Erlent

Forseti Túnis yfirgaf landið - 23 ára valdatíð lokið

Zín al-Abidín Ben Alí.
Zín al-Abidín Ben Alí.

Zín al-Abidín Ben Alí, forseti Túnis, kom ásamt fjölskyldu sinni til Sádi Arabíu í gærkvöld eftir að hafa flúið miklar óeirðir í landinu. Þannig lauk 23 ára valdatíð forsetans, en forsætisráðherra landsins hefur tekið við forsetaembættinu tímabundið.

Enn er þó ekki víst hvort mótmælendur muni sætta sig við hinn nýja leiðtoga landsins, en þeir hafa þegar hótað því að fara aftur út á götur landsins í dag. Ýmis teikn voru á lofti um að mótmæli í landinu hefðu farið úr böndunum í gær, en hópar óeirðaseggja fóru ránshendi um í gær og kveiktu í byggingum, og skothvellir ómuðu um höfuðborg landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×