Erlent

Rúmlega fimm hundruð fórust í Brasilíu

MYND/AP
Nú er ljóst að rúmlega fimm hundruð manns hafa látist í miklum flóðum í suðurhluta Brasilíu og er um að ræða verstu náttúruhamfarir í marga áratugi í landinu. Miklar rigningar urðu þess valdandi að aurskriður féllu á nokkra bæi og eru þúsundir Brasilíumanna nú heimilislausins. Enn er leitað að látnum og slösuðum og óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. Árið 1967 féllu aurskriður í landinu sem drógu 430 til dauða og því ljóst að um meiri hamfarir er að ræða nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×