Fleiri fréttir Lét lífið stuttu eftir svæfingu Conrad Murray, læknir söngvarans Michaels Jackson, sagðist hafa nuddað fætur söngvarans, borið krem á bak hans og gefið honum svefnlyf án árangurs nóttina örlagaríku í júní síðastliðnum, þegar Jackson lést. 12.1.2011 08:00 Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12.1.2011 06:00 Ástum steinbítanna lauk með harmleik „Steinbítshrygnan hrygndi um hálfáttaleytið [í fyrrakvöld]. Hængurinn hefði átt að taka við hrognaklasanum af henni en í staðinn át hann hrognin. Það voru mikil vonbrigði,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum. 12.1.2011 04:00 Enn sannfærður um sakleysi F. Lee Bailey, einn af lögmönnum O.J. Simpson, segir að mikilvæg sönnunargögn, sem ekki voru notuð við réttarhöldin yfir Simpson árið 1995, hefðu sýnt að hann væri saklaus af morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar. 12.1.2011 03:15 Segja árásina refsingu Guðs Þingmenn á ríkisþinginu í Arizona veltu því fyrir sér í gær að setja neyðarlög sem banna mótmæli við jarðarfarir. 12.1.2011 03:15 Elsta bruggverksmiðja í heimi fannst í Armeníu Elsta bruggverksmiðja í heimi fannst á dögunum í Armeníu. Hún er talin vera meira en 6100 ára gömul. Í helli í Armeníu, þar sem bruggverksmiðjan er talin hafa verið, fundust áhöld til að brugga og drekka vínið. Daily Mail segir að þessi fornleifafundur gefi vísbendingar um að það hafi verið Armenar sem fyrstir hafi byrjað að brugga vín. 11.1.2011 23:05 Sármóðgaðir Bretar - Obama segist vera meiri vinur Sarkozy Gula pressan í Bretlandi er sármóðguð eftir að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sagði á fundi í Hvíta húsinu ásamt forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, að hann væri besti bandamaðurinn. 11.1.2011 22:00 Von á fleiri skjölum frá Wikileaks Julian Assange kom fyrir dómara í Lundúnum í dag þar sem tekin var fyrir framsalsbeiðni Svíþjóðar á hendur honum. Sú fyrirtaka tók aðeins 10 mínútur og verður ekki fram haldið fyrr en sjöunda febrúar. Assange sagði fréttamönnum að WikiLeaks muni á næstunni herða mjög birtingu sína á leyndarskjölum. 11.1.2011 22:12 Húsbóndi í guðanna bænum borgaðu Bæjarstjórnin í litlu sveitaþorpi í Sviss var orðinn svo þreytt á slugsi íbúanna við að borga hundaskattinn sinn að hún endurvakti lög frá árinu 1904. Samkvæmt þeim er yfirvöldum heimilt að drepa hunda þeirra sem ekki borga leyfisgjaldið. 11.1.2011 20:15 Hart tekið á stúdentum eftir óeirðir Átján ára gamall breskur námsmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir framgöngu sína í stúdentaóeirðum í Lundúnum í desember síðastliðnum. 11.1.2011 14:38 Kortlagði árásir á innflytjendur Sænska leyniskyttan í Malmö sem skaut á innflytjendur er talin hafa kortlagt sumar árásir sínar. Hinn 38 ára gamli Peter Mangs hefur verið ákærður fyrir þrjú morð og tíu morðtilraunir. 11.1.2011 12:24 Breskt herskip afturreka frá Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa synjað bresku herskipi um leyfi til að koma þar til hafnar. Það var gert til þess að styðja tilkall Argentínu til Falklandseyja. 11.1.2011 11:38 Douglas laus við krabbameinsæxli Leikarinn Michael Douglas hefur upplýst að hann sé laus við krabbameinsæxli í hálsi sem hann hefur barist við undanfarin misseri. 11.1.2011 10:18 Rokkið er dautt Rokkið er dautt, að minnsta kosti ef marka má breska smáskífulistann fyrir síðasta ár. 11.1.2011 10:14 Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11.1.2011 08:18 Allar Airbus vélar Qantas aftur í loftið Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja á fulla notkun á risaþotunni Airbus A380 en vélarnar voru kyrrsettar fyrir tveimur mánuðum þegar hreyfill einnar þeirrar sprakk í loft upp. Félagið hafði þegar hafið notkun á vélinni í styttri ferðum en ferðir yfir kyrrahafið hafa legið niðri. Það breytist á sunnudaginn kemur þegar fyrsta ferðin verður farin frá Melbourne til Los Angeles. Sprengingin í hreyflinum, sem er frá Rolls Royce hefur verið rakin til olíuleka sem nú hefur verið komið í veg fyrir. 11.1.2011 08:09 Vopnahlésloforð nægir ekki Stjórnvöld á Spáni gefa lítið fyrir vopnahlésyfirlýsingu sem aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, sendu frá sér í gær. 11.1.2011 05:00 Átta létust í flóði í Ástralíu Að minnsta kosti átta létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í gær. Ellefu til viðbótar er saknað. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. 11.1.2011 04:00 Læknar segjast vera bjartsýnir Átta manns eru enn á sjúkrahúsi eftir skotárásina í Tucson í Arizona á laugardag. Þingkonan Gabrielle Giffords er enn í lífshættu og fimm aðrir eru þungt haldnir. 11.1.2011 03:30 Láti Austur-Jerúsalem eiga sig Sendiherrar 25 aðildarríkja Evrópusambandsins í Jerúsalem og Ramallah skora á leiðtoga Evrópusambandsins að líta á Austur-Jerúsalem sem framtíðarhöfuðborg Palestínuríkis. 11.1.2011 03:15 Varð milli fyrir misskilning Sænskur maður varð um helgina 200 milljónum íslenskum krónum ríkari fyrir misskilning. Hann hefur um margra ára skeið keypt veðhlaupamiða á laugardögum og ætlaði að halda þeim sið á laugardaginn. 10.1.2011 20:45 Fjórir fórust í flóði í Ástralíu Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í dag. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. Björgunarmenn unnu mörg afrek við að bjarga fólki af húsþökum. Sumum þurfti að bjarga af þökum bíla sinna. Mestu flóð í fimmtíu ár hafa hrjáð Ástrala undanfarna daga. Flóðasvæðið hefur verið stærra en Frakkland og Þýskaland samanlagt. 10.1.2011 18:16 Hóta verkfalli á brúðkaupsdaginn Stjórnendur neðarnjarðarlesta í Lundúnum hafa hótað því að fara í verkfall á brúðkaupsdegi þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Þau gifta sig 29. apríl næstkomandi. 10.1.2011 15:01 Hópdauði dýra algengur í náttúrunni Það er alvanalegt að fuglar og dýr drepist í stórum hópum og þar er ekkert samhengi á milli, segja líffræðingar sem Associated Press fréttastofan hefur leitað til. 10.1.2011 14:07 ETA lýsa yfir endanlegu vopnahléi á Spáni Aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni, ETA, hafa lýst yfir endanlegu vopnahléi í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. 10.1.2011 12:25 Farþegarnir höfðu það verulega skítt Skemmtiferðaskipið Radiance of the Seas varð að snúa aftur til Tampa í Florida í síðustu viku eftir að yfir 150 farþegar fengu svo alvarlega magakveisu að þeir héldu að mestu til á klósettinu. 10.1.2011 10:46 Sarah Palin fjarlægir dauðalistann af heimasíðu sinni Sarah Palin hefur fjarlægt riffilsigti sem beindist að Arizona á landakorti á heimasíðu hennar. Þingkonan Grabrielle Gifford sem var skotin í höfuðið um helgina var þingmaður demokrata í Arizona. 10.1.2011 10:18 Komu til þess að ræna gamalmenni Fjórir Rúmenar eru fyrir rétti í Noregi sakaðir um að hafa komið gagngert til landsins til þess að ræna gamalt fólk. Þeir beittu oft hrottalegu ofbeldi við ránin. 10.1.2011 10:03 Facebook floppar í Japan Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook. 10.1.2011 08:58 Loughner ákærður fyrir banatilræði Bandarísk alríkisyfirvöld hafa ákært manninn sem skaut sex til bana í Túson í Arizóna á laugardag. Hinn 22 ára gamli Jared Loughner hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða þingkonuna Gabrielle Giffords og fyrir að myrða tvo aðra opinbera starfsmenn. 10.1.2011 08:41 Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu. 10.1.2011 08:02 Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði. 10.1.2011 07:12 Dásamlegur dagur Kaupmannahöfn, AP Dönsku konungshjónin eru að vonum himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprinsparið María og Friðrik eignaðist á laugardag. 10.1.2011 03:00 Danskur hermaður fórst Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær. 10.1.2011 02:00 Baskar mótmæla fangaflutningum Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk. 9.1.2011 22:00 „Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“ Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega. 9.1.2011 18:35 Viktoría Beckham ófrísk David og Viktoría Beckham eiga von á sínu fjórða barni í sumar, samkvæmt talsmanni hjónanna. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz. 9.1.2011 16:59 Kjósa um sjálfstæði landsins Milljónir manna hafa mætt á kjörstað í Suður-Súdan í dag og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins frá norðurhluta landsins. Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba. 9.1.2011 14:49 Drottningin: Þetta er dásamlegur dagur Dönsku konungshjónin eru himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna sem krónprinsparið eignaðist í gær. Margrét Þórhildur drottning heimsótti tengadóttur sína Maríu og soninn Friðrik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær. 9.1.2011 14:30 Skotárás í Bandaríkjunum: Leita að vitorðsmanni Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust. 9.1.2011 12:05 Síðasta afmælið sem alþýðustúlka Katrín Middelton væntanleg prinsessa af Bretlandi heldur í dag í síðasta skipti upp á afmæli sitt sem venjuleg alþýðustúlka, en hún mun ganga að eiga Vilhjálm prins hinn 29. apríl næst komandi. 9.1.2011 09:47 Þingmaðurinn alvarlega særður Gabrielle Giffords þingmaður demókrata frá Arizona í Bandaríkjunum er alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir skotárás í gærkvöldi. 9.1.2011 09:28 Bandarískur þingmaður skotinn í höfuðið Gabrielle Giffords þingmaður í Bandaríkjunum var skotinn fyrr í kvöld í bænum Tucson í Arizona. Fjölmiðlar vestra segja að hún hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Talsmaður hennar segir hinsvegar að hún sé ekki látin og sé í aðgerð. 8.1.2011 19:16 Fundu 15 hauslaus lík í Mexíkó Lík fimmtán karlmanna á aldrinum 15 til 25 ára fundust í morgun nærri verslunarmiðstöð í ferðamannabænum Acapulco í Mexíkó. Höfuðin af mönnum höfðu öll verið skorin af. Málið er í rannsókn en talið er að það tengist eiturlyfjaheiminum. Þúsundir hafa látist síðustu ár í ofbeldi tengdu eiturlyfjum sem hefur verið stórt vandamál í landinu. 8.1.2011 15:22 Skotinn til bana á Vesturbakkanum: „Guð er almáttugur“ Ísraelski herinn skaut palestínskan mann við landamæri á Vesturbakkanum í morgun. Talsmaður hersins segir að leigubíll hafi komið upp að landamærasvæðinu og út hafi stigið maður sem gekk rösklega að hermönnum. Hann hafi öskrað: „Guð er almáttugur“ á arabísku og hafi verið með „grunsamlegan hlut“ í hendinni. 8.1.2011 14:28 Sjá næstu 50 fréttir
Lét lífið stuttu eftir svæfingu Conrad Murray, læknir söngvarans Michaels Jackson, sagðist hafa nuddað fætur söngvarans, borið krem á bak hans og gefið honum svefnlyf án árangurs nóttina örlagaríku í júní síðastliðnum, þegar Jackson lést. 12.1.2011 08:00
Íbúar í Brisbane búa sig undir stórflóð Það var engu líkara en að tsunami-flóðbylgja hefði skollið á bænum Toowoomba í Ástralíu á mánudag. Gluggarúður sprungu í húsum og bílar þeyttust upp í tré og skoppuðu í flóðinu eins og korktappar. 12.1.2011 06:00
Ástum steinbítanna lauk með harmleik „Steinbítshrygnan hrygndi um hálfáttaleytið [í fyrrakvöld]. Hængurinn hefði átt að taka við hrognaklasanum af henni en í staðinn át hann hrognin. Það voru mikil vonbrigði,“ segir Margrét Lilja Magnúsdóttir, safnstjóri Sæheima í Vestmannaeyjum. 12.1.2011 04:00
Enn sannfærður um sakleysi F. Lee Bailey, einn af lögmönnum O.J. Simpson, segir að mikilvæg sönnunargögn, sem ekki voru notuð við réttarhöldin yfir Simpson árið 1995, hefðu sýnt að hann væri saklaus af morðinu á fyrrverandi eiginkonu sinni og elskhuga hennar. 12.1.2011 03:15
Segja árásina refsingu Guðs Þingmenn á ríkisþinginu í Arizona veltu því fyrir sér í gær að setja neyðarlög sem banna mótmæli við jarðarfarir. 12.1.2011 03:15
Elsta bruggverksmiðja í heimi fannst í Armeníu Elsta bruggverksmiðja í heimi fannst á dögunum í Armeníu. Hún er talin vera meira en 6100 ára gömul. Í helli í Armeníu, þar sem bruggverksmiðjan er talin hafa verið, fundust áhöld til að brugga og drekka vínið. Daily Mail segir að þessi fornleifafundur gefi vísbendingar um að það hafi verið Armenar sem fyrstir hafi byrjað að brugga vín. 11.1.2011 23:05
Sármóðgaðir Bretar - Obama segist vera meiri vinur Sarkozy Gula pressan í Bretlandi er sármóðguð eftir að forseti Bandaríkjanna, Barack Obama, sagði á fundi í Hvíta húsinu ásamt forseta Frakklands, Nicolas Sarkozy, að hann væri besti bandamaðurinn. 11.1.2011 22:00
Von á fleiri skjölum frá Wikileaks Julian Assange kom fyrir dómara í Lundúnum í dag þar sem tekin var fyrir framsalsbeiðni Svíþjóðar á hendur honum. Sú fyrirtaka tók aðeins 10 mínútur og verður ekki fram haldið fyrr en sjöunda febrúar. Assange sagði fréttamönnum að WikiLeaks muni á næstunni herða mjög birtingu sína á leyndarskjölum. 11.1.2011 22:12
Húsbóndi í guðanna bænum borgaðu Bæjarstjórnin í litlu sveitaþorpi í Sviss var orðinn svo þreytt á slugsi íbúanna við að borga hundaskattinn sinn að hún endurvakti lög frá árinu 1904. Samkvæmt þeim er yfirvöldum heimilt að drepa hunda þeirra sem ekki borga leyfisgjaldið. 11.1.2011 20:15
Hart tekið á stúdentum eftir óeirðir Átján ára gamall breskur námsmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi fyrir framgöngu sína í stúdentaóeirðum í Lundúnum í desember síðastliðnum. 11.1.2011 14:38
Kortlagði árásir á innflytjendur Sænska leyniskyttan í Malmö sem skaut á innflytjendur er talin hafa kortlagt sumar árásir sínar. Hinn 38 ára gamli Peter Mangs hefur verið ákærður fyrir þrjú morð og tíu morðtilraunir. 11.1.2011 12:24
Breskt herskip afturreka frá Brasilíu Stjórnvöld í Brasilíu hafa synjað bresku herskipi um leyfi til að koma þar til hafnar. Það var gert til þess að styðja tilkall Argentínu til Falklandseyja. 11.1.2011 11:38
Douglas laus við krabbameinsæxli Leikarinn Michael Douglas hefur upplýst að hann sé laus við krabbameinsæxli í hálsi sem hann hefur barist við undanfarin misseri. 11.1.2011 10:18
Rokkið er dautt Rokkið er dautt, að minnsta kosti ef marka má breska smáskífulistann fyrir síðasta ár. 11.1.2011 10:14
Þúsundir íbúa Brisbane flýja flóð Flóðin sem hrellt hafa íbúa Ástralíu síðustu daga virðast aðeins færast í aukana. Lögreglan í Brisbane í Queensland, þriðju stærstu borg Ástralíu, hvetur nú íbúa í úthverfum borgarinnar til þess að yfirgefa heimili sín þar sem flóðgarðar séu við það að rofna. 11.1.2011 08:18
Allar Airbus vélar Qantas aftur í loftið Ástralska flugfélagið Qantas hefur ákveðið að hefja á fulla notkun á risaþotunni Airbus A380 en vélarnar voru kyrrsettar fyrir tveimur mánuðum þegar hreyfill einnar þeirrar sprakk í loft upp. Félagið hafði þegar hafið notkun á vélinni í styttri ferðum en ferðir yfir kyrrahafið hafa legið niðri. Það breytist á sunnudaginn kemur þegar fyrsta ferðin verður farin frá Melbourne til Los Angeles. Sprengingin í hreyflinum, sem er frá Rolls Royce hefur verið rakin til olíuleka sem nú hefur verið komið í veg fyrir. 11.1.2011 08:09
Vopnahlésloforð nægir ekki Stjórnvöld á Spáni gefa lítið fyrir vopnahlésyfirlýsingu sem aðskilnaðarsamtök Baska, ETA, sendu frá sér í gær. 11.1.2011 05:00
Átta létust í flóði í Ástralíu Að minnsta kosti átta létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í gær. Ellefu til viðbótar er saknað. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. 11.1.2011 04:00
Læknar segjast vera bjartsýnir Átta manns eru enn á sjúkrahúsi eftir skotárásina í Tucson í Arizona á laugardag. Þingkonan Gabrielle Giffords er enn í lífshættu og fimm aðrir eru þungt haldnir. 11.1.2011 03:30
Láti Austur-Jerúsalem eiga sig Sendiherrar 25 aðildarríkja Evrópusambandsins í Jerúsalem og Ramallah skora á leiðtoga Evrópusambandsins að líta á Austur-Jerúsalem sem framtíðarhöfuðborg Palestínuríkis. 11.1.2011 03:15
Varð milli fyrir misskilning Sænskur maður varð um helgina 200 milljónum íslenskum krónum ríkari fyrir misskilning. Hann hefur um margra ára skeið keypt veðhlaupamiða á laugardögum og ætlaði að halda þeim sið á laugardaginn. 10.1.2011 20:45
Fjórir fórust í flóði í Ástralíu Að minnsta kosti fjórir létu lífið þegar skyndilegt flóð skall á bænum Toowoomba í Ástralíu í dag. Vatnsflaumurinn var svo sterkur að hann sópaði með sér bílum um götur bæjarins. Björgunarmenn unnu mörg afrek við að bjarga fólki af húsþökum. Sumum þurfti að bjarga af þökum bíla sinna. Mestu flóð í fimmtíu ár hafa hrjáð Ástrala undanfarna daga. Flóðasvæðið hefur verið stærra en Frakkland og Þýskaland samanlagt. 10.1.2011 18:16
Hóta verkfalli á brúðkaupsdaginn Stjórnendur neðarnjarðarlesta í Lundúnum hafa hótað því að fara í verkfall á brúðkaupsdegi þeirra Vilhjálms prins og Kate Middleton. Þau gifta sig 29. apríl næstkomandi. 10.1.2011 15:01
Hópdauði dýra algengur í náttúrunni Það er alvanalegt að fuglar og dýr drepist í stórum hópum og þar er ekkert samhengi á milli, segja líffræðingar sem Associated Press fréttastofan hefur leitað til. 10.1.2011 14:07
ETA lýsa yfir endanlegu vopnahléi á Spáni Aðskilnaðarsamtök Baska á Spáni, ETA, hafa lýst yfir endanlegu vopnahléi í baráttu sinni fyrir sjálfstæðu ríki Baska. 10.1.2011 12:25
Farþegarnir höfðu það verulega skítt Skemmtiferðaskipið Radiance of the Seas varð að snúa aftur til Tampa í Florida í síðustu viku eftir að yfir 150 farþegar fengu svo alvarlega magakveisu að þeir héldu að mestu til á klósettinu. 10.1.2011 10:46
Sarah Palin fjarlægir dauðalistann af heimasíðu sinni Sarah Palin hefur fjarlægt riffilsigti sem beindist að Arizona á landakorti á heimasíðu hennar. Þingkonan Grabrielle Gifford sem var skotin í höfuðið um helgina var þingmaður demokrata í Arizona. 10.1.2011 10:18
Komu til þess að ræna gamalmenni Fjórir Rúmenar eru fyrir rétti í Noregi sakaðir um að hafa komið gagngert til landsins til þess að ræna gamalt fólk. Þeir beittu oft hrottalegu ofbeldi við ránin. 10.1.2011 10:03
Facebook floppar í Japan Þrátt fyrir að Mark Zuckerberg, hinn 26 ára gamli stofnandi Facebook samskiptasíðunnar sé maður ársins hjá Time, og þrátt fyrir að bróðurpartur tæknivæddra jarðarbúa sé með Facebook-síðu, eru Japanir ekki að kaupa hugmyndina að Facebook. 10.1.2011 08:58
Loughner ákærður fyrir banatilræði Bandarísk alríkisyfirvöld hafa ákært manninn sem skaut sex til bana í Túson í Arizóna á laugardag. Hinn 22 ára gamli Jared Loughner hefur verið ákærður fyrir að reyna að myrða þingkonuna Gabrielle Giffords og fyrir að myrða tvo aðra opinbera starfsmenn. 10.1.2011 08:41
Virgin neitar að borga gjöld á Heathrow Breska flugfélagið Virgin Atlantic, sem er að mestu í eigu auðkýfingsins Richard Branson, ætlar ekki að greiða rekstraraðilum Heathrow flugvallar þau gjöld sem það skuldar þeim. Félagið segir ástæðuna vera hve illa flugvallaryfirvöld stóðu sig þegar frosthörkur gengu yfir Bretland fyrir jól, sem orsakaði gríðarlegar tafir hjá flugfélögum og mikið tap. Forstjóri Virgin segir félagið hafa tapað milljónum punda og því verði lendingargjöld og önnur gjöld ekki greidd fyrr en ítarleg rannsókn hafi farið fram á málinu. 10.1.2011 08:02
Að minnsta kosti 77 fórust í flugslysi Að minnsta kosti sjötíu og sjö fórust þegar farþegaflugvél með rúmlega hundrað manns hrapaði í norðvesturhluta Írans í gær. Vélin var af gerðinni Boeing 727 og var að koma frá höfuðborginni Teheran þegar hún hrapaði. 10.1.2011 07:12
Dásamlegur dagur Kaupmannahöfn, AP Dönsku konungshjónin eru að vonum himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna, stráks og stelpu, sem krónprinsparið María og Friðrik eignaðist á laugardag. 10.1.2011 03:00
Danskur hermaður fórst Kaupmannahöfn, AP Danskur hermaður fórst eftir að vegasprengja sprakk í suðurhluta Afganistans í gær. 10.1.2011 02:00
Baskar mótmæla fangaflutningum Um fjörtíu þúsund manns komu saman í Bilbaó í Baskalandi á Spáni í morgun til að mótmæla flutningi baskneskra fanga í fangelsi fjarri heimilum þeirra. Um er að ræða liðsmenn ETA hreyfingarinnar sem sitja inni fyrir andóf og hryðjuverk. 9.1.2011 22:00
„Þetta er harmleikur allrar þjóðarinnar“ Lögreglustjóri í Arizona segir að fólk verði að átta sig á því að hatursfull umræða atvinnumanna í fjölmiðlum hafi afleiðingar. Rúmlega tvítugur maður skaut sex manns til bana á stjórnmálafundi í fylkinu í gær og særði þingkonu lífshættulega. 9.1.2011 18:35
Viktoría Beckham ófrísk David og Viktoría Beckham eiga von á sínu fjórða barni í sumar, samkvæmt talsmanni hjónanna. Fyrir eiga þau strákana Brooklyn, Romeo og Cruz. 9.1.2011 16:59
Kjósa um sjálfstæði landsins Milljónir manna hafa mætt á kjörstað í Suður-Súdan í dag og greitt atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði landsins frá norðurhluta landsins. Langar biðraðir hafa myndast í morgun fyrir framan kjörstaði í höfuðborg landsins, Juba. 9.1.2011 14:49
Drottningin: Þetta er dásamlegur dagur Dönsku konungshjónin eru himinlifandi yfir fæðingu tvíburanna sem krónprinsparið eignaðist í gær. Margrét Þórhildur drottning heimsótti tengadóttur sína Maríu og soninn Friðrik á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn í gær. 9.1.2011 14:30
Skotárás í Bandaríkjunum: Leita að vitorðsmanni Gabrielle Giffords þingmaður Arizona á Bandaríkjaþingi liggur mikið særð á sjúkrahúsi í Tuscon í Arizona eftir skotárásina í gærdag. Bænavaka var haldin fyrir utan skrifstofu Giffords í borginni í gærkvöldi til að minnast þeirra sem misstu lífið í skotárásinni og fyrir bata þeirra sem særðust. 9.1.2011 12:05
Síðasta afmælið sem alþýðustúlka Katrín Middelton væntanleg prinsessa af Bretlandi heldur í dag í síðasta skipti upp á afmæli sitt sem venjuleg alþýðustúlka, en hún mun ganga að eiga Vilhjálm prins hinn 29. apríl næst komandi. 9.1.2011 09:47
Þingmaðurinn alvarlega særður Gabrielle Giffords þingmaður demókrata frá Arizona í Bandaríkjunum er alvarlega særð á sjúkrahúsi eftir skotárás í gærkvöldi. 9.1.2011 09:28
Bandarískur þingmaður skotinn í höfuðið Gabrielle Giffords þingmaður í Bandaríkjunum var skotinn fyrr í kvöld í bænum Tucson í Arizona. Fjölmiðlar vestra segja að hún hafi látist af sárum sínum á sjúkrahúsi. Talsmaður hennar segir hinsvegar að hún sé ekki látin og sé í aðgerð. 8.1.2011 19:16
Fundu 15 hauslaus lík í Mexíkó Lík fimmtán karlmanna á aldrinum 15 til 25 ára fundust í morgun nærri verslunarmiðstöð í ferðamannabænum Acapulco í Mexíkó. Höfuðin af mönnum höfðu öll verið skorin af. Málið er í rannsókn en talið er að það tengist eiturlyfjaheiminum. Þúsundir hafa látist síðustu ár í ofbeldi tengdu eiturlyfjum sem hefur verið stórt vandamál í landinu. 8.1.2011 15:22
Skotinn til bana á Vesturbakkanum: „Guð er almáttugur“ Ísraelski herinn skaut palestínskan mann við landamæri á Vesturbakkanum í morgun. Talsmaður hersins segir að leigubíll hafi komið upp að landamærasvæðinu og út hafi stigið maður sem gekk rösklega að hermönnum. Hann hafi öskrað: „Guð er almáttugur“ á arabísku og hafi verið með „grunsamlegan hlut“ í hendinni. 8.1.2011 14:28