Erlent

Paris Hilton sleppur með skilorðsbundin dóm

Leikkonan og partýljónið Paris Hilton sleppur með skilorðsbundin dóm þegar hún kemur fyrir dómara í dag Í Las Vegas. Hún er ákærð fyrir að hafa haft kókaín í fórum sínum í borginni í lok síðasta mánaðar.

Samkvæmt frétt um málið á CNN mun Hilton sleppa við fangelsisvist. Lögmaður hennar hefur náð samningi við ákæruvaldið um að Hilton játi á sig tvö minniháttar brot á fíkniefnalöggjöfinni og fái í staðinn sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir hvort brotið eða samanlagt ár á skilorði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×