Erlent

Leiðtogaskipti framundan í Norður-Kóreu

Allar líkur eru á að leiðtogaskipti séu í uppsiglingu í Norður Kóreu og að Kim Jong-un taki við stöðunni. Kim er yngsti sonur Kim Jong-il núverandi leiðtoga landsins.

Hin opinbera fréttastofa landsins tilkynnti í gærkvöldi að boðað hefði verið til flokksþings Kommúnistaflokksins í næstu viku en slíkt þing hefur ekki verið haldið síðan 1980 þegar Kim Jong-il var hækkaður í tign en hann tók síðan við leiðtogastöðu landsins árið 1994.

Kim Jong-il er orðinn 68 ára gamall og glímir við slæma heilsu í kjölfar heilablóðfalls fyrir tveimur árum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×