Fleiri fréttir Hræðileg aðkoma Aðkoman að vettvangi þar sem bensínflutningabíll sprakk í loft upp í Kongó á föstudag var hræðileg. Í dag var byrjað að grafa þá 230 sem fórust í slysinu. Varað er við myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. 4.7.2010 18:45 Foreldrar Madeleine fá fund með breskum ráðherra Theresa May, innanríkisráðherra, hefur ákveðið að hitta foreldra Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007. Foreldrar hafa að undanförnu lagt mikla áherslu að fá áheyrn hjá May eftir að hún tók við embætti innanríkismála í ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að May muni hitta foreldranna á næstu dögum. 4.7.2010 17:30 Biden hvetur til samstarfs Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir mikilvægt stjórnmálaleiðtogar í Írak myndi samsteypustjórn. Biden kom óvænt til Íraks í gær ásamt eiginkonu sinn Jill. Í ræddi hann um stöðuna meðal annars við Nuri al-Maliki, nýverandi forsætisráðherra, og Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra. 4.7.2010 16:54 Netanyahu á leið til Bandaríkjanna Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er á leið til Bandaríkjanna til fundar við þarlenda ráðamenn. Hann mun eiga fund með Barack Obama, Bandaríkjaforseta, á þriðjudaginn. Þar verða friðarviðræðurnar milli Palestínumanna og Ísraela til umræðu. 4.7.2010 15:06 Skaut lögregluþjón á flóttanum Maðurinn sem myrti mann fáeinum klukkistundum eftir að eftir að hafa öðlast frelsi fyrir helgi er talinn hafa skotið lögreglumann í Newcastle í morgun. 4.7.2010 13:46 Mjótt á munum í Póllandi Önnur umferð forsetakosninganna í Póllandi í dag. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt sé á munum á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni. 4.7.2010 12:14 Fimmtán fórust í rútuslysi Fimmtán manns létust og 48 slösuðust þegar rúta ók á steinvegg í borginni Toledo á Filippseyjum í dag. Rútan var á leið niður brekku þegar bremsur hennar biluðu. Bílstjórinn greip þá til þess ráðs að aka utan í steinsteypta hindrun með þeim afleiðingum að rútan valt. Flestir farþeganna voru verkamenn á leið heim úr vinnu. 4.7.2010 12:10 Andlegur leiðtogi Hisbollah látinn Leiðtogi sjía-múslima í Líbanon er látinn, 74 ára að aldri. Litið var á Mohammed Hussein Fadlallah sem andlegan leiðtoga Hisbollah hreyfingarinnar en hann spilaði stórt hlutverk í stofnun hennar árið 1982. Hann gagnrýndi Bandaríkin og hafði framsæknar hugmyndir um hlutverk kvenna í íslömsku samfélagi, segir í frétt BBC. 4.7.2010 10:04 Pólverjar kjósa nýjan forseta Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi hófst í morgun en kosið er á milli Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróður fyrrverandi forseta landsins Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í apríl og þess sem tók við keflinu eftir flugslysið, Bronislaw Komorowski. Fyrri umferðin fór fram 20. júní en þá fékk enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða og því þurfti að kjósa á ný milli efstu tveggja. 4.7.2010 09:59 Sjálfboðaliðar hunsaðir 107 tilboð frá 44 þjóðum hafa borist um aðstoð vegna olíulekans í Mexíkóflóa samkvæmt landhelgisgæslu Bandaríkjanna. Olíufélagið BP og bandaríska ríkisstjórnin eru vænd um aðgerðaleysi í málinu en 2000 bátar muni vera komnir á staðinn. Þeir geti hins vegar ekki aðhafst fyrr en þau fái heimild frá yfirvöldum. 4.7.2010 06:30 Paris Hilton laus allra mála Hótelerfinginn Paris Hilton er laus allra mála eftir að lögreglan í Suður-Afríku ákvað að ákæra hana ekki fyrir vörslu fíkniefna. 3.7.2010 22:00 Fellibylurinn Alex: Sex fórust í Mexíkó Að minnsta kosti sex manns létust í flóðum af völdum fellibylsins Alex sem fór yfir Mexíkó í gær. Mest voru flóðin í nágrenni við borgina Monterrey. Miklar rigningar urðu til þess að Santa Catarina áin flæddi yfir bakka sína. Brýr eyðilögðust, vegir fóru í sundur og rafmagnsstaurar gáfu sig. Fyrr í vikunni hafði fellibyrlurinn Alex valdið tjóni í Gvatemala og í El Salvador en hann fjaraði svo út á fimmtudag. 3.7.2010 19:35 Myrti mann fáeinum klukkustundum eftir að hafa öðlast frelsi Víðtæk leit fer nú fram í norðausturhluta Bretlands af karlmanni sem talinn er hafa myrt mann og sært konu lífshættulega í bænum Gateshead í nótt. Maðurinn heitir Raoul Thomas Moat sat í fangelsi allt þar til í gær þegar hann öðlaðist frelsi. Hann er fyrrverandi kærasti konunnar. 3.7.2010 17:12 Á þriðja hundrað látnir í Kongó Óttast er að allt að 270 manns hafi látist þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Mikið eldhaf myndaðist þegar eldsneyti lak úr bílnum. Olíubíllinn var á leið með eldsneyti frá Tansaníu en fór út af veginum í þorpinu Sange, sem er skammt frá landamærunum að Rúanda. Eldsneyti flæddi úr bílnum þegar hann valt og kveiknaði í olíunni þegar hún hafði lekið um hluta þorpsins. Margir þeirra þorpsbúa sem fórust höfðu safnast saman þar sem olían lak í nótt og reynt að verða sér úti um eldsneyti. 3.7.2010 15:20 Kátur kanslari Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er meðal þeirra fyrirmenna sem fylgjast með leik Þjóðverja og Argentínumanna í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Merkel er annálaður knattspyrnuáhugamaður og eins og sést á meðfylgjandi mynd fagnaði hún innilega þegar Thomas Müller kom Þjóðverjum yfir strax á annarri mínútu. 3.7.2010 15:04 Allt að 200 látnir í Kongó Óttast er að allt að 200 manns hafi látið lífið þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Bíllin var á leið með eldsneyti frá Tansaníu og fór út af veginum þegar inn í þorpið var komið, með fyrrgreindum afleiðingum. 3.7.2010 10:13 Eldgos yfirvarp rána í Svíþjóð Þjófar hafa komist inn í hús eldra fólks í Lundi í Svíþjóð með því að segjast vera að rannsaka hvernig eldgosið á Íslandi hefur áhrif á eldra fólk. 3.7.2010 03:00 Myrt ásamt manni sínum á leið heim úr afmælisveislu Forsprakki eiturlyfjahrings í Mexíkó hefur lýst því verki á hendur sér að fyrirskipa morð á bandarískum ræðismanni, Lesley Enriquez, og eiginmanni hennar sökum þess að hún hafi veitt andstæðingum hans vegabréf í landamæraborginni Ciudad Juarez. 3.7.2010 02:00 Jaycee Dugard fær milljarða í bætur Yfirvöld í Kalíforníu hafa fallist á að greiða hinni þrítugu Jaycee Dugard, sem haldið var í kynlífsþrælkun í átján ár af Philip Garrido um tvo og hálfa milljarða í bætur. Dugard ól Garrido tvær dætur en Garrido var á reynslulausn vegna nauðgunardóms og áttu yfirvöld að fylgjast grannt með honum. 2.7.2010 14:41 Stokkhólmur: Lögregla réðst til atlögu við bankaræningja Lögreglan í Stokkhólmi réðst í dag inn í banka á Östermalmstorgi en þar hafði bankaræningi tekið starfsmenn og viðskiptavini bankans í gíslingu. Umsátursástand skapaðist í stutta stund áður en lögreglan ákvað að ráðast með alvæpni inn í bankann. 2.7.2010 12:50 Heimskir bræður Tveir breskir bræður hafa verið dæmdir fyrir að nota bíl til þess að brjóta glugga á bensínstöð og stela þaðan tóbaki fyrir tíuþúsund sterlingspund. 2.7.2010 11:37 Rosalega dýr sólgleraugu Dönsk kona fékk einnar komma sex milljóna króna sekt á Ítalíu fyrir að kaupa ódýra eftirlíkingu af Dolce&Gabbana sólgleraugum í sumarfríinu. 2.7.2010 10:29 Tugir féllu í skotbardaga við landamæri Mexíkós og Arizona Á þessari stundu er ekki vitað um orsök þessa skotbardaga en talið er að þarna hafi tekist á liðsmenn eiturlyfjabaróna og smyglara sem hafa að atvinnu að smygla óolöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna. 2.7.2010 08:07 Danski skattmann ygglir sig Eitt stærsta fjársvikamál sem um getur í Danmörku er nú til rannsóknar hjá skattayfirvöldum að sögn þarlendra fjölmiðla. 2.7.2010 07:10 Bjóða þúsund menn í skiptum fyrir einn Gilad Shalit var nítján ára gamall ísraelskur hermaður þegar Hamas samtökin náðu honum á sitt vald fyrir fjórum árum. 2.7.2010 06:58 Lokuðu ólöglegum síðum Níu bandarískum vefsíðum sem buðu upp á ólöglegt niðurhal á kvikmyndum var lokað í gær. Síðurnar höfðu sumar boðið upp á niðurhal á glænýjum myndum eins og Toy Story 3 og Iron Man 2 innan sólarhrings frá því að þær voru frumsýndar. 2.7.2010 02:00 Olli tjóni við ströndina Búist er við að olíuhreinsunarstarf við Mexíkóflóa tefjist um allt að hálfan mánuð vegna fellibylja, sem eru að fara yfir svæðið. 2.7.2010 01:15 Tafir í krabbameinsmeðferð Aska úr Eyjafjallajökli gerði það að verkum að krabbameinslæknir hjá ríkisspítalanum í Northampton í Englandi tafðist erlendis í fríi og uppskurðum hjá spítalanum þurfti að seinka töluvert. 2.7.2010 01:00 Elín Woods fær 96 milljarða króna Elín Nordgren eiginkona Tigers Wood fær að sögn breska blaðsins The Sun 500 milljónir sterlingspunda við skilnað þeirra hjóna. 1.7.2010 11:12 Spegill spegill Tvöþúsund bandarískar konur tóku þátt í að velja fegurstu konu tuttugustu aldarinnar fyrir sjónvarpsmarkaðsstöðina QVC. 1.7.2010 09:09 Talibanar vissir um sigur David Richards hershöfðingi yfirmaður breska herráðsins sagði fyrir skömmu að það gæti verið gagnlegt að ræða við talibana. 1.7.2010 07:53 Fellibylurinn Alex tekur land -olíuhreinsun hætt Mikill vindhraði er í Alex um og yfir eitthundrað kílómetrar á klukkustund. 1.7.2010 07:28 Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. 1.7.2010 05:00 Hagvöxtur niður í sex prósent Vísbendingar eru um kólnun kínverska hagkerfisins. Þetta fullyrðir Ruchir Sharma, sérfræðingur í málefnum nýmarkaða og framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs bandaríska bankans Morgan Stanley, í úttekt um Kína í nýjasta tölublaði vikuritsins Newsweek. 1.7.2010 02:00 Fjörutíu ára ráðgáta loks leyst Vísindamenn við krabbameinsrannsóknarstöð á Havaí telja sig loks hafa fundið svör við þeirri spurningu hvernig asbest veldur krabbameini. 1.7.2010 01:30 Demókratar bjartsýnir Rúmur helmingur Bandaríkjamanna segist hafa fundið fyrir áhrifum kreppunnar með einum eða öðrum hætti síðastliðna þrjátíu mánuði. 1.7.2010 01:00 Sjá næstu 50 fréttir
Hræðileg aðkoma Aðkoman að vettvangi þar sem bensínflutningabíll sprakk í loft upp í Kongó á föstudag var hræðileg. Í dag var byrjað að grafa þá 230 sem fórust í slysinu. Varað er við myndskeiðinu sem fylgir þessari frétt. 4.7.2010 18:45
Foreldrar Madeleine fá fund með breskum ráðherra Theresa May, innanríkisráðherra, hefur ákveðið að hitta foreldra Kate og Gerry McCann, foreldra Madeleine litlu sem hvarf af hótelherbergi í Portúgal árið 2007. Foreldrar hafa að undanförnu lagt mikla áherslu að fá áheyrn hjá May eftir að hún tók við embætti innanríkismála í ríkisstjórn Íhaldsflokksins og Frjálslynda flokksins. Talsmaður innanríkisráðuneytisins hefur staðfest að May muni hitta foreldranna á næstu dögum. 4.7.2010 17:30
Biden hvetur til samstarfs Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir mikilvægt stjórnmálaleiðtogar í Írak myndi samsteypustjórn. Biden kom óvænt til Íraks í gær ásamt eiginkonu sinn Jill. Í ræddi hann um stöðuna meðal annars við Nuri al-Maliki, nýverandi forsætisráðherra, og Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra. 4.7.2010 16:54
Netanyahu á leið til Bandaríkjanna Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er á leið til Bandaríkjanna til fundar við þarlenda ráðamenn. Hann mun eiga fund með Barack Obama, Bandaríkjaforseta, á þriðjudaginn. Þar verða friðarviðræðurnar milli Palestínumanna og Ísraela til umræðu. 4.7.2010 15:06
Skaut lögregluþjón á flóttanum Maðurinn sem myrti mann fáeinum klukkistundum eftir að eftir að hafa öðlast frelsi fyrir helgi er talinn hafa skotið lögreglumann í Newcastle í morgun. 4.7.2010 13:46
Mjótt á munum í Póllandi Önnur umferð forsetakosninganna í Póllandi í dag. Skoðanakannanir benda til þess að mjótt sé á munum á milli þeirra tveggja frambjóðenda sem flest atkvæði fengu í fyrri umferðinni. 4.7.2010 12:14
Fimmtán fórust í rútuslysi Fimmtán manns létust og 48 slösuðust þegar rúta ók á steinvegg í borginni Toledo á Filippseyjum í dag. Rútan var á leið niður brekku þegar bremsur hennar biluðu. Bílstjórinn greip þá til þess ráðs að aka utan í steinsteypta hindrun með þeim afleiðingum að rútan valt. Flestir farþeganna voru verkamenn á leið heim úr vinnu. 4.7.2010 12:10
Andlegur leiðtogi Hisbollah látinn Leiðtogi sjía-múslima í Líbanon er látinn, 74 ára að aldri. Litið var á Mohammed Hussein Fadlallah sem andlegan leiðtoga Hisbollah hreyfingarinnar en hann spilaði stórt hlutverk í stofnun hennar árið 1982. Hann gagnrýndi Bandaríkin og hafði framsæknar hugmyndir um hlutverk kvenna í íslömsku samfélagi, segir í frétt BBC. 4.7.2010 10:04
Pólverjar kjósa nýjan forseta Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi hófst í morgun en kosið er á milli Jaroslaw Kaczynski, tvíburabróður fyrrverandi forseta landsins Lech Kaczynski sem lést í flugslysi í apríl og þess sem tók við keflinu eftir flugslysið, Bronislaw Komorowski. Fyrri umferðin fór fram 20. júní en þá fékk enginn frambjóðandi meirihluta atkvæða og því þurfti að kjósa á ný milli efstu tveggja. 4.7.2010 09:59
Sjálfboðaliðar hunsaðir 107 tilboð frá 44 þjóðum hafa borist um aðstoð vegna olíulekans í Mexíkóflóa samkvæmt landhelgisgæslu Bandaríkjanna. Olíufélagið BP og bandaríska ríkisstjórnin eru vænd um aðgerðaleysi í málinu en 2000 bátar muni vera komnir á staðinn. Þeir geti hins vegar ekki aðhafst fyrr en þau fái heimild frá yfirvöldum. 4.7.2010 06:30
Paris Hilton laus allra mála Hótelerfinginn Paris Hilton er laus allra mála eftir að lögreglan í Suður-Afríku ákvað að ákæra hana ekki fyrir vörslu fíkniefna. 3.7.2010 22:00
Fellibylurinn Alex: Sex fórust í Mexíkó Að minnsta kosti sex manns létust í flóðum af völdum fellibylsins Alex sem fór yfir Mexíkó í gær. Mest voru flóðin í nágrenni við borgina Monterrey. Miklar rigningar urðu til þess að Santa Catarina áin flæddi yfir bakka sína. Brýr eyðilögðust, vegir fóru í sundur og rafmagnsstaurar gáfu sig. Fyrr í vikunni hafði fellibyrlurinn Alex valdið tjóni í Gvatemala og í El Salvador en hann fjaraði svo út á fimmtudag. 3.7.2010 19:35
Myrti mann fáeinum klukkustundum eftir að hafa öðlast frelsi Víðtæk leit fer nú fram í norðausturhluta Bretlands af karlmanni sem talinn er hafa myrt mann og sært konu lífshættulega í bænum Gateshead í nótt. Maðurinn heitir Raoul Thomas Moat sat í fangelsi allt þar til í gær þegar hann öðlaðist frelsi. Hann er fyrrverandi kærasti konunnar. 3.7.2010 17:12
Á þriðja hundrað látnir í Kongó Óttast er að allt að 270 manns hafi látist þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Mikið eldhaf myndaðist þegar eldsneyti lak úr bílnum. Olíubíllinn var á leið með eldsneyti frá Tansaníu en fór út af veginum í þorpinu Sange, sem er skammt frá landamærunum að Rúanda. Eldsneyti flæddi úr bílnum þegar hann valt og kveiknaði í olíunni þegar hún hafði lekið um hluta þorpsins. Margir þeirra þorpsbúa sem fórust höfðu safnast saman þar sem olían lak í nótt og reynt að verða sér úti um eldsneyti. 3.7.2010 15:20
Kátur kanslari Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er meðal þeirra fyrirmenna sem fylgjast með leik Þjóðverja og Argentínumanna í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu. Merkel er annálaður knattspyrnuáhugamaður og eins og sést á meðfylgjandi mynd fagnaði hún innilega þegar Thomas Müller kom Þjóðverjum yfir strax á annarri mínútu. 3.7.2010 15:04
Allt að 200 látnir í Kongó Óttast er að allt að 200 manns hafi látið lífið þegar olíuflutningabíll sprakk í litlu þorpi í Kongó í nótt. Bíllin var á leið með eldsneyti frá Tansaníu og fór út af veginum þegar inn í þorpið var komið, með fyrrgreindum afleiðingum. 3.7.2010 10:13
Eldgos yfirvarp rána í Svíþjóð Þjófar hafa komist inn í hús eldra fólks í Lundi í Svíþjóð með því að segjast vera að rannsaka hvernig eldgosið á Íslandi hefur áhrif á eldra fólk. 3.7.2010 03:00
Myrt ásamt manni sínum á leið heim úr afmælisveislu Forsprakki eiturlyfjahrings í Mexíkó hefur lýst því verki á hendur sér að fyrirskipa morð á bandarískum ræðismanni, Lesley Enriquez, og eiginmanni hennar sökum þess að hún hafi veitt andstæðingum hans vegabréf í landamæraborginni Ciudad Juarez. 3.7.2010 02:00
Jaycee Dugard fær milljarða í bætur Yfirvöld í Kalíforníu hafa fallist á að greiða hinni þrítugu Jaycee Dugard, sem haldið var í kynlífsþrælkun í átján ár af Philip Garrido um tvo og hálfa milljarða í bætur. Dugard ól Garrido tvær dætur en Garrido var á reynslulausn vegna nauðgunardóms og áttu yfirvöld að fylgjast grannt með honum. 2.7.2010 14:41
Stokkhólmur: Lögregla réðst til atlögu við bankaræningja Lögreglan í Stokkhólmi réðst í dag inn í banka á Östermalmstorgi en þar hafði bankaræningi tekið starfsmenn og viðskiptavini bankans í gíslingu. Umsátursástand skapaðist í stutta stund áður en lögreglan ákvað að ráðast með alvæpni inn í bankann. 2.7.2010 12:50
Heimskir bræður Tveir breskir bræður hafa verið dæmdir fyrir að nota bíl til þess að brjóta glugga á bensínstöð og stela þaðan tóbaki fyrir tíuþúsund sterlingspund. 2.7.2010 11:37
Rosalega dýr sólgleraugu Dönsk kona fékk einnar komma sex milljóna króna sekt á Ítalíu fyrir að kaupa ódýra eftirlíkingu af Dolce&Gabbana sólgleraugum í sumarfríinu. 2.7.2010 10:29
Tugir féllu í skotbardaga við landamæri Mexíkós og Arizona Á þessari stundu er ekki vitað um orsök þessa skotbardaga en talið er að þarna hafi tekist á liðsmenn eiturlyfjabaróna og smyglara sem hafa að atvinnu að smygla óolöglegum innflytjendum til Bandaríkjanna. 2.7.2010 08:07
Danski skattmann ygglir sig Eitt stærsta fjársvikamál sem um getur í Danmörku er nú til rannsóknar hjá skattayfirvöldum að sögn þarlendra fjölmiðla. 2.7.2010 07:10
Bjóða þúsund menn í skiptum fyrir einn Gilad Shalit var nítján ára gamall ísraelskur hermaður þegar Hamas samtökin náðu honum á sitt vald fyrir fjórum árum. 2.7.2010 06:58
Lokuðu ólöglegum síðum Níu bandarískum vefsíðum sem buðu upp á ólöglegt niðurhal á kvikmyndum var lokað í gær. Síðurnar höfðu sumar boðið upp á niðurhal á glænýjum myndum eins og Toy Story 3 og Iron Man 2 innan sólarhrings frá því að þær voru frumsýndar. 2.7.2010 02:00
Olli tjóni við ströndina Búist er við að olíuhreinsunarstarf við Mexíkóflóa tefjist um allt að hálfan mánuð vegna fellibylja, sem eru að fara yfir svæðið. 2.7.2010 01:15
Tafir í krabbameinsmeðferð Aska úr Eyjafjallajökli gerði það að verkum að krabbameinslæknir hjá ríkisspítalanum í Northampton í Englandi tafðist erlendis í fríi og uppskurðum hjá spítalanum þurfti að seinka töluvert. 2.7.2010 01:00
Elín Woods fær 96 milljarða króna Elín Nordgren eiginkona Tigers Wood fær að sögn breska blaðsins The Sun 500 milljónir sterlingspunda við skilnað þeirra hjóna. 1.7.2010 11:12
Spegill spegill Tvöþúsund bandarískar konur tóku þátt í að velja fegurstu konu tuttugustu aldarinnar fyrir sjónvarpsmarkaðsstöðina QVC. 1.7.2010 09:09
Talibanar vissir um sigur David Richards hershöfðingi yfirmaður breska herráðsins sagði fyrir skömmu að það gæti verið gagnlegt að ræða við talibana. 1.7.2010 07:53
Fellibylurinn Alex tekur land -olíuhreinsun hætt Mikill vindhraði er í Alex um og yfir eitthundrað kílómetrar á klukkustund. 1.7.2010 07:28
Njósnamálið: Minnir á löngu liðna tíma Rússarnir tíu sem handteknir voru í Bandaríkjunum um helgina hafa verið ákærðir fyrir að skrá sig ekki sem erindreka erlends ríkis. Hámarksrefsing við því broti er fimm ára fangelsisvist. Sá ellefti, sem var handtekinn á Kýpur, er ákærður fyrir að hafa árum saman komið peningum til hinna tíu. 1.7.2010 05:00
Hagvöxtur niður í sex prósent Vísbendingar eru um kólnun kínverska hagkerfisins. Þetta fullyrðir Ruchir Sharma, sérfræðingur í málefnum nýmarkaða og framkvæmdastjóri eignastýringarsviðs bandaríska bankans Morgan Stanley, í úttekt um Kína í nýjasta tölublaði vikuritsins Newsweek. 1.7.2010 02:00
Fjörutíu ára ráðgáta loks leyst Vísindamenn við krabbameinsrannsóknarstöð á Havaí telja sig loks hafa fundið svör við þeirri spurningu hvernig asbest veldur krabbameini. 1.7.2010 01:30
Demókratar bjartsýnir Rúmur helmingur Bandaríkjamanna segist hafa fundið fyrir áhrifum kreppunnar með einum eða öðrum hætti síðastliðna þrjátíu mánuði. 1.7.2010 01:00