Fleiri fréttir Eigendur Pirate Bay fengu ársfangelsi Fjórir menn sem standa að baki Pirate Bay vefsíðunni hafa verið dæmdir í eins árs fangelsi fyrir brot á höfundaréttarlögum. Talið er að dómurinn geti haft áhrif um allan heim. 17.4.2009 10:31 Vinnur þú milljón fyrir að smella á þessa frétt? Tölvuklækjarefum vex nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr. Nígeríubréf, vafasamir lottóvinningar og tilboð sem eiga engan sinn líka hafa fundið nýjar leiðir fram hjá hinni háþróuðu póstsíu Postini sem runnin er undan rifjum Google. 17.4.2009 08:48 Óska eftir að ráða Q Fáir hafa orðið jafn-nafntogaðir og tækjadellukarlinn Q í kvikmyndunum um James Bond auk þess sem sennilega er leitun að styttra nafni til að toga. Leyniþjónustan MI5 auglýsir nú eftir Q. 17.4.2009 08:22 Ölvaður síbrotamaður lætur ekki deigan síga Lögregla á Norður-Jótlandi stöðvaði í gær ölvaðan ökumann á fimmtugsaldri. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessi heiðursmaður hefur hlotið 28 dóma fyrir ölvunarakstur og gerst brotlegur við lög í yfir 500 tilfellum og það er bara þau sem vitað er um. 17.4.2009 08:08 Bjórframleiðandi í Kongó græðir á tá og fingri Íbúar Kongó, sem reyndar hét Zaire þar til fyrir 12 árum, eru þekktir fyrir dálæti sitt á áfengum drykkjum og þarlendur bjórframleiðandi fer ekki varhluta af því að stór hluti íbúa landsins eru dagdrykkjumenn. 17.4.2009 07:25 Skjálfti í Afganistan Óttast er að tugir manna hafi látist í jarðskjálfta sem skók austurhluta Afganistans í nótt. Skjálftinn, sem mældist 5,5 stig á Richter, jafnaði hundruð húsa við jörðu í borginni Jalalabad og nálægum þorpum. 17.4.2009 07:21 Asbestmengun vandamál í breskum skólum Þúsundir kennara og nemenda í breskum skólum eru taldir í aukinni hættu á að fá krabbamein eftir að hafa sótt skólabyggingar með asbesti í veggjum en talið er að níu af hverjum tíu skólum í Bretlandi innihaldi hitaeinangrun úr asbesti. 17.4.2009 07:16 Sautján létust á indverskum kjörstað Sautján manns, þar af nokkrir lögreglumenn, létust í árás hryðjuverkamanna úr röðum maóista á kjörstað á Indlandi í gær. Auk þess var þremur opinberum starfsmönnum rænt. 17.4.2009 07:14 Fleiri kærur vegna lögreglu í London Fleiri kærur hafa borist vegna meints ofbeldis lögreglu í London meðan á G20-ráðstefnunni stóð um mánaðamótin. Alls hafa nú 145 kærur eða kvartanir borist vegna framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum en einn mótmælendi lést meðan mótmælin stóðu yfir. 17.4.2009 07:11 Styður stríðið gegn fíkniefnum í Mexíkó Í upphafi heimsóknar sinnar til Mexíkó sagði Barack Obama að Bandaríkin styðu heilshugar baráttuna gegn eiturlyfjakóngum landsins. Hann sagði að Bandaríkin þyrftu að taka á vandamálinu er snýr að peningaflæði og byssum handan landamæranna, sem greinilega ýta undir vandamálið í Mexíkó. 16.4.2009 21:16 Milljón í styrk fyrir kaup á rafmagnsbíl Bresk stjórnvöld ætlar að bjóða bílakaupendum í Bretlandi allt að eina milljón króna í fjárstyrk ákveði þeir að festa kaup á rafmagnsbílum. 16.4.2009 18:36 Auglýsingar ríkismiðla á Spáni skornar niður Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti á þriðjudaginn að hann ætlaði að draga verulega úr auglýsingum í spænska ríkisútvarpinu RTVE. 16.4.2009 15:56 Shinawatra hvetur til stillingar Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu og biður konung landsins um að leysa þær deilur sem blossað hafi upp í taílenskum stjórnmálu. Hann segist ekki geta fjármagnað endurkomu í taílensk stjórnmál að þessu sinni. 16.4.2009 13:15 Framleiðandi Carry On-myndanna látinn Peter Rogers, framleiðandi bresku Carry On-myndanna, er látinn, 95 ára að aldri. Rogers framleiddi allar myndirnar en þær urðu 31 þegar upp var staðið og voru gerðar á árunum 1958 - 1978 auk einnar árið 1992. 16.4.2009 08:21 Rússar á móti heræfingum í Georgíu Rússar hafa biðlað til Nató að bandalagið hætti við fyrirhugaðar heræfingar í Georgíu sem Rússar líta á sem ögrun við sig. Dmitry Rogozin sendifulltrúi Rússa hjá Nató segir fyrirætlanirnar fáránlegar og að hann hafi farið fram á það við framkvæmdastjóra Nato að hætt verði við æfingarnar eða þeim að minnsta kosti frestað. 16.4.2009 08:18 Sálfræðingur ráðleggur fólki um veðskuldir Bandarískur sálfræðingur hefur skrifað bók til hjálpar fólki sem er að missa heimili sín vegna veðskulda. 16.4.2009 08:11 Framtalsskil í Bandaríkjunum í gær Lokadagur til að gera skil á skattframtölum í Bandaríkjunum var í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði tækifærið og lýsti því yfir í ávarpi í Hvíta húsinu að hann myndi gera allt sem mögulegt væri til að létta skattbyrði þeirra sem mest þyrftu á því að halda. 16.4.2009 08:07 Seðlum rigndi í Danmörku Skæðadrífa af peningaseðlum sveif um loftið á þjóðvegi nærri Ballerup í Danmörku í gær og neyddist lögregla til að loka veginum á meðan fénu var smalað saman. Þarna hafði maður rænt eitt útibúa Danske Bank í Ballerup og lagt svo á flótta. 16.4.2009 07:34 Stærstu lýðræðiskosningar heims Kosningar til indverska þingsins hófust í morgun og munu standa næsta mánuðinn. Kosningarnar fara fram í áföngum en rúmlega 700 milljónir manna eru á kjörskrá og er um stærstu lýðræðislegu kosningar heimsins að ræða. 16.4.2009 07:23 Sakfelldur fyrir að myrða fjóra Íraka Bandarískur hermaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða fjóra íraska fanga sem teknir voru höndum í Baghdad vorið 2007 í kjölfar skotbardaga. 16.4.2009 07:12 Scotland Yard vill endurskoðun óeirðalöggæslu Yfirmaður Scotland Yard í Bretlandi hefur fyrirskipað gagngera endurskoðun á starfsaðferðum lögreglu við óeirðir í kjölfar þess er mótmælandi lést af völdum hjartaáfalls meðan á mótmælum vegna G20-ráðstefnunnar stóð í London um mánaðamótin. 16.4.2009 07:09 Kanadískir Vítisenglar handteknir Um 150 manns voru handteknir í riasastórri aðgerð lögreglu á höfuðstöðvar Vítisengla í Kanada. Um tólf hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni en svipaðar aðgerðir voru framkvæmdar í Frakklandi og Dóminíska lýðveldinu á sama tíma. Hinir grunuðu voru handteknir eftir niðurstöðu úr svokallaðri „Hákarlsaðgerð“ sem staðið hefur yfir í um þrjú ár. 15.4.2009 23:31 Ellefu látnir í bílsprengingu í Írak Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tuttugu og þrír særðust þegar sprengja sprakk í bíl í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag. Þetta staðfestir lögregla í samtali við BBC nú í kvöld. 15.4.2009 22:07 Sjóránin við Sómalíu bitna á neyðaraðstoð Tíð sjórán út af ströndum Sómalíu kosta hjálparsamtök og þjóðir mikla fjármuni og bitna á neyðaraðstoð við fjölmörg ríki í Afríku. Frá lokum febrúar hefur verið ráðist á 78 skip á svæðinu. 15.4.2009 19:15 Rod Blagojevich í raunveruleikaþátt hjá NBC Rod Blagojevich, fyrrum ríkisstjóri Illinois, þurfti ekki að búa við atvinnuleysi lengi. Blagojevich vann sér það til frægðar í fyrra að ætla að falbjóða öldungadeildarþingsæti Baracks Obama í Illinois þegar hinn síðarnefndi hyrfi til annarra starfa. 15.4.2009 08:20 Flykkjast í ófrjósemisaðgerðir í kreppunni Bandaríkjamenn gangast nú undir ófrjósemisaðgerðir sem aldrei fyrr. Frá þessu er greint í New York Times og segjast sérfræðingar sem þar er rætt við sjá glöggan svip með ástandinu sem ríkti í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar en þá hafi fæðingartíðni snarlækkað í Bandaríkjunum. 15.4.2009 07:19 Stakk starfsmann vinnumiðlunar Starfsmaður atvinnumiðlunar í Árósum í Danmörku var stunginn í miðju viðtali við viðskiptavin í gær. Starfsmaðurinn, tæplega fimmtug kona, var að taka niður upplýsingar um rúmlega fertugan viðskiptavin þegar sá síðarnefndi dró upp hníf og stakk hana rétt neðan við vinstri handlegg. 15.4.2009 07:15 Lík fannst á fimm stöðum í Bretlandi Hnífstunga í bakið var dánarorsök manns sem hafði verið svo grátt leikinn að lík hans fannst í bútum á fimm stöðum, með allt að 150 kílómetra millibili, í Hertfordskíri í Bretlandi í lok mars. 15.4.2009 07:12 Heitasti dagur ársins í London Lundúnarbúar mega búast við hlýrra veðri en íbúar Tenerife og Barcelona á Spáni í dag en gert er ráð fyrir að hitastigið verði allt að 21 gráða í suður- og austurhluta Bretlands og að heitasti dagur ársins fram að þessu sé runninn upp. 15.4.2009 07:10 Friður og forvarnir framar handtökum Lögreglan ætti fremur að einbeita sér að því að koma á og halda friði í samfélaginu, frekar en að framkvæma sem flestar handtökur. Þetta segir lögreglustjóri og fyrrum aðstoðardómari í Glósturskíri í Bretlandi. 15.4.2009 07:07 Kastró jákvæður í garð Bandaríkjamanna Fyrrum forseti Kúbu, Fídel Kastró, segir að hugmyndir Bandaríkjamanna um að aflétta ferðatakmörkunum og takmörkunum á fjármagnsflutningum til Kúbu séu jákvæðar, en lítilvægar. 14.4.2009 21:11 Pakistanar afsala sér yfirráðum yfir héraði til Talibana Ríkisstjórn Pakistans hefur afsalað sér yfirráðum yfir fjölmennu héraði í landinu í hendur Talibana. Óttast er að það sé aðeins byrjunin á yfirráðum þeirra. 14.4.2009 20:00 Lenti þotu eftir að flugmaður varð bráðkvaddur Flugumsjónarmenn í Flórída kalla það kraftaverk að farþegi um borð í skrúfuþotu af gerðinni Super King Air skyldi ná stjórn á vélinni og ná að lenda henni slysalaust eftir að flugmaðurinn varð bráðkvaddur á leið til Jackson í Mississippi á páskadag. 14.4.2009 08:46 Elsta klámstjarna Japans aldrei sprækari Shigeo Tokuda er 75 ára gamall. Hann kallar þó ekki allt ömmu sína og lét þennan virðulega aldur og nokkur grá hár ekki aftra sér frá því að hefja tökur á nýrri klámmynd um páskana. 14.4.2009 08:18 Kyrrð kemst á í Taílandi Stjórnarandstæðingar í Taílandi hafa nú haft sig á brott af lóð stjórnarráðs landsins þar sem þeir hafa setið um skrifstofu forsætisráðherra landsins vikum saman. 14.4.2009 08:09 Sá íbúðina sína í rúst á Facebook Carolyn Lorimer leigði ungu pari íbúðina sína í Folkstone í Kent og hafði ekki frekari áhyggjur af málinu. Leigjendunum kynntist hún gegnum leigumiðlun þar í bænum sem sagði þau hið grandvarasta fólk, ráðvant og ráðdeildarsamt. 14.4.2009 07:23 Norður-Kóreumenn hætta öllum kjarnorkuviðræðum Norður-Kóreumenn segjast munu draga sig út úr viðræðum um að hætta við kjarnorkuáætlun sína eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi eldflaugarskot þeirra í síðustu viku sem haldið var fram að væri gervitungl. 14.4.2009 07:20 Demantaþjófur beitir dáleiðslu Indverskum svikahrappi tókst að stela demantshálsmenum og -armböndum að verðmæti rúmlega 20 milljónir króna með því að dáleiða starfsmann skartgripaverslunar. 14.4.2009 07:16 Kynmök á kolólöglegum hraða Norskt par var stöðvað og á yfir höfði sér himinháar sektir, ekki eingöngu fyrir að aka á rúmlega 130 kílómetra hraða á þjóðvegi rétt utan við Ósló heldur einnig fyrir að stunda kynmök meðan á akstrinum stóð. 14.4.2009 07:13 Hugðust skemma raforkuver Rúmlega eitt hundrað manns eru í haldi lögreglu í Nottinghamskíri í Bretlandi, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að fremja skemmdarverk á einu stærsta raforkuveri landsins um helgina. 14.4.2009 07:09 Phil Spector sakfelldur fyrir morð Tónlistarmaðurinn Phil Spector var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson á heimili sínu árið 2003. Spector neitaði allan tímann að hafa myrt leikkonuna sem var skotin í munninn. 13.4.2009 21:58 Hyggst aflétta ferðatakmörkunum til Kúbu Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að ríkisstjórn sín muni á næstunni taka skref í átt að frekar afléttingu á ferðatakmörkunum til Kúbu. Þannig verður þeim sem búsettir eru í Bandaríkjunum gert kleift að heimsækja ættmenni sín oftar og auðveldar en áður. Einnig verður fólki leyft að senda meira fé til Kúbu en áður hefur mátt. 13.4.2009 20:02 Herinn hafði betur eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga Þúsundir Tælenskra hermanna hröktu í dag mótmælendur af götum Bangkok eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga. Fjölmörg lönd hafa varað þegna sína við að ferðast til Tælands. 13.4.2009 18:57 Umferðin farin að þyngjast Umferð er farin að þyngjast til höfuðborgarinnar enda margir á faraldsfæti um helgina. Í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðargöng fengust þær upplýsingar fyrir skömmu að umferðin væri þó enn vel viðráðanleg og engar raðir teknar að myndast. 13.4.2009 14:58 Segir Brown ekki þurfa að afsaka tölvupósta fyrrum ráðgjafa Gordon Brown þarf ekki að biðjast afsökunar á tölvupóstsendingum Damian McBride fyrrum ráðgjafa síns að mati Alan Johnson heilbrigðisráðherra landsins. Hann segir menn eiga að biðjast afsökunar á því sem þeir beri ábyrgð á og þetta hafi ekkert með Gordon Brown að gera. 13.4.2009 13:37 Sjá næstu 50 fréttir
Eigendur Pirate Bay fengu ársfangelsi Fjórir menn sem standa að baki Pirate Bay vefsíðunni hafa verið dæmdir í eins árs fangelsi fyrir brot á höfundaréttarlögum. Talið er að dómurinn geti haft áhrif um allan heim. 17.4.2009 10:31
Vinnur þú milljón fyrir að smella á þessa frétt? Tölvuklækjarefum vex nú fiskur um hrygg sem aldrei fyrr. Nígeríubréf, vafasamir lottóvinningar og tilboð sem eiga engan sinn líka hafa fundið nýjar leiðir fram hjá hinni háþróuðu póstsíu Postini sem runnin er undan rifjum Google. 17.4.2009 08:48
Óska eftir að ráða Q Fáir hafa orðið jafn-nafntogaðir og tækjadellukarlinn Q í kvikmyndunum um James Bond auk þess sem sennilega er leitun að styttra nafni til að toga. Leyniþjónustan MI5 auglýsir nú eftir Q. 17.4.2009 08:22
Ölvaður síbrotamaður lætur ekki deigan síga Lögregla á Norður-Jótlandi stöðvaði í gær ölvaðan ökumann á fimmtugsaldri. Þetta væri svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að þessi heiðursmaður hefur hlotið 28 dóma fyrir ölvunarakstur og gerst brotlegur við lög í yfir 500 tilfellum og það er bara þau sem vitað er um. 17.4.2009 08:08
Bjórframleiðandi í Kongó græðir á tá og fingri Íbúar Kongó, sem reyndar hét Zaire þar til fyrir 12 árum, eru þekktir fyrir dálæti sitt á áfengum drykkjum og þarlendur bjórframleiðandi fer ekki varhluta af því að stór hluti íbúa landsins eru dagdrykkjumenn. 17.4.2009 07:25
Skjálfti í Afganistan Óttast er að tugir manna hafi látist í jarðskjálfta sem skók austurhluta Afganistans í nótt. Skjálftinn, sem mældist 5,5 stig á Richter, jafnaði hundruð húsa við jörðu í borginni Jalalabad og nálægum þorpum. 17.4.2009 07:21
Asbestmengun vandamál í breskum skólum Þúsundir kennara og nemenda í breskum skólum eru taldir í aukinni hættu á að fá krabbamein eftir að hafa sótt skólabyggingar með asbesti í veggjum en talið er að níu af hverjum tíu skólum í Bretlandi innihaldi hitaeinangrun úr asbesti. 17.4.2009 07:16
Sautján létust á indverskum kjörstað Sautján manns, þar af nokkrir lögreglumenn, létust í árás hryðjuverkamanna úr röðum maóista á kjörstað á Indlandi í gær. Auk þess var þremur opinberum starfsmönnum rænt. 17.4.2009 07:14
Fleiri kærur vegna lögreglu í London Fleiri kærur hafa borist vegna meints ofbeldis lögreglu í London meðan á G20-ráðstefnunni stóð um mánaðamótin. Alls hafa nú 145 kærur eða kvartanir borist vegna framgöngu lögreglu gagnvart mótmælendum en einn mótmælendi lést meðan mótmælin stóðu yfir. 17.4.2009 07:11
Styður stríðið gegn fíkniefnum í Mexíkó Í upphafi heimsóknar sinnar til Mexíkó sagði Barack Obama að Bandaríkin styðu heilshugar baráttuna gegn eiturlyfjakóngum landsins. Hann sagði að Bandaríkin þyrftu að taka á vandamálinu er snýr að peningaflæði og byssum handan landamæranna, sem greinilega ýta undir vandamálið í Mexíkó. 16.4.2009 21:16
Milljón í styrk fyrir kaup á rafmagnsbíl Bresk stjórnvöld ætlar að bjóða bílakaupendum í Bretlandi allt að eina milljón króna í fjárstyrk ákveði þeir að festa kaup á rafmagnsbílum. 16.4.2009 18:36
Auglýsingar ríkismiðla á Spáni skornar niður Jose Luis Rodriguez Zapatero tilkynnti á þriðjudaginn að hann ætlaði að draga verulega úr auglýsingum í spænska ríkisútvarpinu RTVE. 16.4.2009 15:56
Shinawatra hvetur til stillingar Thaksin Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra Taílands, hvetur stuðningsmenn sína til að sýna stillingu og biður konung landsins um að leysa þær deilur sem blossað hafi upp í taílenskum stjórnmálu. Hann segist ekki geta fjármagnað endurkomu í taílensk stjórnmál að þessu sinni. 16.4.2009 13:15
Framleiðandi Carry On-myndanna látinn Peter Rogers, framleiðandi bresku Carry On-myndanna, er látinn, 95 ára að aldri. Rogers framleiddi allar myndirnar en þær urðu 31 þegar upp var staðið og voru gerðar á árunum 1958 - 1978 auk einnar árið 1992. 16.4.2009 08:21
Rússar á móti heræfingum í Georgíu Rússar hafa biðlað til Nató að bandalagið hætti við fyrirhugaðar heræfingar í Georgíu sem Rússar líta á sem ögrun við sig. Dmitry Rogozin sendifulltrúi Rússa hjá Nató segir fyrirætlanirnar fáránlegar og að hann hafi farið fram á það við framkvæmdastjóra Nato að hætt verði við æfingarnar eða þeim að minnsta kosti frestað. 16.4.2009 08:18
Sálfræðingur ráðleggur fólki um veðskuldir Bandarískur sálfræðingur hefur skrifað bók til hjálpar fólki sem er að missa heimili sín vegna veðskulda. 16.4.2009 08:11
Framtalsskil í Bandaríkjunum í gær Lokadagur til að gera skil á skattframtölum í Bandaríkjunum var í gær. Barack Obama Bandaríkjaforseti notaði tækifærið og lýsti því yfir í ávarpi í Hvíta húsinu að hann myndi gera allt sem mögulegt væri til að létta skattbyrði þeirra sem mest þyrftu á því að halda. 16.4.2009 08:07
Seðlum rigndi í Danmörku Skæðadrífa af peningaseðlum sveif um loftið á þjóðvegi nærri Ballerup í Danmörku í gær og neyddist lögregla til að loka veginum á meðan fénu var smalað saman. Þarna hafði maður rænt eitt útibúa Danske Bank í Ballerup og lagt svo á flótta. 16.4.2009 07:34
Stærstu lýðræðiskosningar heims Kosningar til indverska þingsins hófust í morgun og munu standa næsta mánuðinn. Kosningarnar fara fram í áföngum en rúmlega 700 milljónir manna eru á kjörskrá og er um stærstu lýðræðislegu kosningar heimsins að ræða. 16.4.2009 07:23
Sakfelldur fyrir að myrða fjóra Íraka Bandarískur hermaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða fjóra íraska fanga sem teknir voru höndum í Baghdad vorið 2007 í kjölfar skotbardaga. 16.4.2009 07:12
Scotland Yard vill endurskoðun óeirðalöggæslu Yfirmaður Scotland Yard í Bretlandi hefur fyrirskipað gagngera endurskoðun á starfsaðferðum lögreglu við óeirðir í kjölfar þess er mótmælandi lést af völdum hjartaáfalls meðan á mótmælum vegna G20-ráðstefnunnar stóð í London um mánaðamótin. 16.4.2009 07:09
Kanadískir Vítisenglar handteknir Um 150 manns voru handteknir í riasastórri aðgerð lögreglu á höfuðstöðvar Vítisengla í Kanada. Um tólf hundruð lögreglumenn tóku þátt í aðgerðinni en svipaðar aðgerðir voru framkvæmdar í Frakklandi og Dóminíska lýðveldinu á sama tíma. Hinir grunuðu voru handteknir eftir niðurstöðu úr svokallaðri „Hákarlsaðgerð“ sem staðið hefur yfir í um þrjú ár. 15.4.2009 23:31
Ellefu látnir í bílsprengingu í Írak Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tuttugu og þrír særðust þegar sprengja sprakk í bíl í borginni Kirkuk í norðurhluta Íraks í dag. Þetta staðfestir lögregla í samtali við BBC nú í kvöld. 15.4.2009 22:07
Sjóránin við Sómalíu bitna á neyðaraðstoð Tíð sjórán út af ströndum Sómalíu kosta hjálparsamtök og þjóðir mikla fjármuni og bitna á neyðaraðstoð við fjölmörg ríki í Afríku. Frá lokum febrúar hefur verið ráðist á 78 skip á svæðinu. 15.4.2009 19:15
Rod Blagojevich í raunveruleikaþátt hjá NBC Rod Blagojevich, fyrrum ríkisstjóri Illinois, þurfti ekki að búa við atvinnuleysi lengi. Blagojevich vann sér það til frægðar í fyrra að ætla að falbjóða öldungadeildarþingsæti Baracks Obama í Illinois þegar hinn síðarnefndi hyrfi til annarra starfa. 15.4.2009 08:20
Flykkjast í ófrjósemisaðgerðir í kreppunni Bandaríkjamenn gangast nú undir ófrjósemisaðgerðir sem aldrei fyrr. Frá þessu er greint í New York Times og segjast sérfræðingar sem þar er rætt við sjá glöggan svip með ástandinu sem ríkti í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar en þá hafi fæðingartíðni snarlækkað í Bandaríkjunum. 15.4.2009 07:19
Stakk starfsmann vinnumiðlunar Starfsmaður atvinnumiðlunar í Árósum í Danmörku var stunginn í miðju viðtali við viðskiptavin í gær. Starfsmaðurinn, tæplega fimmtug kona, var að taka niður upplýsingar um rúmlega fertugan viðskiptavin þegar sá síðarnefndi dró upp hníf og stakk hana rétt neðan við vinstri handlegg. 15.4.2009 07:15
Lík fannst á fimm stöðum í Bretlandi Hnífstunga í bakið var dánarorsök manns sem hafði verið svo grátt leikinn að lík hans fannst í bútum á fimm stöðum, með allt að 150 kílómetra millibili, í Hertfordskíri í Bretlandi í lok mars. 15.4.2009 07:12
Heitasti dagur ársins í London Lundúnarbúar mega búast við hlýrra veðri en íbúar Tenerife og Barcelona á Spáni í dag en gert er ráð fyrir að hitastigið verði allt að 21 gráða í suður- og austurhluta Bretlands og að heitasti dagur ársins fram að þessu sé runninn upp. 15.4.2009 07:10
Friður og forvarnir framar handtökum Lögreglan ætti fremur að einbeita sér að því að koma á og halda friði í samfélaginu, frekar en að framkvæma sem flestar handtökur. Þetta segir lögreglustjóri og fyrrum aðstoðardómari í Glósturskíri í Bretlandi. 15.4.2009 07:07
Kastró jákvæður í garð Bandaríkjamanna Fyrrum forseti Kúbu, Fídel Kastró, segir að hugmyndir Bandaríkjamanna um að aflétta ferðatakmörkunum og takmörkunum á fjármagnsflutningum til Kúbu séu jákvæðar, en lítilvægar. 14.4.2009 21:11
Pakistanar afsala sér yfirráðum yfir héraði til Talibana Ríkisstjórn Pakistans hefur afsalað sér yfirráðum yfir fjölmennu héraði í landinu í hendur Talibana. Óttast er að það sé aðeins byrjunin á yfirráðum þeirra. 14.4.2009 20:00
Lenti þotu eftir að flugmaður varð bráðkvaddur Flugumsjónarmenn í Flórída kalla það kraftaverk að farþegi um borð í skrúfuþotu af gerðinni Super King Air skyldi ná stjórn á vélinni og ná að lenda henni slysalaust eftir að flugmaðurinn varð bráðkvaddur á leið til Jackson í Mississippi á páskadag. 14.4.2009 08:46
Elsta klámstjarna Japans aldrei sprækari Shigeo Tokuda er 75 ára gamall. Hann kallar þó ekki allt ömmu sína og lét þennan virðulega aldur og nokkur grá hár ekki aftra sér frá því að hefja tökur á nýrri klámmynd um páskana. 14.4.2009 08:18
Kyrrð kemst á í Taílandi Stjórnarandstæðingar í Taílandi hafa nú haft sig á brott af lóð stjórnarráðs landsins þar sem þeir hafa setið um skrifstofu forsætisráðherra landsins vikum saman. 14.4.2009 08:09
Sá íbúðina sína í rúst á Facebook Carolyn Lorimer leigði ungu pari íbúðina sína í Folkstone í Kent og hafði ekki frekari áhyggjur af málinu. Leigjendunum kynntist hún gegnum leigumiðlun þar í bænum sem sagði þau hið grandvarasta fólk, ráðvant og ráðdeildarsamt. 14.4.2009 07:23
Norður-Kóreumenn hætta öllum kjarnorkuviðræðum Norður-Kóreumenn segjast munu draga sig út úr viðræðum um að hætta við kjarnorkuáætlun sína eftir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi eldflaugarskot þeirra í síðustu viku sem haldið var fram að væri gervitungl. 14.4.2009 07:20
Demantaþjófur beitir dáleiðslu Indverskum svikahrappi tókst að stela demantshálsmenum og -armböndum að verðmæti rúmlega 20 milljónir króna með því að dáleiða starfsmann skartgripaverslunar. 14.4.2009 07:16
Kynmök á kolólöglegum hraða Norskt par var stöðvað og á yfir höfði sér himinháar sektir, ekki eingöngu fyrir að aka á rúmlega 130 kílómetra hraða á þjóðvegi rétt utan við Ósló heldur einnig fyrir að stunda kynmök meðan á akstrinum stóð. 14.4.2009 07:13
Hugðust skemma raforkuver Rúmlega eitt hundrað manns eru í haldi lögreglu í Nottinghamskíri í Bretlandi, grunaðir um að hafa lagt á ráðin um að fremja skemmdarverk á einu stærsta raforkuveri landsins um helgina. 14.4.2009 07:09
Phil Spector sakfelldur fyrir morð Tónlistarmaðurinn Phil Spector var í dag sakfelldur fyrir að hafa myrt leikkonuna Lönu Clarkson á heimili sínu árið 2003. Spector neitaði allan tímann að hafa myrt leikkonuna sem var skotin í munninn. 13.4.2009 21:58
Hyggst aflétta ferðatakmörkunum til Kúbu Barack Obama forseti Bandaríkjanna sagði í dag að ríkisstjórn sín muni á næstunni taka skref í átt að frekar afléttingu á ferðatakmörkunum til Kúbu. Þannig verður þeim sem búsettir eru í Bandaríkjunum gert kleift að heimsækja ættmenni sín oftar og auðveldar en áður. Einnig verður fólki leyft að senda meira fé til Kúbu en áður hefur mátt. 13.4.2009 20:02
Herinn hafði betur eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga Þúsundir Tælenskra hermanna hröktu í dag mótmælendur af götum Bangkok eftir tólf klukkustunda blóðuga bardaga. Fjölmörg lönd hafa varað þegna sína við að ferðast til Tælands. 13.4.2009 18:57
Umferðin farin að þyngjast Umferð er farin að þyngjast til höfuðborgarinnar enda margir á faraldsfæti um helgina. Í gjaldskýli Spalar við Hvalfjarðargöng fengust þær upplýsingar fyrir skömmu að umferðin væri þó enn vel viðráðanleg og engar raðir teknar að myndast. 13.4.2009 14:58
Segir Brown ekki þurfa að afsaka tölvupósta fyrrum ráðgjafa Gordon Brown þarf ekki að biðjast afsökunar á tölvupóstsendingum Damian McBride fyrrum ráðgjafa síns að mati Alan Johnson heilbrigðisráðherra landsins. Hann segir menn eiga að biðjast afsökunar á því sem þeir beri ábyrgð á og þetta hafi ekkert með Gordon Brown að gera. 13.4.2009 13:37