Erlent

Segir Obama ógna þjóðaröryggi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Michael Hayden.
Michael Hayden.

Barack Obama Bandaríkjaforseti ógnar þjóðaröryggi með því að birta gögn Bush-stjórnarinnar um yfirheyrsluaðferðir. Þetta sagði Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í gærkvöldi.

Hann sagði Obama með þessu lýsa fyrir óvinum þjóðarinnar því sem þeir ættu ekki að vita. Upplýsingarnar gætu hæglega orðið hryðjuverkasamtökum á borð við al-Qaeda hvatning til aðgerða sem beinist gegn Bandaríkjunum. Talsmenn Hvíta hússins svara því hins vegar til að al-Qaeda hafi þegar vitað um yfirheyrsluaðferðirnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×