Erlent

Al Gore flæktur í kynlífshneyksli

Al Gore fyrrum varaforseti Bandaríkjanna er nú flæktur í kynlífshneyksli.

Lögreglan í Portland rannsakar málið en nuddkona gaf skýrslu hjá lögreglunni í fyrra um ósæmilega hegðun Gore þegar hún var pöntuð á hótelherbergi hans árið 2006 á lúxushótelinu Lucia. Þar var Gore skráður sem gestur undir nafninu Mr. Stone.

Konan segir að Gore hafi þuklað sig og kysst og haft í frammi ýmsa aðra kynferðislega tilburði. Það var slúðurblaðið National Enquirer sem birti frétt um málið á vefsíðu sinni fyrst fjölmiðla en síðan hafa margir aðrir fjölmiðlar í Bandaríkjunum fengið hana staðfesta.

Lögreglan í Portland segir að málið hafi ekki verið rannsakað í fyrra vegna skorts á sönnunum en hún hefur nú tekið málið upp að nýju.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×