Fleiri fréttir

Myrti móður sína á banabeði

Maður skaut sig til bana á hinum virta Johns Hopkins spítala í Baltimore í Bandaríkjunum í morgun. Áður en hann tók eigið líf hafði hann skotið sjúka móður sína til bana sem lá á spítalanum og sært lækni hennar alvarlega.

Fátækum fjölgar í Bandaríkjunum

Fátækum í Bandaríkjunum hefur fjölgað um fjórar milljónir á einu ári. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá bandarísku Hagstofunni en þær sýna að einn af hverjum sjö bandaríkjunum eru við eða undir fátæktarmörkum.

Páfi hittir erkibiskupinn af Kantaraborg

Benedikt páfi, sem kom til Bretlandseyja í gær, verður í höfuðborginni Lundúnum í dag. Hann mun meðal annars standa fyrir bænastund með erkibiskupnum af Kantaraborg í Lambeth höll auk þess sem hann mun messa yfir fjögurþúsund ungmennum í St'Marys háskólanum.

Var reiður vegna skopmyndanna

Téténski sprengjumaðurinn Lors Doukaiev, sem handtekinn var í Kaupmannahöfn á föstudag, hefur árum saman verið fullur reiði vegna skopmyndanna af Múhameð spámanni, sem danska dagblaðið Jyllandsposten birti haustið 2005.

Listakona flýr múslima

Bandarísk listakona er farin í felur eftir að múslimaklerkur kvað upp dauðadóm yfir henni.

Fugl úr martröð

Ótrúlega heillegur og vel varðveittur steingervingur sem fannst í Chile hefur leitt fram á sjónarsviðið stærsta og skelfilegasta fugl sem við höfum nokkrum sinnum séð.

Sprengjumaður reiddist veggjakroti

Ástæðan fyrir því að sprengjumaðurinn svokallaði lagði leið sína til Danmerkur er sögð sú að hann reiddist mjög veggjakroti sem hann sá í Kaupmannahöfn árið 2008.

Frakkar harðlega gagnrýndir

Leiðtogar Evrópusambandsins koma saman í dag til þess að ræða sameiginlega utanríkisstefnu sambandsins en búist er við að fundurinn snúist mest um deilu framkvæmdastjóra sambandsins við Frakka, sem hafa ákveðið að vísa sígaunum úr landi í massavís.

Páfinn heimsækir Bretland

Búist er við tugþúsundum manna á götum Edinborgar í Skotlandi í dag þegar Benedikt páfi kemur í heimsókn til borgarinnar. Páfi mun byrja á því að hitta Elísabetu Bretadrottningu og síðan fer hann í skrúðgöngu um borgina. Síðar mun hann verða viðstaddur útimessu í Glasgow.

Reynt að stöðva viðræðurnar

Herskáir Palestínumenn vörpuðu nokkrum sprengjum yfir landamærin til Ísraels. Ekkert tjón varð, enda heimatilbúnar sprengjurnar ekki með stýribúnað.

Reykingar bannaðar á Times torgi

Borgarstjóri New York, Michael Bloomberg, tilkynnti í dag að það væri bannað að reykja á og nálægt hinu heimsfræga Times torgi. Þá má ekki heldur reykja á Broadway torgi né nokkurstaðar í Central Park.

Tel Aviv í björtu báli -myndband

Hamas samtökin á Gaza ströndinni hafa sent frá sér myndband sem sýnir Tel Aviv í ljósum logum í lokaorrustu Ísraela og islamista.

Hóta hryðjuverkum gegn bönkum og bankastjórum

Hryðjuverkasamtökin the Real IRA hafa hótað því að taka upp árásir að nýju á meginlandi Bretlands eyja. Í þetta skiptið verða bankar og bankastjórar aðal skotmörkin.

Bandaríkjamenn hrífast af teboðinu

Teboðshreyfingin svokallaða sækir í sig veðrið í Bandaríkjunum og vann enn einn kosningasigurinn í nótt. Teboðshreyfingin, eða The Tea Party Movement, er grasrótarhreyfing innan Repúblikanaflokksins sem telst enn hægrisinnaðri en flokksforystan. Þessa dagana kjósa repúblikanar á milli frambjóðenda til kosninga til Öldungadeildarinnar á Bandaríkjaþingi sem fram fara í nóvember.

George Michael í grjótið

Breska poppstjarnan George Michael var í gær dæmdur í átta vikna fangelsi fyrir að hafa klessukeyrt Range Rover jeppann sinn undir áhrifum kannabisefna.

Lítið vitað um sprengjumann

Danska lögreglan og Evrópulögreglan EUROPOL auglýstu í gær eftir upplýsingum um sprengjumanninn, sem særðist lítillega þegar sprengja sprakk á hótelsalerni í Kaupmannahöfn á föstudaginn var.

Eru óvissir um framtíðina

Þýskir fjárfestar hafa ekki verið jákvæðari frá í desember 2007, eða um það leyti sem fjármálakreppan lét á sér kræla. Þeir telja hins vegar horfurnar dökkar á næstu sex mánuðum, samkvæmt niðurstöðum Zew-væntingavísitölunnar.

Engin sátt um landtökurnar

Önnur umferð viðræðna Ísraela og Palestínumanna fór fram í borginni Sharm El-Sheikh í Egyptalandi í gær og stóð í tæpar tvær klukkustundir.

Sagðist þakklát forseta Írans

„Ég er þakklát,“ sagði Sarah Shourd, 32 ára bandarísk kona, sem látin var laus úr fangelsi í Íran í gær. Áður en hún fór úr landi þakkaði hún bæði írönskum stjórnvöldum og öllum öðrum ríkisstjórnum og einstaklingum sem unnu að því að fá hana látna lausa.

Eiffel-turninn rýmdur

Eiffel-turninn var rýmdur í dag vegna sprengjuhótunar en um tvö þúsund ferðamenn voru í turninum þegar hótunin barst.

Mýflugur að drepa Dani

Viðkvæmir Danir eru að verða vitlausir á verstu mýflugnaplágu sem þeir hafa upplifað í seinni tíð.

Fimmtán fórust í flugslysi

Fimmtán fórust í flugslysi í Venesúela í gærkvöldi þegar flugvél á vegum ríkisflugfélagsins Conviasa skall til jarðar skömmu eftir flugtak í borginni Ciudad Guyana.

Fermetrinn á 22 milljónir

Bræðurnir Christian og Nick Candy, fyrrverandi viðskiptavinir Kaupþings í Bretlandi, hafa selt þakíbúð sína í Monte Carlo í Mónakó fyrir 190 milljónir punda, jafnvirði rúmra 36 milljarða króna.

Endurbótum þarf að hraða

Viviane Reding, sem fer með dómsmál í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, segir nauðsynlegt að umbætur á fyrirkomulagi dómsmála í Króatíu virki eins og til er ætlast áður en landið getur fengið aðild að ESB.

Sigurlíkur Reinfeldts aukast

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra og leiðtogi sænskra hægri manna, þótti standa sig heldur betur en Mona Sahlin, leiðtogi sósíaldemókrata, í sjónvarpseinvígi á sunnudagskvöldið.

Eldklerkur veldur uppþotum í Kasmír

Talið er að eldklerkurinn Terry Jones hafi meðal annars valdið uppþoti í Kasmír í dag en minnsta kosti fjórtán eru látnir í átökunum og yfir 60 hafa særst.

Sprengjumaðurinn felur uppruna sinn

Sprengjumaðurinn í Danmörku hefur lagt töluvert á sig til þess að fela uppruna sinn. Danska lögreglan er engu nær um hver hann er eða hvaðan hann kom.

Bræðrabylta á sjó -myndband

Menn geta verið uppfinningasamir í sjósporti. Eins og þessir ungu menn sem datt í hug að draga tvær gúmmítuðrur á eftir hraðbát.

Treystir ekki Írönum

Yfirmaður kjarnorkueftirlitsnefndar Sameinuðu þjóðanna segir að hann geti ekki staðfest að kjarnorkuáætlun Írana sé friðsamleg, þar sem þeir sýni eftirlitsmönnum sínum ekki fulla samvinnu.

Nýfætt barn skilið eftir í flugvél

Öryggisverði um borð í flugvél frá Gulf Air sem var nýlent á flugvellinum í Manila á Filipseyjum brá heldur betur í brún þegar hann sá hreyfingu í svörtum ruslapoka sem átti að bera út úr flugvélinni.

Beinar útsendingar á YouTube

YouTube, stærsta vefmyndskeiðasíða í heimi, ætlar í dag og á morgun að senda út myndefni í beinni útsendingu. Ef vel tekst til ætla forsvarsmenn vefsíðunnar að senda beint efni reglulega hér eftir. „Við erum að hugsa beinar útsendingar sem næsta kafla í netsjónvarpi," segir Joshua Siegel, framleiðslustjóri hjá YouTube.

Sjá næstu 50 fréttir