinu.

Vopnahléið að leysast upp í ófrið

Vopnahlé stríðandi fylkinga í Sýrlandi leystist upp í átök í gær einungis fjórum dögum eftir að því var lýst yfir. Stjórnarherinn skaut sprengjum á íbúðahverfi í borginni Homs þar sem stjórnarandstaðan ræður ríkjum.

Breivik vill flytja nýja stefnuyfirlýsingu

Anders Behring Breivik vill lesa upp nýja stefnuyfirlýsingu þegar hann mætir fyrir rétt á morgun. Odd Gron, starfsmaður hjá Lippestad, verjanda Breiviks, segir að líklegast muni dómari banna honum að lesa hana upp.

Hélt sína fyrstu ræðu

Kim Jong-un, nýr leiðtogi Norður Kóeru hélt sína fyrstu ræðu í dag í Pyongyang. Hann sagði að hann myndi heiðra arfleið föður síns og afa og leggja höfuðáherslu á her Norður-Kóreumanna. Hann lagði áherslu á það að Norður-Kóreumenn byggju yfir her sem væri reiðubúinn undir stríð hvenær sem er.

Létu lífið í skýstrókum

Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar öflugir skýstrókar gengu yfir miðvestur ríki Bandaríkjanna í nótt. Skýstrókarnir ollu miklum skemmdum á mannvirkjum en bærinn Thurman í Iowa-ríki varð verst úti en stór hluti bæjarins er rústir einar eftir óveðrið. Að minnsta kosti 39 látið lífið í Bandaríkjum af völdum skýstróka það sem af er þessu ári.

Sjá næstu 50 fréttir