Erlent

Eftirspurn eftir Noriega

Óli Tynes skrifar
Andstæðingar Noriegas kölluðu hann  "ananasinn", af sýnilegum ástæðum.
Andstæðingar Noriegas kölluðu hann "ananasinn", af sýnilegum ástæðum.

Manuel Noriega fyrrverandi leiðtogi Panama er nú fyrir rétti í París. Þar á hann yfir höfði sér tíu ára fangelsisvist fyrir að nota franska banka til þess að þvo peninga sem hann hafði upp úr fíkniefnasölu.

Noriega kemur beint til Parísar frá Bandaríkjunum þar sem hann sat í fangelsi í sautján ár fyrir svipaðar sakir.

Og það er enginn skortur á eftirspurn eftir þessum fyrrverandi leiðtoga því núverandi stjórnvöld í Panama vilja fá hann framseldan.

Þau vilja draga hann fyrir dómstóla fyrir pyntingar og morð meðan hann ríkti þar í landi.

Bandaríkjamenn handtóku Noriega þegar þeir gerðu innrás í Panama árið 1989.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×