Erlent

Tvö heitustu ár sögunnar

Árið 2010 var jafn heitt og árið 2005, sem var heitasta árið sem sögur fara af, samkvæmt upplýsingum frá veðurgagnamiðstöð Bandaríkjanna.

Meðaltalshiti á jörðunni síðastliðið ár var 0,62 gráðum hærri en árið 2009. Alls hafa þá níu af tíu heitustu árunum frá því mælingar hófust komið á þessari öld, en tíunda heitasta árið var 1998. Er þá miðað við upphaf mælinga árið 1880. Árið 2010 var jafnframt úrkomusamasta ár sögunnar. - gb










Fleiri fréttir

Sjá meira


×