Fleiri fréttir Baby Doc snýr aftur Fyrrverandi einræðisherra Haítí, "Baby Doc" Duvalier, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir 25 ár í útlegð. Fréttavefur BBC segir ástæðu heimkomunna ólósa en Jean Claude Duvalier, eða Baby Doc, hann kom frá Frakklandi þar sem hann hefur búið frá því honum var steypt af stóli í byltingu árið 1986. 17.1.2011 08:14 Vill bæta ímynd flokksins Marine Le Pen var í gær kjörin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri flokksins. Hún tekur við af föður sínum, Jean-Marie Le Pen sem stofnaði flokkinn árið 1972. 17.1.2011 04:45 Skref á leiðinni í dýrlingatölu Benedikt páfi XVI. hefur formlega staðfest að forveri hans á páfastóli hafi gert kraftaverk. Staðfestingin er fyrsta skrefið í að koma Jóhannesi Páli páfa II. í dýrlingatölu, að því er BBC segir frá. 17.1.2011 02:30 Allir taki þátt í uppbyggingu Viðræður um myndun þjóðstjórnar hófust í gærmorgun milli forystumanna helstu stjórnmálaflokka í Túnis. 17.1.2011 01:00 Reykingar skaða á 30 mínútum Það tekur ekki 30 ár fyrir reykingar að skaða heilsuna, heldur aðeins 30 mínútur. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Minnesota birti nýverið. Rannsóknin tók til 12 sjúklinga og beindist að því hversu hratt ákveðin krabbameinsvaldandi kolefnissameindir í sígarettum hafa áhrif á líkamann. 16.1.2011 10:30 Nýr forseti tekinn við í Túnis Nýr forseti sór embættiseið í Túnis í gær eftir að forsetinn Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir og mótmæli í landinu fyrir helgi. Nýi forsetinn, Fúed Mebaza að nafni, var áður forseti þingsins, en hann hefur beðið forsætisráðherra landsins að mynda þjóðstjórn. 16.1.2011 09:56 Segir föður sinn hafa haft Alzheimer þegar hann var forseti Sonur Ronalds Reagans, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Ron Reagan, gefur í skyn í nýrri bók sem hann er að gefa út, að faðir hans hefði verið kominn með einkenni Alzheimers þegar hann var enn forseti Bandaríkjanna. 16.1.2011 06:00 Ákærð fyrir ólöglegar fegrunaraðgerðir - lokaði sárum með lími Alríkislögreglan hefur handtekið 36 ára konu sem er ákærð fyrir ólöglegar fegrunaraðgerðir í New York borg. Konan, sem heitir Whalesca Castillo, var búin að breyta íbúðinni sinni í litla skurðstofu. 15.1.2011 23:45 Lögreglumorðingja leitað í Bandaríkjunum Gríðarlega umfangsmikil leit fer nú fram í New Jersey og New York í Bandaríkjunum að 19 ára karlmanni sem myrti lögregluþjón í gærkvöldi. 15.1.2011 23:00 Forseti Túnis yfirgaf landið - 23 ára valdatíð lokið Zín al-Abidín Ben Alí, forseti Túnis, kom ásamt fjölskyldu sinni til Sádi Arabíu í gærkvöld eftir að hafa flúið miklar óeirðir í landinu. Þannig lauk 23 ára valdatíð forsetans, en forsætisráðherra landsins hefur tekið við forsetaembættinu tímabundið. 15.1.2011 09:35 Flóð á flóð ofan úti um allan heim Um 200 manns, sem fórust í flóðunum í Brasilíu á miðvikudag, voru jarðsettir í gær í bænum Teresopolis. Búist er við að tugir manna verði jarðsettir í viðbót í dag, og svo er reiknað með að á morgun verði um 300 manns jarðsungnir í þessum 150 þúsund manna bæ í fjallahéruðunum fyrir ofan Rio de Janeiro. 15.1.2011 07:00 Hundrað pílagrímar tróðust undir Indversk stjórnvöld fullyrða að rúmlega hundrað pílagrímar hafi látist í suðurhluta landsins í dag. Fólkið tróðst undir í lok árlegrar trúarhátíðar hindúa við helgidóminn í Sabarimala í héraðinu Kerala. 14.1.2011 23:30 Úrhelli torveldar björgunarstarf í Brasilíu Úrhellisrigning í Brasilíu hefur torveldað björgungarstarf á þeim svæðum sem orðið hafa einna verst úti í hamförunum undanfarna daga. Um er að ræða einhverjar verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu 14.1.2011 21:19 Forsetinn flúinn úr landi Forseti Túnis er flúinn er landi. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi í um 23 ár. 14.1.2011 20:13 Konunglegu tvíburarnir komnir heim Hinir konunglegu dönsku tvíburar sáust í fyrsta sinn opinberlega í dag þegar Friðrik Danaprins og Mary prinsessa héldu heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn með nýjustu meðlimi konungsfjölskyldunnar. 14.1.2011 18:25 Skoðið myndbandið -og tárist Elísabet Hughes er aðeins átta ára gömul. Hún hefur því sjálfsagt verið dálítið taugóstyrk þegar hún steig fram til þess að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir tólfþúsund áhorfendur fyrir íshokkíleik í Virginíu. 14.1.2011 15:11 Þingkonan er tvöfalt kraftaverk Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords hefur opnað augun og er farin að anda sjálf. Ef stutt er við hana getur hún setið á rúmstokknum og dinglað fótunum. 14.1.2011 14:19 Hreinsunarstarf að hefjast í Brisbane Íbúar Brisbane í Ástralíu eru nú byrjaðir að hreinsa til eftir flóðin miklu. Vatnsborðið er farið að lækka í sumum hverfum borgarinnar en að minnsta kosti 30 þúsund byggingar í borginni voru umluktar vatni. 14.1.2011 08:18 Goodluck nær öruggur um forsetakjör Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, vann í gær forkosningar í flokki sínum um hvern eigi að bjóða fram í næstu forsetakosningum sem fram fara í apríl. Það þýðir að það er næsta öruggt að hann sitji áfram á forsetastóli því flokkur hans hefur ráðið lögum og lofum í landinu frá árinu 1999 og unnið hverja einustu kosningu sem þar hefur farið fram síðan lýðræð var komið á. 14.1.2011 08:15 Talíbanar skipta um skoðun varðandi menntun kvenna Talíbanar í Afganistan hafa skipt um skoðun í menntamálum og eru ekki lengur andsnúnir því að konur gangi í skóla. Þegar Talíbanar réðu ríkjum í stærstum hluta landsins var konum bannað að stunda vinnu eða nám. Nú segjast þeir hins vegar vera á því að það sé í lagi að konur og stúlur gangi menntaveginn að því er fram kemur á vefsíðu BBC. 14.1.2011 08:13 Rúmlega fimm hundruð fórust í Brasilíu Nú er ljóst að rúmlega fimm hundruð manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Brasilíu og er um að ræða verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu. Miklar rigningar urðu þess valdandi að aurskriður féllu á nokkra bæi og eru þúsundir Brasilíumanna nú heimilislausins. Enn er leitað að látnum og slösuðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1967 féllu aurskriður í landinu sem drógu 430 til dauða og því ljóst að um meiri hamfarir er að ræða nú. 14.1.2011 08:11 Stúlkan borin til grafar Stúlkan sem var meðal þeirra sex sem létu lífið lífið í skotárás í Arizona á laugardag var borin til grafar í dag. Minningarathöfn um hana fór fram í kaþólskri kirkju í borginni Tucson. Christina Taylor Green var níu ára gömul en hún fæddist fáeinum klukkstundum eftir að fyrri flugvélinni var flogið á annan turn World Trade Center í New York 11. september 2001. 13.1.2011 22:43 Yfir 420 látnir í Brasilíu Að minnsta kosti 420 hafa látist í flóðunum skammt frá Rio de Janiero í Brasilíu en þeim hafa fylgt stórar aurskriður. Mikil flóð hafa verið í Brasilíu það sem af er ári og eru þúsundir heimilislausar vegna þeirra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Fjölda fólks er saknað svo óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka ennfrekar. 13.1.2011 22:12 Smábörn á vergangi í Ástralíu Börn allt niður í átján mánaða eru á vergangi vegna flóðanna í Queensland í Ástralíu, en þúsundir hafa flúið heimili sín. Samtökin Barnaheill - Save the children - þar í landi; hafa komið upp aðstöðu svo börn geti sem næst lifað eðlilegu lífi. 13.1.2011 19:03 Google borgar sig Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses. 13.1.2011 15:33 Mexíkó er morðingjabæli Yfir 34 þúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu sem hófst í Mexíkó árið 2006. Það var þá sem Felipe Calderon forseti landsins lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjabarónum. 13.1.2011 14:15 Stærsta pöntun flugsögunnar Indverska flugfélagið IndiGo hefur pantað eitthundrað og áttatíu Airbus 320 farþegaþotur frá Airbus verksmiðjunum. Þetta er stærsta einstaka pöntun í flugsögunni. 13.1.2011 13:45 Flóðin í hámarki í Queensland Flóðin í Queensland eru nú í hámarki og hafa þrír fjórðu hlutar fylkisins farið undir vatn. Anna Bligh fylkisstjóri segir að um mestu náttúruhamfarir í sögu hins Ástralska fylkis sé að ræða og að tugir þúsunda manna sjái nú fram á erfiða tíð við að lagfæra skemmdir eftir flóðin. Stórir hlutar stærstu borgar fylkisins, Brisbane, fóru undir vatn í gær og í nótt og segir Bligh að nú taki við uppbygging lík þeirri sem ráðast þurfi í eftir að stríð hefur geisað. Verst er ástandið í bænum Toowoomba þar sem hvert einasta hús er svo gott sem ónýtt. 13.1.2011 07:36 250 látast í flóðum í Brasilíu Það flæðir víðar á suðurhveli jarðar en í Ástralíu því gríðarleg flóð hafa verið í bæjum í Brasilíu nálægt Rio de Janeiro. Rúmlega 250 manns hafa látist í flóðunum en þeim hafa fylgt stórar aurskriður. 13.1.2011 07:07 Minningarathöfn í Tuscon Rúmlega fimmtán þúsund manns komu saman í Tuscon í Arizona í nótt að íslenskum tíma þegar Barack Obama bandaríkjaforseti minntist þeirra sex sem létust í skotárás í borginni á dögunum. Sextán aðrir slösuðust, þar á meðal þingkonan Gabrielle Giffords. 13.1.2011 06:58 Ofurölvi stal rútu Ölvaður maður var handtekinn eftir að hafa tekið langferðabíl traustataki í norska bænum Haugasundi aðfaranótt miðvikudags. Viðkomandi kvaðst hafa verið á leið til bæjarins Sveio, sem er í tæpra 20 kílómetra fjarlægð, en hann komst einungis hálfa leið áður en hann festist í vegarkanti. 13.1.2011 05:45 Flóðin lama miðborgina Miðborgin í Brisbane í Ástralíu er orðin hálfgerð draugaborg. Enginn er að störfum í skrifstofubyggingum, sem venjulega eru troðfullar af fólki. Íbúar á lægri svæðum borgarinnar hafa síðustu daga keppst við að flytja dýrmætar eigur sínar upp á efri hæðir húsa. Sumir hafa staflað húsgögnum upp á húsþakið hjá sér. Aðrir hafa komið sér fyrir á hærri slóðum í borginni eða næsta nágrenni hennar, þar sem þeir ætla að bíða af sér flóðin. 13.1.2011 05:30 Ótímabundinn dómur á 18 ára Átján ára danskur piltur var dæmdur til ótímabundinnar fangavistar fyrir nauðgun og tilraun til manndráps á þriðjudag. 13.1.2011 05:00 Stóð í ströngu fyrir árásina Jared Loughner, byssumaðurinn sem myrti sex manns og særði fjórtán að auki í matvöruverslun í Tucson á laugardag, var stöðvaður af lögreglu fyrir að aka yfir á rauðu ljósi nokkrum klukkustundum áður en hann framdi ódæðið. 13.1.2011 04:30 Ágreiningur um réttarhöld Í gær slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi í Líbanon. Ráðherrar Hezbollah-samtakanna og stuðningsmanna þeirra sögðu sig úr stjórninni vegna ágreinings um dómsrannsókn á morðinu á Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, árið 2005. 13.1.2011 04:00 Útgöngubann í höfuðborginni Útgöngubann var lagt á í Túnis, höfuðborg samnefnds ríkis í Norður-Afríku, eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu í miðborginni. 13.1.2011 03:15 Úrskurðar frá dómstól beðið Ítalir bíða nú úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um lög sem sett voru í mars og veita Silvio Berlusconi forsætisráðherra friðhelgi gagnvart tveimur dómsmálum. 13.1.2011 02:00 Tvö heitustu ár sögunnar Árið 2010 var jafn heitt og árið 2005, sem var heitasta árið sem sögur fara af, samkvæmt upplýsingum frá veðurgagnamiðstöð Bandaríkjanna. 13.1.2011 00:00 Flóðin ná hámarki á morgun Flóðin í Brisbane í Ástralíu ná hámarki á morgun. Talið er að þau byrji varla að sjatna fyrr en á föstudag eða laugardag. Tugir manna hafa þegar látið lífið í flóðunum. 12.1.2011 23:25 Flugmönnum kennt um dauða forsetans Flugmálayfirvöld í Rússlandi fullyrða að flugmenn flugvélar Lech Kaczynski forseta Póllands sem fórst í apríl á síðasta ári hafi átt sökina. Þeir hafi tekið gífurlega áhættu með fyrrgreindum afleiðingum. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins, hópur þingmanna ásamt seðlabankastjóra landsins. Alls voru 96 um borð í flugvélinni komst engin lífs af. 12.1.2011 20:34 Þjóðverjar verðlauna Travolta Bandaríski leikarinn John Travolta hlýtur virt þýsk kvikmyndaverðlaun í ár. Um er að ræða verðlaun í flokki leikara utan Þýskalands. 12.1.2011 20:21 Ekkja Hoppers stöðvar listaverkauppboð Bandaríski leikarinn Dennis Hopper var mikill listunnandi og safnaði meðal annars málverkum eftir fræga málara. 12.1.2011 14:27 Fuglar drápust úr ofdrykkju Íbúum bæjarins Constanta í austanverðri Rúmeníu var brugðið þegar þeir fundu tugi dauðra starra í útjaðri bæjarins um helgina. 12.1.2011 13:45 Svínaflensudauðsföll í Danmörku Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa látist úr svínaflensu í Árósum í Danmörku. Hvorugur þeirra var talinn í áhættuflokki vegna undirliggjandi sjúkdóma. 12.1.2011 11:32 Einum of alþýðleg Danska leyniþjónustan gnístir tönnum yfir Sólrúnu Lökke, eiginkonu Lars Lökke forsætisráðherra. Í Danmörku er talin mikil hætta á hryðjuverkaárásum. 12.1.2011 11:24 Sjá næstu 50 fréttir
Baby Doc snýr aftur Fyrrverandi einræðisherra Haítí, "Baby Doc" Duvalier, hefur snúið aftur til heimalands síns eftir 25 ár í útlegð. Fréttavefur BBC segir ástæðu heimkomunna ólósa en Jean Claude Duvalier, eða Baby Doc, hann kom frá Frakklandi þar sem hann hefur búið frá því honum var steypt af stóli í byltingu árið 1986. 17.1.2011 08:14
Vill bæta ímynd flokksins Marine Le Pen var í gær kjörin leiðtogi Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi eftir öruggan sigur í leiðtogakjöri flokksins. Hún tekur við af föður sínum, Jean-Marie Le Pen sem stofnaði flokkinn árið 1972. 17.1.2011 04:45
Skref á leiðinni í dýrlingatölu Benedikt páfi XVI. hefur formlega staðfest að forveri hans á páfastóli hafi gert kraftaverk. Staðfestingin er fyrsta skrefið í að koma Jóhannesi Páli páfa II. í dýrlingatölu, að því er BBC segir frá. 17.1.2011 02:30
Allir taki þátt í uppbyggingu Viðræður um myndun þjóðstjórnar hófust í gærmorgun milli forystumanna helstu stjórnmálaflokka í Túnis. 17.1.2011 01:00
Reykingar skaða á 30 mínútum Það tekur ekki 30 ár fyrir reykingar að skaða heilsuna, heldur aðeins 30 mínútur. Þetta kemur fram í rannsókn sem háskólinn í Minnesota birti nýverið. Rannsóknin tók til 12 sjúklinga og beindist að því hversu hratt ákveðin krabbameinsvaldandi kolefnissameindir í sígarettum hafa áhrif á líkamann. 16.1.2011 10:30
Nýr forseti tekinn við í Túnis Nýr forseti sór embættiseið í Túnis í gær eftir að forsetinn Zín al-Abi-dín Ben Alí flúði óeirðir og mótmæli í landinu fyrir helgi. Nýi forsetinn, Fúed Mebaza að nafni, var áður forseti þingsins, en hann hefur beðið forsætisráðherra landsins að mynda þjóðstjórn. 16.1.2011 09:56
Segir föður sinn hafa haft Alzheimer þegar hann var forseti Sonur Ronalds Reagans, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Ron Reagan, gefur í skyn í nýrri bók sem hann er að gefa út, að faðir hans hefði verið kominn með einkenni Alzheimers þegar hann var enn forseti Bandaríkjanna. 16.1.2011 06:00
Ákærð fyrir ólöglegar fegrunaraðgerðir - lokaði sárum með lími Alríkislögreglan hefur handtekið 36 ára konu sem er ákærð fyrir ólöglegar fegrunaraðgerðir í New York borg. Konan, sem heitir Whalesca Castillo, var búin að breyta íbúðinni sinni í litla skurðstofu. 15.1.2011 23:45
Lögreglumorðingja leitað í Bandaríkjunum Gríðarlega umfangsmikil leit fer nú fram í New Jersey og New York í Bandaríkjunum að 19 ára karlmanni sem myrti lögregluþjón í gærkvöldi. 15.1.2011 23:00
Forseti Túnis yfirgaf landið - 23 ára valdatíð lokið Zín al-Abidín Ben Alí, forseti Túnis, kom ásamt fjölskyldu sinni til Sádi Arabíu í gærkvöld eftir að hafa flúið miklar óeirðir í landinu. Þannig lauk 23 ára valdatíð forsetans, en forsætisráðherra landsins hefur tekið við forsetaembættinu tímabundið. 15.1.2011 09:35
Flóð á flóð ofan úti um allan heim Um 200 manns, sem fórust í flóðunum í Brasilíu á miðvikudag, voru jarðsettir í gær í bænum Teresopolis. Búist er við að tugir manna verði jarðsettir í viðbót í dag, og svo er reiknað með að á morgun verði um 300 manns jarðsungnir í þessum 150 þúsund manna bæ í fjallahéruðunum fyrir ofan Rio de Janeiro. 15.1.2011 07:00
Hundrað pílagrímar tróðust undir Indversk stjórnvöld fullyrða að rúmlega hundrað pílagrímar hafi látist í suðurhluta landsins í dag. Fólkið tróðst undir í lok árlegrar trúarhátíðar hindúa við helgidóminn í Sabarimala í héraðinu Kerala. 14.1.2011 23:30
Úrhelli torveldar björgunarstarf í Brasilíu Úrhellisrigning í Brasilíu hefur torveldað björgungarstarf á þeim svæðum sem orðið hafa einna verst úti í hamförunum undanfarna daga. Um er að ræða einhverjar verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu 14.1.2011 21:19
Forsetinn flúinn úr landi Forseti Túnis er flúinn er landi. Hann hefur stjórnað landinu með harðri hendi í um 23 ár. 14.1.2011 20:13
Konunglegu tvíburarnir komnir heim Hinir konunglegu dönsku tvíburar sáust í fyrsta sinn opinberlega í dag þegar Friðrik Danaprins og Mary prinsessa héldu heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn með nýjustu meðlimi konungsfjölskyldunnar. 14.1.2011 18:25
Skoðið myndbandið -og tárist Elísabet Hughes er aðeins átta ára gömul. Hún hefur því sjálfsagt verið dálítið taugóstyrk þegar hún steig fram til þess að syngja bandaríska þjóðsönginn fyrir tólfþúsund áhorfendur fyrir íshokkíleik í Virginíu. 14.1.2011 15:11
Þingkonan er tvöfalt kraftaverk Bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords hefur opnað augun og er farin að anda sjálf. Ef stutt er við hana getur hún setið á rúmstokknum og dinglað fótunum. 14.1.2011 14:19
Hreinsunarstarf að hefjast í Brisbane Íbúar Brisbane í Ástralíu eru nú byrjaðir að hreinsa til eftir flóðin miklu. Vatnsborðið er farið að lækka í sumum hverfum borgarinnar en að minnsta kosti 30 þúsund byggingar í borginni voru umluktar vatni. 14.1.2011 08:18
Goodluck nær öruggur um forsetakjör Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, vann í gær forkosningar í flokki sínum um hvern eigi að bjóða fram í næstu forsetakosningum sem fram fara í apríl. Það þýðir að það er næsta öruggt að hann sitji áfram á forsetastóli því flokkur hans hefur ráðið lögum og lofum í landinu frá árinu 1999 og unnið hverja einustu kosningu sem þar hefur farið fram síðan lýðræð var komið á. 14.1.2011 08:15
Talíbanar skipta um skoðun varðandi menntun kvenna Talíbanar í Afganistan hafa skipt um skoðun í menntamálum og eru ekki lengur andsnúnir því að konur gangi í skóla. Þegar Talíbanar réðu ríkjum í stærstum hluta landsins var konum bannað að stunda vinnu eða nám. Nú segjast þeir hins vegar vera á því að það sé í lagi að konur og stúlur gangi menntaveginn að því er fram kemur á vefsíðu BBC. 14.1.2011 08:13
Rúmlega fimm hundruð fórust í Brasilíu Nú er ljóst að rúmlega fimm hundruð manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Brasilíu og er um að ræða verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu. Miklar rigningar urðu þess valdandi að aurskriður féllu á nokkra bæi og eru þúsundir Brasilíumanna nú heimilislausins. Enn er leitað að látnum og slösuðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1967 féllu aurskriður í landinu sem drógu 430 til dauða og því ljóst að um meiri hamfarir er að ræða nú. 14.1.2011 08:11
Stúlkan borin til grafar Stúlkan sem var meðal þeirra sex sem létu lífið lífið í skotárás í Arizona á laugardag var borin til grafar í dag. Minningarathöfn um hana fór fram í kaþólskri kirkju í borginni Tucson. Christina Taylor Green var níu ára gömul en hún fæddist fáeinum klukkstundum eftir að fyrri flugvélinni var flogið á annan turn World Trade Center í New York 11. september 2001. 13.1.2011 22:43
Yfir 420 látnir í Brasilíu Að minnsta kosti 420 hafa látist í flóðunum skammt frá Rio de Janiero í Brasilíu en þeim hafa fylgt stórar aurskriður. Mikil flóð hafa verið í Brasilíu það sem af er ári og eru þúsundir heimilislausar vegna þeirra. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir. Fjölda fólks er saknað svo óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka ennfrekar. 13.1.2011 22:12
Smábörn á vergangi í Ástralíu Börn allt niður í átján mánaða eru á vergangi vegna flóðanna í Queensland í Ástralíu, en þúsundir hafa flúið heimili sín. Samtökin Barnaheill - Save the children - þar í landi; hafa komið upp aðstöðu svo börn geti sem næst lifað eðlilegu lífi. 13.1.2011 19:03
Google borgar sig Google stofnandinn Larry Page er nú kominn í bátaklúbb milljarðamæringanna. Hann tók rétt fyrir áramót við sextíu metra snekkju sem heitir Senses. 13.1.2011 15:33
Mexíkó er morðingjabæli Yfir 34 þúsund manns hafa fallið í eiturlyfjastríðinu sem hófst í Mexíkó árið 2006. Það var þá sem Felipe Calderon forseti landsins lýsti yfir stríði á hendur eiturlyfjabarónum. 13.1.2011 14:15
Stærsta pöntun flugsögunnar Indverska flugfélagið IndiGo hefur pantað eitthundrað og áttatíu Airbus 320 farþegaþotur frá Airbus verksmiðjunum. Þetta er stærsta einstaka pöntun í flugsögunni. 13.1.2011 13:45
Flóðin í hámarki í Queensland Flóðin í Queensland eru nú í hámarki og hafa þrír fjórðu hlutar fylkisins farið undir vatn. Anna Bligh fylkisstjóri segir að um mestu náttúruhamfarir í sögu hins Ástralska fylkis sé að ræða og að tugir þúsunda manna sjái nú fram á erfiða tíð við að lagfæra skemmdir eftir flóðin. Stórir hlutar stærstu borgar fylkisins, Brisbane, fóru undir vatn í gær og í nótt og segir Bligh að nú taki við uppbygging lík þeirri sem ráðast þurfi í eftir að stríð hefur geisað. Verst er ástandið í bænum Toowoomba þar sem hvert einasta hús er svo gott sem ónýtt. 13.1.2011 07:36
250 látast í flóðum í Brasilíu Það flæðir víðar á suðurhveli jarðar en í Ástralíu því gríðarleg flóð hafa verið í bæjum í Brasilíu nálægt Rio de Janeiro. Rúmlega 250 manns hafa látist í flóðunum en þeim hafa fylgt stórar aurskriður. 13.1.2011 07:07
Minningarathöfn í Tuscon Rúmlega fimmtán þúsund manns komu saman í Tuscon í Arizona í nótt að íslenskum tíma þegar Barack Obama bandaríkjaforseti minntist þeirra sex sem létust í skotárás í borginni á dögunum. Sextán aðrir slösuðust, þar á meðal þingkonan Gabrielle Giffords. 13.1.2011 06:58
Ofurölvi stal rútu Ölvaður maður var handtekinn eftir að hafa tekið langferðabíl traustataki í norska bænum Haugasundi aðfaranótt miðvikudags. Viðkomandi kvaðst hafa verið á leið til bæjarins Sveio, sem er í tæpra 20 kílómetra fjarlægð, en hann komst einungis hálfa leið áður en hann festist í vegarkanti. 13.1.2011 05:45
Flóðin lama miðborgina Miðborgin í Brisbane í Ástralíu er orðin hálfgerð draugaborg. Enginn er að störfum í skrifstofubyggingum, sem venjulega eru troðfullar af fólki. Íbúar á lægri svæðum borgarinnar hafa síðustu daga keppst við að flytja dýrmætar eigur sínar upp á efri hæðir húsa. Sumir hafa staflað húsgögnum upp á húsþakið hjá sér. Aðrir hafa komið sér fyrir á hærri slóðum í borginni eða næsta nágrenni hennar, þar sem þeir ætla að bíða af sér flóðin. 13.1.2011 05:30
Ótímabundinn dómur á 18 ára Átján ára danskur piltur var dæmdur til ótímabundinnar fangavistar fyrir nauðgun og tilraun til manndráps á þriðjudag. 13.1.2011 05:00
Stóð í ströngu fyrir árásina Jared Loughner, byssumaðurinn sem myrti sex manns og særði fjórtán að auki í matvöruverslun í Tucson á laugardag, var stöðvaður af lögreglu fyrir að aka yfir á rauðu ljósi nokkrum klukkustundum áður en hann framdi ódæðið. 13.1.2011 04:30
Ágreiningur um réttarhöld Í gær slitnaði upp úr ríkisstjórnarsamstarfi í Líbanon. Ráðherrar Hezbollah-samtakanna og stuðningsmanna þeirra sögðu sig úr stjórninni vegna ágreinings um dómsrannsókn á morðinu á Rafik Hariri, forsætisráðherra landsins, árið 2005. 13.1.2011 04:00
Útgöngubann í höfuðborginni Útgöngubann var lagt á í Túnis, höfuðborg samnefnds ríkis í Norður-Afríku, eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu í miðborginni. 13.1.2011 03:15
Úrskurðar frá dómstól beðið Ítalir bíða nú úrskurðar stjórnlagadómstóls landsins um lög sem sett voru í mars og veita Silvio Berlusconi forsætisráðherra friðhelgi gagnvart tveimur dómsmálum. 13.1.2011 02:00
Tvö heitustu ár sögunnar Árið 2010 var jafn heitt og árið 2005, sem var heitasta árið sem sögur fara af, samkvæmt upplýsingum frá veðurgagnamiðstöð Bandaríkjanna. 13.1.2011 00:00
Flóðin ná hámarki á morgun Flóðin í Brisbane í Ástralíu ná hámarki á morgun. Talið er að þau byrji varla að sjatna fyrr en á föstudag eða laugardag. Tugir manna hafa þegar látið lífið í flóðunum. 12.1.2011 23:25
Flugmönnum kennt um dauða forsetans Flugmálayfirvöld í Rússlandi fullyrða að flugmenn flugvélar Lech Kaczynski forseta Póllands sem fórst í apríl á síðasta ári hafi átt sökina. Þeir hafi tekið gífurlega áhættu með fyrrgreindum afleiðingum. Með forsetanum fórust María eiginkona hans og margir æðstu ráðamenn pólska hersins, hópur þingmanna ásamt seðlabankastjóra landsins. Alls voru 96 um borð í flugvélinni komst engin lífs af. 12.1.2011 20:34
Þjóðverjar verðlauna Travolta Bandaríski leikarinn John Travolta hlýtur virt þýsk kvikmyndaverðlaun í ár. Um er að ræða verðlaun í flokki leikara utan Þýskalands. 12.1.2011 20:21
Ekkja Hoppers stöðvar listaverkauppboð Bandaríski leikarinn Dennis Hopper var mikill listunnandi og safnaði meðal annars málverkum eftir fræga málara. 12.1.2011 14:27
Fuglar drápust úr ofdrykkju Íbúum bæjarins Constanta í austanverðri Rúmeníu var brugðið þegar þeir fundu tugi dauðra starra í útjaðri bæjarins um helgina. 12.1.2011 13:45
Svínaflensudauðsföll í Danmörku Tveir karlmenn á fimmtugsaldri hafa látist úr svínaflensu í Árósum í Danmörku. Hvorugur þeirra var talinn í áhættuflokki vegna undirliggjandi sjúkdóma. 12.1.2011 11:32
Einum of alþýðleg Danska leyniþjónustan gnístir tönnum yfir Sólrúnu Lökke, eiginkonu Lars Lökke forsætisráðherra. Í Danmörku er talin mikil hætta á hryðjuverkaárásum. 12.1.2011 11:24