Erlent

Fimmtán fórust í rútuslysi

Fimmtán manns létust og 48 slösuðust þegar rúta ók á steinvegg í borginni Toledo á Filippseyjum í dag. Rútan var á leið niður brekku þegar bremsur hennar biluðu. Bílstjórinn greip þá til þess ráðs að aka utan í steinsteypta hindrun með þeim afleiðingum að rútan valt. Flestir farþeganna voru verkamenn á leið heim úr vinnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×