Erlent

Fellibylurinn Alex: Sex fórust í Mexíkó

Að minnsta kosti sex manns létust í flóðum af völdum fellibylsins Alex sem fór yfir Mexíkó í gær. Mest voru flóðin í nágrenni við borgina Monterrey. Miklar rigningar urðu til þess að Santa Catarina áin flæddi yfir bakka sína. Brýr eyðilögðust, vegir fóru í sundur og rafmagnsstaurar gáfu sig. Fyrr í vikunni hafði fellibyrlurinn Alex valdið tjóni í Gvatemala og í El Salvador en hann fjaraði svo út á fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×