Erlent

Víst klauf Móses Rauða hafið

Óli Tynes skrifar
göngum yfir gilið...
göngum yfir gilið...

Í Biblíunni segir frá því að þegar Móses leiddi ísraelíta út úr Egyptalandi hafi þeir lent í gildru með Rauða hafið á aðra hönd og hersveitir faraós á hina.

Móses lyfti staf sínum og bað til himna. Og sjá, mikill austanvindur blés alla nóttina og klauf. hafið. Móses og ísraelítar gengu þar yfir þurrum fótum.

En þegar hersveitir faraós ætluðu að elta þá dó vindurinn og hafið gleypti sveitirnar. Bandarískir vísindamenn sem hafa skoðað fornar heimildir hafa nú fundið stað þar sem þetta gæti hafa gerst.

Það er rétt sunnanmegin við Miðjarðarhafið. Þar var dýpið sex fet. Þar var innsjór eða stöðuvatn sem kallaðist Tanis. Út í það féll fyrir 3000 árum kvísl úr Nílarfljóti. Hún rann meðfram nesi sem gekk út í Tanis.

Tölvulíkan leiddi í ljós að ef austanvindur sem var 28 metrar á sekúndu hefði blásið í tólf klukkustundir hefði það dugað til þess snúa við streymi árinnar við nesoddinn og blása vatni frá ströndinni. Þetta hefði haldist í fjórar klukkustundir.

Þá hefði orðið til landbrú, þriggja kílómetra löng og um fimm kílómetra breið.

Go, Moses.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×