Erlent

Fangi át lunga klefafélaga síns

Nicolas Cocaign.
Nicolas Cocaign. Mynd/AP
Franskur fangi var í dag dæmdur í 30 ára fangelsi fyrir að myrða klefafélaga sinn og borða lunga hans. Fanginn sem heitir Nicolas Cocaign og er 39 ára gamall játaði að hafa að myrt Thierry Baudry í fangaklefa sem þeir voru vistaðir í fyrir þremur árum. Cocaign afplánaði þá dóm fyrir vopnað rán og beið auk þess eftir niðurstöðum úr tveimur öðrum dómsmálum, þar á meðal í nauðgunarmáli.

Cocaign segir að umræddan dag hafi Baudry gefið honum illt augnaráð og skipað honum að þrífa sér um hendurnar. Cocaign segist hafa tekið því illa og ákveðið að ráðast á Baudry. Hann kyrkti Baudry og af því loknu skar hann lungað úr líkinu með rakvélablöðum og gæddi sér á því.

Sjálfur segir Cocaign að koma hefði mátt í veg fyrir morðið. Hann hefði ítrekað beðið frönsk fangelsismálayfirvöld um aðstoð þar sem hann hafi um langt skeið glímt við geðræn vandamál.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×