Erlent

Kátur kanslari

Merkel fagnar marki Þjóðverja en leikurinn fer fram á Green Point leikvangnum í Höfðaborg.
Merkel fagnar marki Þjóðverja en leikurinn fer fram á Green Point leikvangnum í Höfðaborg. Mynd/AP
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er meðal þeirra fyrirmenna sem fylgjast með leik Þjóðverja og Argentínumanna í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í Suður-Afríku. Merkel er annálaður knattspyrnuáhugamaður og eins og sést á meðfylgjandi mynd fagnaði hún innilega þegar Thomas Müller kom Þjóðverjum yfir strax á annarri mínútu.

Fyrir leikinn ræddi Merkel meðal annars við Jacob Zuma, forseta Suður-Afríku, og Michel Platini, forseta UEFA - Knattspyrnusambands Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×