Erlent

Stærsta pöntun flugsögunnar

Óli Tynes skrifar
Airbus 320 í litum IndiGo
Airbus 320 í litum IndiGo Mynd/Airbus

Indverska flugfélagið IndiGo hefur pantað eitthundrað og áttatíu Airbus 320 farþegaþotur frá Airbus verksmiðjunum. Þetta er stærsta einstaka pöntun í flugsögunni. IndiGo er stærsta lággjaldaflugfélag Indlands.

Meirihluti flugvélanna (150) verður af gerðinni Airbus 320neo. Sú útfáfa er með nýja sparneytnari hreyfla og sérhannaða vængenda. Samtals sparar þetta um 15 prósent í eldsneytiseyðslu miðað við eldri útgáfur. Útblástur minnkar að sama skapi þannig að þetta er frekar umhverfisvæn flugvél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×