Erlent

Styðja WikiLeaks hermanninn

Óli Tynes skrifar
Bradley Manning.
Bradley Manning.

Stuðningsmenn bandaríska hermannsins Bradley Mannings ætla að halda útifundi honum til stuðnings í nítján borgum Bandaríkjanna í dag.

Manning var handtekinn fyrir að láta Wikileaks í té myndir af þyrluárás í Írak þar sem óbreyttir borgarar féllu.

Meðal þeirra voru tveir fréttamenn Reuters fréttastofunnar. Bradley Manning er 22 ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×