Erlent

Norskur lax að horast

Óli Tynes skrifar
Ónógt æti í Noregshafi.
Ónógt æti í Noregshafi.

Norðmenn eru uggandi yfir því að smálaxar sem hafa snúið aftur í árnar á vesturströnd landsins undanfarin ár hafa verið horaðir og ekki vel á sig komnir.

Jafnframt hefur laxagengdin minnkað mjög. Öve Skilbrei við norsku hafrannsóknarstofnunina hefur fylgst með þessari þróun síðan árið 2001.

Hann segir í samtali við Bergens Tidende að þetta stafi meðal annars af því að ekki sé nóg æti fyrir laxinn í Noregshafi. Ástandið sé alvarlegt og mikið áhyggjuefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×