Erlent

Grunaður hryðjuverkamaður handtekinn í Amsterdam

Schipol flugvöllurinn í Amsterdam.
Schipol flugvöllurinn í Amsterdam.

Breskur karlmaður af sómölskum uppruna var handtekinn í Hollandi í dag vegna gruns um tengsl við hryðjuverkasamtök í Sómalíu.

Breskir fjölmiðlar greina frá því að maðurinn hafi flogið frá John Lennon flugvellinum í Liverpool til Schiphol flugvallarins í Amsterdam. Ekki er vitað hversvegna maðurinn fékk að yfirgefa Bretland til að byrja með.

Samkvæmt vefsíðu The Daily Telegraph þá hafði breska leyniþjónustan samband við Hollensk yfirvöld sem varð til þess að maðurinn var handtekinn. Hann var ekki með nein sprengiefni á sér en talið er að hann hafi verið á leiðinni til Sómalíu í hryðjuverkaþjálfun.

Bresk yfirvöld einbeita sér í auknu mæli að sómölsku hryðjuverkasamtökunum al-Shabaab sem eru nátengd Al-kaída.

Öryggisfræðingar í Bretlandi telja næstu hryðjuverkaógn vera breska karlmenn sem fá hryðjuverkaþjálfun í Sómalíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×