Erlent

Hávaðarifrildi við Sarkozy

Nicolas Sarkozy frá Frakklandi og Traian Barescu frá Rúmeníu. fréttablaðið/AP
Nicolas Sarkozy frá Frakklandi og Traian Barescu frá Rúmeníu. fréttablaðið/AP
Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti átti í hörkurifrildi við aðra leiðtoga Evrópusambandsríkjanna á leiðtogafundi þeirra í Brussel í gær.

Sarkozy var afar ósáttur við gagnrýni Evrópusambandsins á aðgerðir franskra stjórnvalda gegn sígaunum, eða rómafólki eins og þeir nefna sig sjálfir.

Sérstaklega gagnrýndi Sarkozy að Vivane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn ESB, hafi líkt brottflutningi rómafólks frá Frakklandi við útrýmingarherferð nasista á hendur gyðingum.- gb



Fleiri fréttir

Sjá meira


×