Fleiri fréttir

Hjónabönd samkynhneigðra ekki mannréttindi

Það voru tveir Austurríkismenn sem fóru með mál sitt fyrir mannréttindadómstólinn eftir að þeim var synjað um að ganga í hjónaband á þeim forsendum að það gilti aðeins fyrir samband manns og konu.

Óeirðir í Grikklandi

Þúsundir ferðamanna á Grikklandi hafa enn orðið fyrir miklum truflunum vegna verkfalla.

Blackwater aftur á kreik

Bandaríski herinn hefur enn gert samning við einkafyrirtækið Blackwater um öryggisgæslu, að þessu sinni í Afganistan.

Mótframlög koma frá Íslandi

Styrkir frá ESB jafna ekki út allan kostnað Íslendinga við aðildarviðræður. Óljóst er hve stór hluti framlaga úr IPA-sjóðum Evrópusambandsins kemur til lækkunar á beinum kostnaði Íslands vegna aðildarviðræðna við Evrópusambandið.

Brotthvarf hersins gæti tafist

David Petraeus herforingi, sem tók við af hinum brottrekna Stanley McChrystal sem yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan, segist ætla að meta það undir árslok hvort hann mæli með því að brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan verði teygt á langinn.

Grikkir mótmæla sparnaði

Tugir grímuklæddra ungmenna lentu í átökum við lögreglu í gær í Aþenu, höfuðborg Grikklands, á mótmælafundi sem verkalýðsfélög efndu til í tengslum við allsherjarverkfall gegn aðhaldsaðgerðum stjórnvalda.

Slegist um röntgenmyndir Marilyn

Röntgenmyndir af Marilyn Monroe voru slegnar á metverði á uppboði í Las Vegas í gær. Þetta voru þrjár myndir sem teknar voru af leikkonunni þegar hún heimsótti spítala í Hollywood árið 1954. Hún var þá 28 ára gömul.

Sögulegur samningur Kína og Taiwans

Samningurinn felst í stuttu máli í því að tollar eru afnumdir af hundruðum vöruflokka. Það verður væntanlega til þess að auka enn viðskipti milli landanna sem þegar nema 110 milljörðum dala árlega.

Eftirspurn eftir Noriega

Manuel Noriega fyrrverandi leiðtogi Panama er nú fyrir rétti í París. Þar á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist

Fyrstu hvalirnir á leið í land

Hvalur 8, annað tveggja hvalveiðiskipa sem hófu stórhvelaveilðar í gær, er nú á landleið með tvær langreyðar, sem skipverjar skutu djúpt suður af landinu í gær.

Milljarða styrkir fyrir aðildarviðræður

Um miðjan júlí bætist Ísland á lista þeirra ríkja, sem njóta stuðnings úr sjóðum Evrópusambandsins til að fara í aðildarviðræður og búa sig undir hugsanlega aðild. Ákveðið hefur verið að næstu þrjú árin fái Ísland ríflega fjóra milljarða króna úr sjóðunum.

Petr Necas hefur tekið við

Tékkland Petr Necas, leiðtogi íhaldsmanna í Tékklandi, tók í gær við forsætisráðherraembætti landsins. Flokkur hans, Borgaralegi lýðræðisflokkurinn, hefur myndað stjórn ásamt tveimur öðrum hægri og miðjuflokkum.

Stuðningur ESB við krónuna?

Í áliti meirihluta utanríkismálanefndar frá 9. júlí 2009 um þingsályktunartillögu um aðildarumsókn, sem þá lá fyrir Alþingi og var síðan samþykkt, segir að „komi til aðildarviðræðna beri að leggja kapp á að viðræður um gjaldmiðilsmál verði forgangsverkefni í viðræðuferlinu og því eigi að leita eftir samkomulagi við ESB og ECB um stuðning við krónuna.“

Bann við skammbyssueign stjórnarskrárbrot

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að bann við skammbyssueign, sem hefur verið í gildi í Chicago, brjóti gegn stjórnarskrá landsins. Dómurinn gæti breytt lögum um byssueign í mörgum ríkjum Bandaríkjanna.

Lést eftir árekstur við dauðadrukkna „Melrose Place" stjörnu

Margir muna eflaust eftir Amy Locane-Bovenizer, sem lék Sandy Louise Harling, í þáttunum vinsælu „Melrose Place". Á sunnudaginn lék áfengi þessa fyrrum sjónvarpsstjörnu grátt þegar hún varð völd að dauða konu eftir ofsaakstur undir áhrifum áfengis.

Hneykslisdómarinn fær lífverði

Dómarinn sem dæmdi leik Bretlands og Þýskalands í Suður-Afríku er svo hataður að yfirvöld hafa látið hann hafa lífverði úr víkingasveit lögreglunnar.

Konan vildi stöngina inn

Lögreglan í úthverfi Kaupmannahafnar var send að íbúðarhúsi þar í gær eftir að nágrannar tilkynntu um háværar hjónaerjur.

Íranar senda ekki skip til Gaza

Íranar hafa hætt við að senda skip með hjálpargögn til Gaza. Þess í stað munu tíu íranskir þingmenn fara til Líbanons og þar um borð í skip sem á að sigla til strandarinnar.

Norskur lax að horast

Norðmenn eru uggandi yfir því að smálaxar sem hafa snúið aftur í árnar á vesturströnd landsins undanfarin ár hafa verið horaðir og ekki vel á sig komnir.

Hundruð manna handtekin

Kanada,AP Þúsundir mótmælenda gengu um götur Toronto í Kanada í gær vegna fundar G20-ríkjanna þar í borg. Hópar börðust við óeirðalögreglu; kveikt var í bílum og rúður brotnar í verslunum og skrifstofubyggingum. Samkvæmt fréttaskeytum í gær höfðu tæplega 500 manns verið handteknir í gærkvöldi. Lögregla gerir ráð fyrir að átök við mótmælendur haldi áfram á meðan fundinum stendur. Engar fregnir hafa þó borist af því að mótmælendur eða lögreglumenn hafi slasast alvarlega til þessa.

Hafa lært á lífsklukkuna

Vísindamenn telja að einfalt blóðpróf geti í framtíðinni spáð fyrir um hvenær breytingaskeið kvenna hefst. Telja þeir að konur geti fengið þessar upplýsingar við ungan aldur og því auðveldað þeim að skipuleggja líf sitt á nýjan hátt með tilliti til barneigna.

Mexíkó: Myrtir í meðferð

Níu létust og og aðrir níu slösuðust í Mexíkó um helgina þegar grímuklæddir byssumenn skutu á allt sem fyrir varð á meðferðarheimili í norðurhluta landsins. Um fimmtíu sjúklingar voru í byggingunni en mörgum tókst að forða sér þegar fyrstu skotin heyrðust.

Gunnfáni Custers á uppboð

Bandarískur gunnfáni sem fannst á vígvellinum við Little Big Horn þar sem bandaríski herforinginn George Custer og 270 menn hans voru stráfelldir af Indjánum árið 1876 hefur verið settur á uppboð. Búist er við að allt að 3,3 milljónir punda fáist fyrir fánann. Úrslit bardagans ollu Bandaríkjamönnum gríðarlegu áfalli á sínum tíma og telst til frægari bardaga í sögu landsins.

Hörð átök á G20 fundinum í Toronto

Átök hafa brotist út á milli mótmælenda og lögreglumanna á G20 fundinum í Toronto en þar hittast öflugustu ríki heims og ráða ráðum sínum. Mótmælendur kveiktu í bifreiðum, köstuðu grjóti og butu rúður í nótt þegar þeir reyndu að komast inn fyrir girðingu sem sett hefur verið upp umhverfis fundarstaðinn. Lögreglan býst við að átökin haldi áfram í dag en frá því í gær hafa 480 manns verið handteknir af lögreglu. Engar fregnir hafa borist af meiðlsum, hvorki á meðal mótmælenda né lögreglumanna.

Páfinn gagnrýnir belgísk yfirvöld

Benedikt Páfi hefur hellt sér út í deilu sem verið hefur að magnast á milli Vatíkansins og belgískra stjórnvalda í kjölfar þess að belgíska lögreglan gerði húsleitir í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar þar í landi. Lögreglan rannsakar nú ásakanir sem bornar hafa verið á kaþólska presta um barnaníð og í einni húlsleitinni var belgískum biskupum sem voru á fundi haldið í níu klukkustundir á meðan á leitinni stóð.

Kosið í Kirgistan þrátt fyrir ólgu

Ný stjórnarskrá Kirgistan verður lögð í þjóðaratkvæði í landinu í dag, en nýja stjórnarskráin færir aukin völd til þjóðþingsins og hafa kosningar verið boðaðar í september næstkomandi, að því er breska ríkisútvarpið BBC greinir frá. Það var bráðabirgðastjórn landsins, sem mynduð var í apríl, sem boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar.

G8 fordæma Norður-Kóreumenn

Leiðtogar G8 ríkjanna svokölluðu hafa fordæmt Norður-Kóreu fyrir að sökkva herskipi frá nágrönnum þeirra í suðri fyrir nokkrum mánuðum. Fordæmingin var sett fram á leiðtogafundi G8 ríkjanna sem nú fer fram í Toronto í Kanada.

Bareigendur í Bloemfontain undirbúa sig fyrir morgundaginn

Bareigendur í borginni Bloemfontein hafa fengið fyrirmæli um að vera vel birgir af bjór fyrir leikinn á morgun en þá mætast Englendingar og Þjóðverjar í 16 liða úrslitum heimsmeistarakeppninnar í Suður Afríku. Búist er við um 25 þúsund enskum stuðningsmönnum og allt að 10 þúsund Þjóðverjum á leikinn. Þar sem leikurinn fer fram á sunnudegi er ekki hægt að kaupa bjór í búðum í Bloemfontain en hinsvegar má kaupa alkóhól á börum og á veitingahúsum.

Leyniskjöl opinberuð eftir 64 ár

Leynilegur samningur sem gerður var í upphafi kalda stríðsins um samstarf leyniþjónustu Bandaríkjanna og Bretlands var opinberaður í gær.

Ár frá andláti Jackson: Hvernig standa málin?

Dánarbúið græðir á tá og fingri, börnin búa hjá ömmu, læknirinn á fjögurra ára fangelsisdóm yfir höfði sér. Það er af nógu að taka þegar staðan er tekin á málum er varða Michael Jackson.

Tólf létu lífið í lestarslysi

Að minnsta kosti tólf týndu lífi í alvarlegu lestarslysi í bænum Castelldefels suður af Barcelóna á Spáni í fyrrinótt. Nokkrir eru alvarlega slasaðir.

Ágreiningur fyrir fundinn

Nú um helgina ætla leiðtogar tuttugu auðugustu ríkja heims að hittast á fundi í Kanada til að ræða efnahagsvandann í heiminum.

Bæta samband milli ríkjanna

Bandaríkjamenn og Rússar ætla að styrkja efnahagsleg tengsl og auka samvinnu í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta sagði Barack Obama Bandaríkjaforseti að loknum fundi með Dmitry Medvedev Rússlandsforseta í gær.

Fangi át lunga klefafélaga síns

Franskur fangi var í dag dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að myrða klefafélaga sinn og borða lunga hans. Fanginn sem heitir Nicolas Cocaign er 39 ára gamall. Hann játaði að hafa að myrt Thierry Baudry í fangaklefa sem þeir voru vistaðir í fyrir þremur árum. Cocaign afplánaði þá dóm fyrir vopnað rán og beið auk þess eftir niðurstöðum úr tveimur öðrum dómsmálum, þar á meðal í nauðgunarmáli.

Breskir hermenn létust af slysförum í Afganistan

Fjórir breskir hermenn létust af slysförum í Afganistan í dag. Þeir voru í bifreið sem lenti utanvegar og hafnaði í skurði í Helmand héraði Hermennirnir drukknuð að því er fram kemur á fréttavef bresku Sky fréttastöðvarinnar. Talsmaður breska hersins í Afganistan segir að ekkert benda til þess að Talíbanar hafi ráðist á bifreiðina.

Fíkniefnakóngurinn Coke framseldur

Fíkniefnakóngurinn Christopher Dudus Coke hefur verið framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann er eftirlýstur fyrir fíkniefna- og vopnasölu. Hann ákvað að áfrýja ekki framsalsbeiðni Bandaríkjamanna þegar hann kom fyrir dómara í höfuðborginni Kingston í dag. Coke á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Húsleit hjá kaþólsku kirkjunni í Belgíu

Belgíska lögreglan framkvæmdi í dag húsleit í höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar þar í landi en lögreglan rannsakar nú ásakanir sem komið hafa fram um kynferðislega misnotkun innan kirkjunnar. Saksóknari í Brussel staðfesti að höll erkibiskupsins í borginni hafi verið innsigluð en auk þess var leitað á heimili fyrrverandi erkibiskups landsins.

Sjá næstu 50 fréttir