Erlent

Goodluck nær öruggur um forsetakjör

Goodluck Jonathan.
Goodluck Jonathan.

Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, vann í gær forkosningar í flokki sínum um hvern eigi að bjóða fram í næstu forsetakosningum sem fram fara í apríl. Það þýðir að það er næsta öruggt að hann sitji áfram á forsetastóli því flokkur hans hefur ráðið lögum og lofum í landinu frá árinu 1999 og unnið hverja einustu kosningu sem þar hefur farið fram síðan lýðræð var komið á.

Goodluck Jonathan settist á forsetastól á síðasta ári þegar fyrirrennari hans lést í embætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×