Erlent

Vill vinna bug á ríkishallanum

Alan Greenspan
Alan Greenspan
Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, mælir fyrir því að stjórnvöld vestanhafs hækki skatta svo þau geti unnið bug á hallarekstri.

Þetta þykir óvenjulegur viðsnúningur hjá Greenspan, sem var seðlabankastjóri á árunum 1987 til byrjun árs 2006, enda studdi hann skattalækkanir í tíð George W. Bush forseta og hefur fram til þessa talið hækkun þeirra hafa neikvæð áhrif. Bloomberg-fréttaveitan bendir á að Greenspan hafi ekki talið skattalækkanirnar koma illa við hið opinbera þá vegna þess að afgangur var af fjárlögum. Aðstæður séu aðrar nú. - jab



Fleiri fréttir

Sjá meira


×