Fleiri fréttir

Myrti félaga sinn eftir skeytasendingar á Facebook

16 ára gamall breskur drengur var í dag dæmdur í fangelsi fyrir að stinga 18 ára félaga sinn til bana. Drengirnir höfðu skipst á skeytasendingum á samskiptasíðunni Facebook þar sem sá eldri kallaði hinn yngri meðal annars aumingja.

Um sextíu létust í lestarslysi

Rúmlega sextíu létust í lestarslysi í suðurhluta Kongó í dag. Forsvarsmaður lestarfyrirtækisins segir að lestin hafi verið á leiðinni milli Bilinga og Tchitondi þegar hún fór út af sporinu. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að járnbrautateinarnir hafi verið lagðir á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar og að viðhaldi hafi ekki verið sinnt sem skyldi.

Elstu myndir af postulunum uppgötvaðar

Vísindamenn á Ítalíu hafa fundið málverk sem talin eru vera elstu myndir af lærisveinum Krists. Þegar verkin voru skoðuð með nýrri leysitækni í Róm mátti greina andlit postulanna Andrésar, Jóhannesar, Péturs og Páls, að því er fram kemur í frétt á vef BBC.

Þúsund manns saknað í Brasilíu

Eittþúsund er saknað og hundrað þúsund manns hafa þurft að flýja heimili sín í Norð-austurhluta Brasilíu síðustu daga í kjölfar gríðarlegra flóða. Vitað er um 38 dauðsföll vegna flóðanna en sjónarvottar segja að heilu þorpin á svæðinu séu horfin. Flkisstjórinn í Alagoas sagði í morgun að líkum væri enn að skola upp á land en hann sagðist biðja til guðs að hinir týndu muni finnast á lífi.

Rændu Bengal tígur og tveimur kameldýrum

Forráðamenn dýragarðs í Nova Scotia í Kanada hafa miklar áhyggjur af afdrifum Bengal tígurs og tveggja kameldýra sem stolið var þegar flytja átti dýrin frá Montreal til Nova Scotia.

Dönsk skólastúlka fékk milljónir vegna mistaka

Vegna mistaka í bókhaldinu hjá bæjarfélaginu Frederikssund í Danmörku fékk 17 ára gömul skólastúlka 175 þúsund danskar krónur eða 3,6 milljón krónur inn á bankareikning sinn síðasta haust í stað venjulegs skólastyrks sem hún var á hjá bæjarfélaginu.

Opnum fundum frestað og reynt að semja

Anthony Liverpool, varaformaður Alþjóðahvalveiðiráðsins, frestaði opnum fundum á ársfundi ráðsins í tvo daga, nokkrum mínútum eftir að fundurinn var settur í Marokkó í gær. Þess í stað funduðu aðildarríkin í lokuðum rýmum til að reyna að ná samkomulagi.

Hvalur skorinn í danskri höfn

Í bænum Vejle á Jótlandi hafa íbúar fylgst grannt með dauðastríði hvals nokkurs, sem strandaði í firðinum fyrir utan. Í fimm daga var reynt með öllum ráðum að koma hvalnum aftur út á haf, en þegar það mistókst var hann dreginn á land og skorinn.

Fréttaskýring: Verður hægt að stöðva olíulekann í Mexíkóflóa?

Kostnaður breska olíufélagsins BP vegna olíulekans í Mexíkóflóa er kominn upp í tvo milljarða Bandaríkjadala. Sú fjárhæð samsvarar nærri 260 milljörðum króna. Ljóst þykir að fjárútlátin eigi eftir að aukast, því engan veginn er séð fyrir endann á þessu máli.

Ætlað að keppa við iPad-tölvur

Japanska tæknifyrirtækið Toshiba kynnti spjaldtölvu í gær, sem talið er að gæti hæglega keppt við iPad-tölvuna frá Apple. Tölvan, sem nefnist Libretto W100, kemur á markað í tilefni af 25 ára afmæli fyrirtækisins. Hún er með tveimur sjö tommu snertiskjáum og má nota annan þeirra sem lyklaborð.

Icesave hamlar aðild að ESB

David Cameron, forsætisráðherra Breta, segist munu nota aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu í samningaviðræðum vegna Icesave. Hann segir að Bretland ætti að vera góðvinur Íslands og styðja umsókn þess að sambandinu, en Íslendingar skuldi Bretum 2,3 milljarða punda.

Kom sprengju fyrir á Times Square

Hryðjuverkamaðurinn sem var handtekinn vegna misheppnaðs sprengjutilræðis í New York fyrr í byrjun maí hefur játað sig sekan. Verði hann fundinn sekur á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.

Harry berst gegn jarðsprengjum líkt og mamma hans

Undanfarna daga hefur Harry Bretaprins dvalið í Mósambík og rætt við heimamenn. Tilgangur með heimsókninni er að vekja athygli á að jarðsprengjur kosta meira en þúsund manns lífið á ári hverju. Eftir skilnað foreldra prinsins beitti móðir hans, Díana prinsessa af Wales, sér af krafti í góðgerðarmálum og barðist meðal annars ötullega fyrir því að jarðsprengjur yrðu bannaðar.

Sprenging í námu í Kína kostar 47 manns lífið

Að minnsta kosti 47 menn hafa farist í mikilli sprengingu í kolanámu í Henan héraði í Kína. Þegar hefur tekist að bjarga 26 mönnum en sprengingin áttu sér stað síðdegis í gær.

Margir fyrrum hermenn í Danmörku búa í skógum landsins

Margir fyrrum hermenn í Danmörku hafa ekki getað samlagað sig dönsku samfélagi á ný eftir herþjónustu á átakasvæðum víða um heiminn. Þeir hafa tekið sér bólfestu í skógum landsins og lifa þar einir af veiðum og landsins gæðum.

Sigla vikulega til Petsjenga á Kólaskaga

Samgöngur Svartfoss, skip Eimskips í Noregi, siglir vikulega til Petsjenga-flóa á Kólaskaga. Svæðið hefur þar til fyrir skömmu verið lokað öðrum en Rússlandsher og lýtur stjórn hans, að því er BarentsObserver.com greinir frá.

Enginn fékk meirihluta

Niðurstaða forsetakosninganna í Póllandi í gær varð sú að eftir tvær vikur þarf að greiða atkvæði á ný milli þeirra tveggja, sem flest atkvæði hlutu. Þeir eru Bronislaw Komorowski þingforseti, sem hefur gegnt

20 manns látnir

Um 20 manns hafa látist í flóðum í norðausturhluta Brasilíu og 50 þúsund manns flúið heimili sín. Nokkrar borgir eru án rafmagns og samgöngur liggja niðri víðast hvar en ástandið er verst í Rio de Janeiro-héraði.

Aðildarviðræður tengdar Icesave

Sitt sýnist hverjum um það hvort leiðtogaráð Evrópusambandsins hafi í yfirlýsingu sinni á fimmtudag, þar sem samþykkt var að hefja aðildarviðræður við Ísland, gert kröfu til Íslendinga um að leysa Icesave-málið áður en af aðild geti orðið.

Milljón manns þurfa aðstoð

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur að milljón manns geti þurft á aðstoð að halda vegna óeirðanna í Kirgisistan. Um þriðjungur þeirra verði líklega flóttamenn frá landinu.

Heimsótti gröf bróður síns

Jarozlaw Kaczynski, forsetaframbjóðandi í Póllandi, heimsótti í gær gröf tvíburabróður síns, Lech Kaczynskis fyrrverandi forseta, sem fórst í flugslysi í Rússlandi í apríl.

Myrtur af syni sínum í Írak

Þrítugur Íraki, Abdul-Halim Hameed, skaut fimmtugan föður sinn þar sem hann svaf í rúmi sínu í fyrrinótt. Ástæðan var sú að faðirin vildi ekki segja upp starfi sínu, en hann starfaði sem verktaki og þýðandi fyrir bandríska herinn í Írak.

Blúsbræðurnir fá blessun kaþólikka

Kvikmyndin Blúsbræðurnir (Blues Brothers) hefur hlotið náð og blessun Vatíkansins fyrir traust og kristileg gildi samkvæmt opinberu dagblaði Vatíkansins. Þar með er kvikmyndin komin í hóp kristilegra meistaraverka eins og The Ten Commandments, Jesus of Nazareth, og jólahugvekjunnar, It's a Wonderful Life.

Brúðkaupsæði í Svíþjóð

Sænska þjóðin bíður með öndina í hálsinum eftir morgundeginum, en þá gengur einkaþjálfarinn Daníel Westling að eiga heitkonu sína, Viktoríu Krónprinsessu. Íslensku forsetahjónin héldu utan til brúðkaupsins í morgun.

Leiddur fyrir aftökusveit í Utah

Bandaríkjamaðurinn Ronnie Lee Gardner var í nótt tekinn af lífi í Utah ríki. Hann var skotinn til bana af aftökusveit. Gardner var 49 ára gamall og hann hafði dvalið á dauðadeild í 25 ár fyrir að myrða lögfræðing árið 1985 þegar hann reyndi að flýja úr dómshúsi í Utah þar sem réttað var yfir honum vegna annars morðs. Hann var leiddur fyrir aftökusveit og skotinn en fimm sjálfboðaliðar úr lögreglunni framkvæmdu aftökuna.

Hringdi í sjúkrasamlagið og frétti að hann væri dauður

Breskum krabbameinssjúklingi var nýverið meinað að leita sér aðstoðar þegar hann reyndi að panta sér tíma hjá sérfræðingi. Ástæðan var sú að hann átti að vera látinn. Svo fullyrti að minnsta kosti starfsmaður breska sjúkrasamlagsins þegar fyrrverandi flutningabílstjórinn Alan Campbell ætlaði að panta sér tíma eftir að hann kenndi sér meins í hálsi.

Brúðkaupið kostar um 330 milljónir

Tignir gestir streyma til Stokkhólms þar sem haldið verður konunglegt brúðkaup á morgun. Viktoría krónprinsessa og einkaþjálfari hennar, Daniel Westling, hyggjast ganga í það heilaga í Dómkirkjunni, sem nýbúið er að gera lagfæringar á.

Danny Boyle og Stephen Daldry stýra opnunarhátíðinni

Bresku leikstjórarnir Danny Boyle og Stephen Daldry hafa verið ráðnir sem listrænir stjórnendur opnunarhátíðar Ólympíuleikanna í London 2012. Daldry var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir kvikmyndirnar Billy Elliot, The Hours og The Reader - og Boyle leikstýrði Slumdog Millionaire sem hlaut átta Óskarsverðlaun fyrir tveimur árum. Boyle segist ekki hafa getað hafnað boðinu og líti fullur tilhlökkunar til næstu tveggja ára. Daldry og Boyle fá 40 milljónir punda eða 7,6 milljarða króna til ráðstöfunar vegna opnunarhátíðarinnar.

Vargöld í Mexíkó: Lögreglumenn pyntaðir og drepnir

Sjö háttsettum mexíkóskum lögreglumönnum hefur að undanförnu verið rænt af heimilum sínum, þeir pyntaðir og að lokum myrtir. Glæpaklíkur bera ábyrgð á morðunum en á líkunum hafa fundist skilaboð frá klíkunum.

Yfir 1800 manns látnir í Kirgistan

Yfir 1800 manns hafa fallið í Kirgistan síðustu daga, þetta kemur fram á vefsíðu rússnesku fréttastofunnar RIA-Novotsti. Haft er eftir ónefndum leyniþjónustumanni að ýmsar ástæður kunni að liggja að baki þess að yfirvöld í landinu gefi upp aðra tölu, sem er um það bil tíu sinnum lægri.

Samkynhneigðir bíða niðurstöðu dómstóla í Kaliforníu

Búist er við niðurstöðu dómstóla í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum um hjónaband samkynhneigðra á næstu dögum eða vikum. Réttarhöldin snúast um hvort dómstólar muni afnema bann við hjónaböndum samkynhneigðra sem kjósendur ríkisins samþykktu í eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir tæpum tveimur árum.

Fréttaskýring: Leiðtogaráðið tekur umsókn Íslands fyrir

Hvað tekur nú við í aðildarumsókn Ísland að ESB? Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkir að öllum líkindum aðildarviðræður við Ísland á fundi sínum í dag. Þá fer af stað ferli, sem getur staðið hátt í tvö ár eða jafnvel lengur.

Óttast að flóðin kostuðu tugi manns lífið

Óttast var í gær að flóðin í sunnanverðu Frakklandi hafi kostað meira en þrjátíu manns lífið. Vitað var um nítján dauðsföll síðdegis, en að auki var að minnsta kosti tólf manns saknað.

Sjá næstu 50 fréttir