Erlent

Fyrstu hvalirnir á leið í land

Gissur Sigurðsson skrifar
Hvalskurður.
Hvalskurður.

Hvalur 8, annað tveggja hvalveiðiskipa sem hófu stórhvelaveilðar í gær, er nú á landleið með tvær langreyðar, sem skipverjar skutu djúpt suður af landinu í gær.

Ef heimferðin gengur samkvæmt áætlun verður skipið komið að hvalstöðinni við Hvalfjörð undir kvöld.

Þar eru starfsmenn tilbúnir í hvalskurðinn. Eftir skurðinn þar, verður kjötið flutt á Akranes.

Þar verður það hlutað i smærri einingar og fryst til útflutnings. Hvalur 9 er búinn að skjóta einn hval, og leitar nú annars fyrir heimferðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×