Erlent

Talíbanar skipta um skoðun varðandi menntun kvenna

Talíbanar í Afganistan hafa skipt um skoðun í menntamálum og eru ekki lengur andsnúnir því að konur gangi í skóla. Þegar Talíbanar réðu ríkjum í stærstum hluta landsins var konum bannað að stunda vinnu eða nám. Nú segjast þeir hins vegar vera á því að það sé í lagi að konur og stúlur gangi menntaveginn að því er fram kemur á vefsíðu BBC.

Þetta er enn eitt skrefið sem virðist hafa verið stigið í landinu til þess að koma á einhverskonar friði, en Hamid Karzai forseti Afganistan hefur verið í viðræðum við hátt setta Talíbana frá því í október í þeim tilgangi að reyna að binda enda á stríðið í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×