Erlent

Gunnfáni Custers á uppboð

Bandarískur gunnfáni sem fannst á vígvellinum við Little Big Horn þar sem bandaríski herforinginn George Custer og 270 menn hans voru stráfelldir af Indjánum árið 1876 hefur verið settur á uppboð. Búist er við að allt að 3,3 milljónir punda fáist fyrir fánann. Úrslit bardagans ollu Bandaríkjamönnum gríðarlegu áfalli á sínum tíma og telst til frægari bardaga í sögu landsins.

Sléttuindjánarnir sem báru sigur úr býtum í orrustunni tóku alla einkennisbúninga og merki af hinum föllnu hermönnum en þeir virðast hafa gleymt fánanum og því var hann eini hluturinn sem fannst á vígvellinum og tengja má við herinn.

Fáninn var síðast seldur árið 1895 og þá var kaupandinn listasafn í Detroit borg. Stjórnendur þess hafa nú ákveðið að selja gripinn til þess að eiga fyrir fleiri munum í safnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×