Erlent

Skref á leiðinni í dýrlingatölu

Jóhannes Páll páfi II. var með parkisonsveiki. Frönsk nunna sem haldin var sama sjúkdómi læknaðist stuttu eftir andlát páfa.
Jóhannes Páll páfi II. var með parkisonsveiki. Frönsk nunna sem haldin var sama sjúkdómi læknaðist stuttu eftir andlát páfa.

Benedikt páfi XVI. hefur formlega staðfest að forveri hans á páfastóli hafi gert kraftaverk. Staðfestingin er fyrsta skrefið í að koma Jóhannesi Páli páfa II. í dýrlingatölu, að því er BBC segir frá.

Kraftaverkið sem honum er eignað er að hafa læknað nunnu af parkinsonsveikinni.

Franska nunnan Marie Simon-Pierre, sem er á fimmtugsaldri, segir parkinsonsveikina hafa horfið um tveimur mánuðum eftir dauða páfa árið 2005, en hún og aðrar nunnur hafi beðið til hans. Læknar kaþólsku kirkjunnar telja enga aðra skýringu en kraftaverk koma til greina. - bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×