Erlent

Flóðin ná hámarki á morgun

Frá Brisbane í dag. Um tvær milljónir íbúa búa í borginni. Mynd/AP
Frá Brisbane í dag. Um tvær milljónir íbúa búa í borginni. Mynd/AP
Flóðin í Brisbane í Ástralíu ná hámarki á morgun. Talið er að þau byrji varla að sjatna fyrr en á föstudag eða laugardag. Tugir manna hafa þegar látið lífið í flóðunum.

Sírenur voru þeyttar í Brisbane í dag þegar vatn byrjaði að flæða yfir stíflur og steyptist niður í miðborgina. Í þeim hverfum borgarinnar sem liggja lægst fóru umferðarljós í kaf. Búist er við að á um 30 þúsund íbúðarhús afir undir vatn.

Yfir 20 manns hafa látið lífið og yfir 40 er saknað í flóðunum í Queensland í Ástralíu. Þetta eru mestu flóð sem hafa orðið í landinu í yfir 100 ár. Skemmdir hlaupa á hundruðum milljarða króna.

Íbúar Brisbane hafa undanfarna daga verið að flytja sig af þeim svæðum sem liggja lægst. Þeir hafa lítið getað haft með sér nema smáhluti en búist er við að yfir 20 þúsund íbúðarhús fari undir vatn. Sumar hafa reynt að hlaða húsgögnum upp á þök húsa sinna en alls óvíst er að það dugi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×