Erlent

Biden hvetur til samstarfs

Biden átti fund með Allawi í Bagdad fyrr í dag. Mynd/AP
Biden átti fund með Allawi í Bagdad fyrr í dag. Mynd/AP
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, segir mikilvægt stjórnmálaleiðtogar í Írak myndi samsteypustjórn. Biden kom óvænt til Íraks í gær ásamt eiginkonu sinn Jill. Í ræddi hann um stöðuna meðal annars við Nuri al-Maliki, nýverandi forsætisráðherra, og Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra.

Enginn flokkur fékk hreinan meirihluta í þingkosningunum í maí og hefur reynst að mynda ríkisstjórn. Al-Maliki og Allawi eru leiðtogar tveggja stærstu stjórnmálaflokka landsins og hingað til hafa þeir útilokað samstarf flokkanna.

Þrír öldungadeildarþingmenn fóru með Biden til Íraks þar á meðal John McCain, forsetaefni Repúblíkanaflokksins í kosningunum fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×