Erlent

20 létust í lestarslysi á Indlandi

Björgunarmenn við störf.
Björgunarmenn við störf. MYND/AP

Að minnsta kosti tuttugu fórust í lestarslysi á Indlandi í dag og eru um fimmtíu slasaðir. Slysið varð með þeim hætti að vöruflutningalest skall framan á farþegalest sem var kyrrstæð á lestarteinunum skammt frá brautarstöðinni í bænum Badarwas sem er nálægt stórborginni Bhopal.

Að sögn lögreglu á svæðinu er óttast að tala látinna muni hækka. Lestarslys eru tíð á Indlandi en daglega ferðast um átján milljónir manna með lestum í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×