Erlent

Námuverkamennirnir verða lokaðir inni í nokkrar vikur í viðbót

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Björgunarsveitarmaður vinnur að björgun námuverkamannanna í Chile. Mynd/ afp.
Björgunarsveitarmaður vinnur að björgun námuverkamannanna í Chile. Mynd/ afp.
Björgunarliði í Chile hefur tekist að bora 30 sentimetra breiða holu niður til námuverkamanna sem hafa setið fastir í námu 700 metrum ofan í jörðinni. Þetta segja embættismenn í Chile.

Námuverkamennirnir verða þó að vera hið minnsta sex vikur í viðbót í gull- og koparnámunni. Það tekur nefnilega sinn tíma að víkka holuna. Hún þarf að vera 70 sentimetrar að breidd til að hægt sé að ná verkamönnunum upp.

Öflugur bor, sem er venjulegast notaður á borpalla, verður nýttur til að stækka gatið og vinnan með honum mun hefjast innan skamms. Námuverkamennirnir 33 lokuðust inni í námunni þegar að hún hrundi þann 5. ágúst síðastliðinn. Þeir hafa fengið vatn, mat, lyf og ýmislegt til að stytta sér stundir með í gegnum þrjú lítil göt sem voru boruð.

Það var Danmarks Radio sem sagði frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×