Erlent

Óeirðir í Grikklandi

Óli Tynes skrifar
Frá Aþenu.
Frá Aþenu. Mynd/AP

Þúsundir ferðamanna á Grikklandi hafa enn orðið fyrir miklum truflunum vegna verkfalla.

Verkfallsmenn hafa að þessu sinni gert sér sérstakt far um að trufla allar samgöngur, meðal annars stöðvað ferjusiglingar milli grísku eyjanna.

Ástæða verkfallanna er sem fyrr hinni mikli niðurskurður sem stjórnvöld hafa gripið til í efnahagsmálum.

Grikkland á í meiri efnahagsvanda en flest lönd önnur. Ferðamenn eru því landinu mikilvægari en nokkrusinni enda sagði forstjóri einnar ferðaskrifstofu að verkfallsmenn væru nú að drepa síðustu mjólkurkúna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×