Erlent

Bað þjóðina afsökunar

Juan Carlos ávarpar blaðamenn á spítalanum.
Juan Carlos ávarpar blaðamenn á spítalanum. mynd/afp
Juan Carlos, konungur Spánar, bað spænsku þjóðina afsökunar á veiðiferð sinni til Afríku á dögunum, á sama tíma og landið glímir við djúpa efnahagslægð.

Carlos fór til Botswana í Afríku þar sem hann veiddi fíla ásamt vinum sínum. Spænskir fjölmiðlar hafa gagnrýnt ferð konungsins, sérstaklega þar sem hann slasaði sig og var flogið heim í einkaþotu.

Hann undirgekkst aðgerð um helgina og í dag ávarpaði hann þjóðina í ríkissjónvarpi landsins. Þar sagðist hann hafa gert mistök með því að hafa farið í ferðina og það myndi ekki gerast aftur.

Um 23 prósent atvinnuleysi er á Spáni og vísbendingar eru um kreppan í landi gæti aukist enn frekar á næstu mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×