Flóðin lama miðborgina 13. janúar 2011 05:30 Heilu hverfin í Brisbane eru nánast komin á kaf.Fréttablaðið/AP Miðborgin í Brisbane í Ástralíu er orðin hálfgerð draugaborg. Enginn er að störfum í skrifstofubyggingum, sem venjulega eru troðfullar af fólki. Íbúar á lægri svæðum borgarinnar hafa síðustu daga keppst við að flytja dýrmætar eigur sínar upp á efri hæðir húsa. Sumir hafa staflað húsgögnum upp á húsþakið hjá sér. Aðrir hafa komið sér fyrir á hærri slóðum í borginni eða næsta nágrenni hennar, þar sem þeir ætla að bíða af sér flóðin. Flestar götur í miðborginni og nágrenni hennar eru lokaðar og fólk fór ferða sinna á kajökum, árabátum eða jafnvel á brimbrettum. Á þriðjudaginn flæddi yfir bakka Brisbane-fljóts, sem rennur í gegnum borgina, og hefur vatnsborðið verið að hækka jafnt og þétt síðan. Flóðin í borginni ná líklega hámarki í dag og byrja ekki að sjatna fyrr en í fyrsta lagi á laugardag, að því er veðurfræðingar spá. Talið er að vatn muni flæða inn í tuttugu þúsund íbúðir í borginni, sem er höfuðborg Queensland-héraðs. Tugir manna hafa þegar látið lífið í flóðunum í Queensland, sem rekja má til mikillar úrkomu sem hófst í nóvember með þeim afleiðingum að ár tóku smám saman að flæða yfir bakka sína. Nú eru flóðin að ná til Brisbane, sem er neðst við ströndina, en áður hafa þau valdið usla og skemmdum í smærri bæjum og byggðum, sem standa ofar. Flóðin eru með þeim verstu sem þekkst hafa í sögu Ástralíu. Nýjustu spár benda þó til þess að vatnshæðin verði heldur minni en árið 1974 þegar ástandið var með versta móti. „Þetta er samt mikill viðburður. Borgin er miklu stærri og miklu fjölmennari og margir borgarhlutar fara undir vatnið núna sem voru ekki til árið 1974,“ segir Anna Bligh, forsætisráðherra í Queensland-héraði. Ljóst er að flóðin í Queensland verða Áströlum dýrkeyptari en nokkrar aðrar náttúruhamfarir hafa orðið. Sérfræðingum reiknast svo til að tjónið verði metið á nærri 600 milljarða króna. Kolanámur í héraðinu hafa verið lokaðar síðustu daga og uppskera er víða ónýt með öllu. Um sjötíu þúsund heimili í Queensland voru án rafmagns og ákveðið var að loka fyrir rafmagn í miðborg Brisbane af öryggisástæðum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Miðborgin í Brisbane í Ástralíu er orðin hálfgerð draugaborg. Enginn er að störfum í skrifstofubyggingum, sem venjulega eru troðfullar af fólki. Íbúar á lægri svæðum borgarinnar hafa síðustu daga keppst við að flytja dýrmætar eigur sínar upp á efri hæðir húsa. Sumir hafa staflað húsgögnum upp á húsþakið hjá sér. Aðrir hafa komið sér fyrir á hærri slóðum í borginni eða næsta nágrenni hennar, þar sem þeir ætla að bíða af sér flóðin. Flestar götur í miðborginni og nágrenni hennar eru lokaðar og fólk fór ferða sinna á kajökum, árabátum eða jafnvel á brimbrettum. Á þriðjudaginn flæddi yfir bakka Brisbane-fljóts, sem rennur í gegnum borgina, og hefur vatnsborðið verið að hækka jafnt og þétt síðan. Flóðin í borginni ná líklega hámarki í dag og byrja ekki að sjatna fyrr en í fyrsta lagi á laugardag, að því er veðurfræðingar spá. Talið er að vatn muni flæða inn í tuttugu þúsund íbúðir í borginni, sem er höfuðborg Queensland-héraðs. Tugir manna hafa þegar látið lífið í flóðunum í Queensland, sem rekja má til mikillar úrkomu sem hófst í nóvember með þeim afleiðingum að ár tóku smám saman að flæða yfir bakka sína. Nú eru flóðin að ná til Brisbane, sem er neðst við ströndina, en áður hafa þau valdið usla og skemmdum í smærri bæjum og byggðum, sem standa ofar. Flóðin eru með þeim verstu sem þekkst hafa í sögu Ástralíu. Nýjustu spár benda þó til þess að vatnshæðin verði heldur minni en árið 1974 þegar ástandið var með versta móti. „Þetta er samt mikill viðburður. Borgin er miklu stærri og miklu fjölmennari og margir borgarhlutar fara undir vatnið núna sem voru ekki til árið 1974,“ segir Anna Bligh, forsætisráðherra í Queensland-héraði. Ljóst er að flóðin í Queensland verða Áströlum dýrkeyptari en nokkrar aðrar náttúruhamfarir hafa orðið. Sérfræðingum reiknast svo til að tjónið verði metið á nærri 600 milljarða króna. Kolanámur í héraðinu hafa verið lokaðar síðustu daga og uppskera er víða ónýt með öllu. Um sjötíu þúsund heimili í Queensland voru án rafmagns og ákveðið var að loka fyrir rafmagn í miðborg Brisbane af öryggisástæðum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent