Erlent

Slegist um röntgenmyndir Marilyn

Ekki fylgir sögunni hvað Marilyn var að gera á spítalanum. Hún lést árið 1964, 36 ára gömul.
Ekki fylgir sögunni hvað Marilyn var að gera á spítalanum. Hún lést árið 1964, 36 ára gömul.
Röntgenmyndir af Marilyn Monroe voru slegnar á metverði á uppboði í Las Vegas í gær. Þetta voru þrjár myndir sem teknar voru af leikkonunni þegar hún heimsótti spítala í Hollywood árið 1954. Hún var þá 28 ára gömul.

Uppboðshúsið Julien's bjóst við því að fá um 130 þúsund krónur fyrir myndirnar. Slegist var um þær og endaði verðmiðinn í tæpum sex milljónum króna.

Salan var hluti af uppboði með ýmsum munum tengdum Hollywood. Meðal þess sem fór einnig á háu verði var Superman-búningur Chrisopher Reeve á fjórar milljónir króna, kjóll Audrey Hepburn á sjö milljónir króna og hanski Michael Jackson, sem var sleginn á hvorki meira né minna en 25 milljónir króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×