Erlent

Mjótt á mununum í Svíþjóð

Kosningar í Stokkhólmi.
Kosningar í Stokkhólmi.

Níu milljónir Svía ganga að kjörborðinu í dag í þessu fjölmennasta ríki Norðurlandanna. Kannanir benda til að mjótt verði á munum milli bandalags mið- og hægriflokka annars vegar og bandalags vinstriflokkanna hins vegar.

Fleiri kannanir benda þó til að mið- og hægrimenn hafi betur og að Fredrik Reinsfeldt forsætisráðherra verði því áfram við stjórnvölinn.

Nýr flokkur, Sænskir demókratar, sem berst gegn veru innflytjenda í landinu, gæti náð mönnum á þing í fyrsta skipti. Ef Reinfeldt heldur velli, verður það í fyrsta skipti frá því á þriðja áratugnum sem leiðtogi á hægri væng sænskra stjórnmála nær endurkjöri eftir að hafa setið fullt kjörtímabil við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×