Erlent

Fimmtán þúsund evrópsk ungmenni myrt á ári

Óli Tynes skrifar
Hnífar eru algengustu morðtólin.
Hnífar eru algengustu morðtólin.

Alþjóða heilbrigðisstofnuninn segir að fjörutíu evrópsk ungmenni séu myrt á hverjum einasta degi allan ársins hring. Það eru um 15 þúsund morð á ári.

Með ungmennum er stofnunin að tala um fólk á aldrinum 10-29 ára. Flest morðin eru framin í Rússlandi, Albaníu og Kazakstan.

Þetta er fyrsta skýrsla Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar um ofbeldi gegn ungmennum. Þar segir að 40 prósent morðanna séu framin með hnífum eða öðrum eggvopnum.

Skotvopn og kyrkingar koma þar á eftir. Morð eru þriðja algengasta dánarorsök ungmenna á eftir bílslysum og sjálfsmorðum. Rannóknin náði til 53 Evrópuríkja.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×