Erlent

Íranar senda ekki skip til Gaza

Óli Tynes skrifar
Frá Gaza ströndinni.
Frá Gaza ströndinni.

Íranar hafa hætt við að senda skip með hjálpargögn til Gaza. Þess í stað munu tíu íranskir þingmenn fara til Líbanons og þar um borð í skip sem á að sigla til strandarinnar.

Ísraelar höfðu áhyggjur af því að sjálfsmorðssprengjumenn yrðu um borð í íranska skipinu og sendu Írönum mjög sterk skilaboð um að ráðist yrði um borð í það engu að síður. Það yrði mjög harkaleg árás með tilliti til aðstæðna.

Íranskur þingmaður sagði við fjölmiðla þar í landi að hætt hefði verið við að senda skipið vegna takmarkana zíonista, eins og hann orðaði það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×