Ágreiningur fyrir fundinn 25. júní 2010 05:00 David Cameron, nýr forsætisráðherra Bretlands, sækir leiðtogafund G20-ríkjanna í fyrsta sinn.fréttablaðið/AP Nú um helgina ætla leiðtogar tuttugu auðugustu ríkja heims að hittast á fundi í Kanada til að ræða efnahagsvandann í heiminum. Á síðasta ári komu þeir sér saman um nokkuð róttækar aðgerðir til að örva efnahagsvöxt í kjölfar kreppunnar miklu, sem þá var nýskollin á. Nú virðast þeir hins vegar eiga erfiðara með að tala einni röddu, enda hafa málin þróast á ólíkan veg eftir löndum, þannig að þau standa frammi fyrir ólíkum vandamálum nú á efnahagssviðinu. Hluti spennunnar felst í því að leiðtogaskipti hafa orðið á síðustu vikum í þremur ríkjanna, Bretlandi, Japan og nú síðast Ástralíu. Spennan hefur þó verið einna mest milli Þjóðverja og fleiri Evrópuríkja, sem hafa boðað strangar sparnaðaraðgerðir til að draga úr fjárlagahalla, og svo Bandaríkjanna og fleiri ríkja sem vilja halda áfram að örva hagvöxt með örlæti í ríkisútgjöldum. Evrópuríkin hafa mörg hver miklar áhyggjur af gríðarlegri skuldasöfnun og þeirri hættu sem hún hefur í för með sér, ekki síst fyrir evruna, hina sameiginlegu mynt sextán Evrópusambandsríkja. Vandi Grikkja hefur heldur betur hrist upp í stjórnvöldum stærri Evrópusambandsríkjanna, sem hafa boðað harkalegan niðurskurð. Fyrir utan þetta áhyggjumál hafa ríkin 20 ólíkar hugmyndir um það hvernig best sé að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu til að tryggja að ekki verði nýtt bankahrun. Ólíklegt þykir að þær deilur verði allar leystar. Viðræðurnar hefjast strax í dag á fundi G8-ríkjahópsins skammt norður af Toronto, en síðan bætast hin ríkin í hópinn á laugardag þegar G20-fundurinn sjálfur hefst í Toronto-borg og stendur hann fram á sunnudag.- gb Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira
Nú um helgina ætla leiðtogar tuttugu auðugustu ríkja heims að hittast á fundi í Kanada til að ræða efnahagsvandann í heiminum. Á síðasta ári komu þeir sér saman um nokkuð róttækar aðgerðir til að örva efnahagsvöxt í kjölfar kreppunnar miklu, sem þá var nýskollin á. Nú virðast þeir hins vegar eiga erfiðara með að tala einni röddu, enda hafa málin þróast á ólíkan veg eftir löndum, þannig að þau standa frammi fyrir ólíkum vandamálum nú á efnahagssviðinu. Hluti spennunnar felst í því að leiðtogaskipti hafa orðið á síðustu vikum í þremur ríkjanna, Bretlandi, Japan og nú síðast Ástralíu. Spennan hefur þó verið einna mest milli Þjóðverja og fleiri Evrópuríkja, sem hafa boðað strangar sparnaðaraðgerðir til að draga úr fjárlagahalla, og svo Bandaríkjanna og fleiri ríkja sem vilja halda áfram að örva hagvöxt með örlæti í ríkisútgjöldum. Evrópuríkin hafa mörg hver miklar áhyggjur af gríðarlegri skuldasöfnun og þeirri hættu sem hún hefur í för með sér, ekki síst fyrir evruna, hina sameiginlegu mynt sextán Evrópusambandsríkja. Vandi Grikkja hefur heldur betur hrist upp í stjórnvöldum stærri Evrópusambandsríkjanna, sem hafa boðað harkalegan niðurskurð. Fyrir utan þetta áhyggjumál hafa ríkin 20 ólíkar hugmyndir um það hvernig best sé að styrkja eftirlit með fjármálakerfinu til að tryggja að ekki verði nýtt bankahrun. Ólíklegt þykir að þær deilur verði allar leystar. Viðræðurnar hefjast strax í dag á fundi G8-ríkjahópsins skammt norður af Toronto, en síðan bætast hin ríkin í hópinn á laugardag þegar G20-fundurinn sjálfur hefst í Toronto-borg og stendur hann fram á sunnudag.- gb
Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Sjá meira