Erlent

Vísbendingar um tengsl milli kvefs og offitu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Daily Mail segir frá því að veira sem er skyld kvefveiru geti haft áhrif á offitu. Mynd/ AFP.
Daily Mail segir frá því að veira sem er skyld kvefveiru geti haft áhrif á offitu. Mynd/ AFP.
Börn sem sýkjast af einskonar kvefveiru þegar þau eru ung eru líklegri til þess að verða of feit, segja visindamenn.

Hugsanlegt er að veiran, sem orsakar hósta og hita og breiðist út með handsnertingu, hafi einnig áhrif á fitufrumur og valdi því að þær margfaldast og valdið þannig umtalsverðri þyngdaraukningu, segir í Daily Mail.

Þetta sýna niðurstöður vísindamanna við Kaliforníuháskóla í San Diego. Þeir rannsökuðu mótefni í 124 börnum á aldrinum átta ára til átján ára sem höfðu sýkst af veirunni AD-36

Mótefnin fundust í 15 af þeim 67 börnum sem voru offeit en einungis í fjórum af þeim 57 börnum sem voru í meðalþyngd, segja rannsakendurnir í vísindaritinu Pediatrics. Börnin sem höfðu sýkst af veirunni voru að meðaltali 25 kílóum þyngri að meðaltali.

Ekki liggur ljóst fyrir að hve miklu leyti þessi veira getur útskýrt offitu en eins flest öllum er kunnugt geta þættir eins og hreyfingarleysi og slæmt mataræði einnig útskýrt offitu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×