Erlent

Eldgos hafið í grennd við Mexíkóborg

Yfirvöld í Mexíkó hafa gefið út viðvörun vegna þess að eldgos virðist hafið í eldfjallinu Popocatepetl sem er í um 70 kílómetra fjarlægð frá Mexíkóborg.

Ösku- og gufustrókur stendur nú upp af toppi fjallsins og íbúar í grenndinni segjast hafa heyrt miklar drunur í því. Af þessum sökum hefur skólum verið lokað í næsta nágrenni fjallsins og neyðarskýli reist.

Fjallið er það næsthæsta í Mexíkó og síðast þegar meiriháttar eldgos varð í því árið 2000 þurfti að flytja tugi þúsunda manna frá næstu héruðum í grennd við það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×